Stefnir í stórt vandamál
Sérfræðimenntaður læknir hefur enn ekki fengið starfsleyfi í sinni starfsgrein eftir fimm mánaða bið. Hún segist engin svör að fá frá Embætti landlæknis þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Framkvæmdastjóri lækninga segir vandamál í uppsiglingu enda skortur á sérgreinalæknum.