Stunginn til bana í París
Þýskur ferðamaður á þrítugsaldri var stunginn til bana í miðborg Parísar í gærkvöldi þar sem hann var á göngu með eiginkonu sinni. Árásarmaðurinn, franskur ríkisborgari einnig á þrítugsaldri, var handtekinn skömmu eftir árásina.