Cloud Atlas

Nýjasta mynd höfunda Matrix gerð eftir metsölubók breska rithöfundarins Davids Mitchell. Leikstjórarnir kölluðu sig áður Wachowski-bræður en eru nú Wachowski-systkinin þar sem Lana Wachowski hefur farið í kynskiptiaðgerð. Tom Tykwer skrifar og leikstýrir með þeim en hann gerði m.a. Run Lola Run. Þetta metnaðarfulla epíska þrekvirki nær yfir aldir og kannar hvernig hegðun og afleiðingar lífshlaups einstaklinga hafa víxlverkandi áhrif í fortíð, nútíð og framtíð. Spenna, leyndardómur og rómantík fléttast saman á dramatískan hátt þegar ein sál breytist úr morðingja í hetju og afleiðinga af einu góðverki gætir gegnum aldir og verður kveikja að byltingu í fjarlægri framtíð. Myndin er einhver dýrasta framleiðsla sjálfstæðra aðila sem gerð hefur verið og nam kostnaðurinn um 100 milljónum dala og með aðalhlutverk fara stórstjörnurnar Tom Hanks, Halle Berry, Hugh Grant, Jim Sturgess, Susan Saradon, Hugo Weaving og Jim Broadbent.

21690
02:30

Næst í spilun: Erlendar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Erlendar kvikmyndir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.