Ísland í dag - Bjargaði lífi sínu með þrjóskunni!

Tónlistarkonan Elíza Geirsdóttir Newman fékk brjóstakrabbamein og hefur sagt frá því hvernig hún þurfti að berjast fyrir því að fá almennilega skoðun þegar hún fann hnút í öðru brjóstinu. En hún gafst ekki upp fyrr en hún fékk myndatöku og alvöru skoðun, en læknar höfðu meðal annars sagt henni að þetta væri líklegast hormónatengt eða innvortis marblettur og hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Þegar hún svo sjálf skráði sig í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu kom í ljós æxli og hún var send strax í krabbameinsmeðferð og er hún í dag við góða heilsu því krabbameinið hafði ekki náð að dreifa sér í eitlana. Hér er baráttusaga sem endaði vel. Elíza hefur verið ein af fremstu söngkonum landsins um árabil og gaf nýverið út plötuna Wonder Days sem hún vann að á meðan hún var í bataferlinu og er hún alveg einstök og snertir mann beint í hjartað. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og heimsótti Elízu og fékk að heyra hennar mögnuðu sögu.

2962
11:41

Vinsælt í flokknum Ísland í dag