Mannræningjar Hagen segja hana en á lífi
Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einni af ríkustu konum Noregs, höfðu nýlega samband við fjölskyldu hennar og sögðu hana enn á lífi. Hagen hvarf af heimili sínu í október í fyrra og hefur ekkert spurst til hennar síðan. Lögreglan í Noregi telur frásögn mannræningjanna ekki vera trúverðuga og gengur enn út frá því að Hagen sé látin.