Mannskæðar skotárásir í Rotterdam
Tveir létust í tveimur skotárásum í Rotterdam í dag. Annars vegar fjörutíu og tveggja ára kennari við Erasmus háskólasjúkrahúsið og þrjátíu og níu ára kona. Þá liggur fjórtán ára dóttir hinnar látnu þungt haldin á sjúkrahúsi Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í Rotterdam nú síðdegis. Árásarmaðurinn skaut fyrst að fólki og særði í ónefndu heimahúsi og kveikti því næst í íbúðinni.