Ísland í dag - „Ég finn að ég er ekki að fara að deyja”
Hönnuðurinn Thelma Björk Jónsdóttir er konan á bak við Bleiku slaufuna í ár. Thelma greindist með brjóstakrabbamein með meinvörpum árið 2024 og lifir með ólæknandi krabbamein. Slaufan hefur því gríðarmikla þýðingu fyrir hana en gripurinn er einnig óður til ömmu hennar sem kenndi henni allt sem hún kann þegar kemur að handverki. Ísland í dag hitti Thelmu á vinnustofu hennar.