Reiknar ekki með að prestar flykkist á Tik tok

Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri hefur að undanförnu vakið töluverða athygli fyrir að nýta sér samfélagsmiðilinn Tik tok í starfi sínu, en hann byrjaði á miðlinum til að hafa ofan af fyrir sér og börnunum sínum þremur í samkomubanninu í vor. Líklega endurspegla fæst myndböndin þá ímynd sem prestastéttin hefur almennt haft til þessa, en hann segir að nú séu skörp kynslóðaskipti innan kirkjunnar sem hafi óhjákvæmilega ákveðin áhrif. Á Tik tok hefur hann rætt opinskátt um ýmis mál og varð þar fyrstur presta á Íslandi til að segja opinberlega frá eigin tvíkynhneigð. „Við erum eina kirkjan þar sem báðir prestarnir eru hluti af hinsegin litrófinu og mér finnst það dálítið stórt.“

12931
11:45

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.