Hjaltalín - Crack In a Stone
Myndband við lagið Crack In a Stone af plötunni Enter 4 með Hjaltalín. Yoonha Park leikstýrði myndbandinu en hann leikstýrði jafnframt myndbandinu við lagið Lucifer/He Felt Like a Woman. Rebekka Bryndís Björnsdóttir, fagottleikari Hjaltalín, framleiddi. Harpa Elísa Þórsdóttir var aðstoðarleikstjóri og Árni Filippusson tökumaður. Einnig aðstoðuðu Þór Elíasson, Siggi Bahama, Flóra Karítas Buenaño, Berglind Pétursdóttir og Steinþór Helgi Arnsteinsson við gerð myndbandsins. Það var tekið upp í Sundlauginni við Álafoss í Mosfellsbæ, en þar var hluti plötunnar Enter 4 tekinn upp.