Ísland í dag - Ætlunarverkið tókst og fyrsta barnið er nú á leiðinni

Þær Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir vissu frá því þær byrjuðu að vera saman að þær langaði að stofna fjölskyldu. Þær vissu jafnframt að ferlið yrði kostnaðarsamt, en brugðu á það ráð að safna sér fyrir barni með því að passa börn í brúðkaupum annarra. Það reyndist frábær viðskiptahugmynd og þær voru bókaðar flestar helgar um allt land. Ætlunarverkið tókst og fyrsta barnið er nú á leiðinni. Það varð til þess að þær flýttu sínu eigin brúðkaupi þangað sem sjálf Birgitta Haukdal mætti óvænt, átrúnaðargoð þeirra beggja.

4900
11:04

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.