Illa haldinn eftir líkamsárás á skemmtistað
Karlmaður á þrítugsaldri er mjög illa haldinn eftir alvarlega líkamsárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt. Lögregla hefur óskað eftir gæsluvarðhali yfir öðrum karlmanni sem einnig er á þrítugsaldri sem grunaður er um árásina. Tilkynning barst lögreglu um fjögur leitið í nótt.