Ísland í dag - Vala Matt fór í innlit í eitt töffaralegasta eldhús landsins

Hvernig verða nýjustu litirnir fyrir heimilið 2021? Hvað segja innanhúss sérfræðingarnir? Hvaða stefnur og straumar eru áberandi? Vala Matt fór í Íslandi í dag í innlit til innanhússhönnuðarins Höllu Báru Gestsdóttur og verðlauna ljósmyndarans Gunnars Sverrissonar sem þekkt eru meðal annars fyrir lífsstílssíðuna Home and Delicious sem er gríðarlega vinsæl. Hjá þeim sjáum við alveg einstakt eldhús sem er ólíkt öllum öðrum eldhúsum á Íslandi og skoðum einnig málaða veggi í stofunni sem eru mjög óvenjulegir. En Halla Bára segir að við eigum að standa með okkar eigin smekk og stíl og ekki endilega elta nýjustu tískubylgjur. Halla Bára er með mastersgráðu í innanhússhönnun frá Ítalíu og heima hjá henni má sjá ýmislegt sem minnir á Ítalíu eins og ævintýralega fallegt eldhúsið sem ekki kostaði mikið. Halla Bára verður með sín vinsælu innanhúss námskeið núna aftur í mars.

54205
11:25

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.