Bubbi grét eftir fyrstu sýningarnar á Níu líf!

Bubbi Morthens segir að hann hafi hreinlega grátið og farið heim og lagst í rúmið þegar sýningin Níu líf byrjaði í Borgarleikhúsinu í fyrra. En sýningin hefur slegið þvílíkt í gegn og fólk er að fara á sýninguna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Enda er sýningin á heimsmælikvarða og valin leiksýning ársins. Og Bubbi er í ótrúlega góðu formi og passar upp á hollustu í mat og góða hreyfingu. Vala Matt fór í innlit til Bubba í glænýtt og flott eldhúsið hjá honum og Hrafnhildi konu hans og Bubbi bjó til snilldar snarl sem hann leitar í þegar hann vantar orku eða langar í eitthvað sætt.

14724
11:57

Vinsælt í flokknum Ísland í dag