Ætlar að ráðast í stórfellda einföldun regluverks
Ríkisstjórnin ætlar að ráðast í stórfellda einföldun regluverks, liðka fyrir leyfisveitingu í orkumálum og beita sér fyrir svæðisbundnum hagvexti úti á landi. Á fundi um atvinnustefnu til næstu tíu ára var tilkynnt um nýstofnað atvinnustefnuráð þar sem fulltrúar hagsmunahópa eru víðsfjarri.