Kvöldfréttir Stöðvar 2: Agnes Ósk gerðist múslimi

Agnes Ósk er rúmlega þrítug, fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði. Fyrir um sex árum fór hún sem sjálfboðaliði til Palestínu og kynntist íslamstrú í undirbúningi fyrir ferðina. Agnes heillaðist af trúnni og eftir aðeins örfáar vikur ákvað hún sjálf að gerast múslimi. Agnes býr nú ásamt egypskum eiginmanni fyrir austan, biður fimm sinnum á dag og les uppúr Kóraninum. Hún segist ekki sjálf hafa orðið fyrir miklum fordómum, en að hún taki athugasemdir á kommentakerfum inn á sig – þar sem hún hefur meðal annars verið kölluð handklæðahaus. Nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast á slaginu 18.30.

1917
00:15

Vinsælt í flokknum Fréttir