Umræða um umdeilt jöfnunarmark Fram
Fram tryggði sér 2-2 jafntefli á móti Víkingum með síðustu spyrnu leiksins. Sérfræðingar Stúkunnar ræddu aukaspyrnuna sem var dæmd á Víkinga en Kennie Knak Chopart skoraði einmitt jöfnunarmarkið úr henni á sjöttu mínútu í uppbótatíma.