Ítalskt íbúðahverfi hrundi í aurskriðu

Fimmtán hundruð manns hafa þurft að rýma heimili sín í bænum Nísjemí á Sikiley vegna aurskriðu sem hrifsaði með sér byggingar og bifreiðar. Fleiri hús eru í hættu og standa horn nokkurra fram yfir brúnina líkt og sést á þessum myndum. Skriðan hófst á sunnudag í kjölfar úrhellis og jarðvegurinn var enn að gefa eftir í gær og í dag. Enginn slasaðist en tjónið er umtalsvert og hluti bæjarins nú óíbúðarhæfur. Brúnin er um fjögurra kílómetra löng og óttast er að skriðan muni teygja sig lengra.

92
00:43

Vinsælt í flokknum Fréttir