Gengið til minningar um baráttukonuna Ólöfu Töru

Nú síðdegis var gengin Ljósaganga UN Women. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og markar dagurinn upphaf sextán daga átaks í málaflokknum. Áherslan í ár er lögð á stafrænt ofbeldi en nærri tvær af hverjum þremur konum í heiminum hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Gengið var til minningar um baráttukonuna Ólöfu Töru Harðardóttur, sem lést á þessu ári.

5
01:13

Vinsælt í flokknum Fréttir