Rottur og rottuskítur í matargeymslunni
Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands fundust í geymslu fyrirtækisins Vy þrif við Sóltún í lok september. Heilbrigðiseftirlitið stöðvaði matvælastarfsemi þess og lét farga matnum eftir heimsókn á staðinn.