Poppsvar - Björn Jörundur trommar og Frikki Dór lendir í tónleikaslysi

Í Poppsvari n.k. föstudagskvöld leiða saman hesta sína Hafnarfjörður og Húsavík. Æsispennandi viðureign þar sem norðrið og suðrið mætast. Hverjum þætti lýkur á að keppendur stíga á svið með stjórnanda þáttarins, Birni Jörundi , og flytja þekkt íslenskt dægurlag. Hér flytur súpergrúbban Skjálfandi Gaflari lagið Ævintýri. Vert er að vekja athygli á stórkostlegum trommuleik Björns Jörundar og tónleikaslysi sem Frikki Dór lendir í við lok ruslatunnuendis lagsins. Poppsvar er á dagskrá Stöðvar 2 kl 19:50 á föstudagskvöldum.

6693
02:19

Vinsælt í flokknum Stöð 2

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.