Ísland í dag - Óvæntir straumar í jólaskrauti í ár

Stílistinn og fjölmiðlakonan Þórunn Högna er alltaf með puttann á púlsinum í nýjustu tískustraumum heimilisins og hún hefur meðal annars verið að undanförnu að vinna fyrir Hús og híbýli. Í fyrra sýndi hún okkur í Aðventuþáttum Stöðvar 2 sínar klassísku og fallegu jólaskreytingar. En núna er hún að fara alveg nýja og spennadi og öðruvísi leið í skreytingum og þar er bleiki liturinn með glimmer og gulli í aðalhlutverki. Og Þórunn er alveg einstaklega frumleg þegar kemur að einföldum og ódýrum lausnum sem á sama tíma gefa svo skemmtilega stemningu, eins og til dæmis glimmer sem hún setur á þvottaklemmurnar og setur svo á servétturnar. Og jólatréð hjá Þórunni er mjög ólíkt því sem fólk á að venjast og ansi óvenjulegt með þessu bleika útliti.

1240
10:38

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.