Litirnir töfraðir í íslensku ullina

Með hjálp náttúruefna gátu Íslendingar til forna töfrað fram litadýrð í lopabandið. Í þættinum „Um land allt“ í haust ræddi Kristján Már Unnarsson við Guðrúnu Bjarnadóttur, náttúrufræðing í Andakíl, um þær aðferðir sem fyrri kynslóðir notuðu til að lita klæði. Þáttinn má nú sjá hér á Vísi. Guðrún notar mest jurtir sem hún finnur við heimili sitt en einnig kúahland og skordýr. Bílskúrnum er hún búin að breyta í tilrauna- og sýningarstofu, sem hún nefnir Hespuhúsið, þar sem hún rannsakar og kynnir þær aðferðir sem Íslendingar notuðu í gamla daga við að lita ullina.

10438
22:19

Vinsælt í flokknum Um land allt