Ísland í dag - Ekkert samhengi milli kílóafjölda og virði manneskju

„Að eyða allri sinni orku í að hata líkama sinn er ótrúlega lýjandi og það þyngir mann miklu meira en einhver kíló utan á,” segir Arna Vilhjálmsdóttir sem sigraði í sjónvarpsþáttunum Biggest Loser árið 2017 eftir að hafa misst 60 kíló á örfáum mánuðum. Hún segir að það hafi reynst sér erfitt þegar hún byrjaði að þyngjast aftur eftir að tökum lauk, en í dag starfar hún sem þjálfari í fullu starfi og hvetur fólk áfram í líkamsrækt á instagram um leið og hún leggur áherslu á að ekkert samhengi sé milli kílóafjölda og virði manneskju.

13430
11:59

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.