Ruslateknó-synfónía Halldórs Eldjárns í Góða hirðinum

Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn lagði leið sína í Góða hirðinn í gær þar sem hann einhenti sér í það verkefni að sanka að sér gömlum hljóðfærum, græjum, snúrum, mögnurum og ýmiskonar tækjum og tólum til að lokum geta framkallað tónlist. Hann nýtti sér líka óhefðbundnari hljóðfæri sem fengu nýtt hlutverk í höndum Halldórs. Fjöldi fólks lagði leið sína í Góða hirðinn í rokinu í gær og fékk að njóta ruslateknó-synfóníu Halldórs í leiðinni.

219
00:25

Vinsælt í flokknum Lífið