Svörtu sandar - sýnishorn

Spennuþættir eftir Baldvin Z sem hefja göngu sína 25. desember á Stöð 2. Aníta, þrítug lögreglukona, neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum. Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur af ungri konu kollvarpar öllu. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð. Aðalleikarar eru Aldís Amah Hamilton, Þór Tulinius, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ævar Þór Benediktsson og Kolbeinn Arnbjörnsson.

11558
02:07

Vinsælt í flokknum Stöð 2

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.