Handritshöfundar ná samkomulagi
Handritshöfundar í Bandaríkjunum hafa náð samkomulagi við framleiðslufyrirtækin í Hollywood og um fimm mánaða langt verkfall gæti því senn tekið enda. Samband handritshöfunda segir samninginn innihalda mikilvægar kjarabætur og ákvæði er taka á notkun gervigreindar.