Ísland í dag - Býr á Íslandi á sumrin og Spáni á veturna

Ásthildur er ástfangin og býr á Íslandi á sumrin og á Spáni á veturna. Ásthildur Huber er fjölhæf kona sem er bæði ljósmóðir, næringarráðgjafi og fasteignasali. Hún hefur komið sér upp draumalífi þar sem hún nýtur sólar á veturna á Spáni en íslenskrar náttúru á sumrin. Ásthildur er yfir sig ástfangin af seinni manni sínum Peter og nú reka þau saman Hótel Varmaland í Borgarfirði. Og þar hefur Ásthildur meðal annars nýtt hæfileika sína og galdrað fram heilsurétti innan um víðfræga hefðbundnari sælkerarétti hótelsins. Vala Matt skellti sér í Borgarfjörðinn  og heimsótti Ásthildi og fékk að heyra um hennar ævintýralega líf.

759
13:10

Vinsælt í flokknum Ísland í dag