Á fullu gazi - Listflug gerir ekki mikið fyrir útlitið

Þegar flugkappinn Björn Thoroddsen fór á eftirlaun og hætti að fljúga farþegaþotum fór hann ekki að spila félagsvist og leika golf eins og sumir jafnaldrar hans, heldur ákvað að einbeita sér að listflugi. Við bregðum okkur í flugtúr með Birni í Á fullu gazi í kvöld, þar sem við kynnum okkur meðal annars hvernig á að halda fullri meðvitund í mestu rússíbanareiðunum, og komumst að því að útlimir og lausamunir láta ekki endilega vel að stjórn í þessum aðstæðum. Auk þess sem listflug gerir heldur ekki mikið fyrir útlitið, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

12454
01:58

Vinsælt í flokknum Á fullu gazi