Þriggja daga þjóðarsorg
Nokkur þeirra sem létust í eldsvoða í brúðkaupi í Írak í gær voru borin til grafar við fjölmenna athöfn í dag. Að minnsta kosti 113 veislugestir létust og yfir hundrað og fimmtíu slösuðust en stór hluti þeirra hlaut alvarleg brunasár. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum en húsið brann til grunna og hafa viðbragðsaðilar leitað líkamsleifa í rústunum í dag.