Sextán ára ungmenni í öndunarvél vegna Covid-19
Sextán ára ungmenni er í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19. Enn einn metdagurinn var í fjölda þeirra sem greindust smitaðir af Covid-19 í gær eða 522 manns. Talið er enn fleiri met verði sett á næstu dögum. Verið er að undirbúa að opna fimmta farsóttarhúsið.