Ísland í dag - Svanhildur Jakobs eldist ekkert!

Söngkonan, sjónvarpsstjarnan og útvarpskonan Svanhildur Jakobsdóttir var hér á árum áður ein af þekktustu og vinsælustu konum landsins. Hún söng og skemmti í vinsælasta skemmtiþætti landsins á upphafsárum Rúv ásamt eiginmanni sínum Ólafi Gauki. Vala Matt fór og heimsótti Svanhildi og rifjaði upp ævintýralegan sjónvarpsferil hennar þegar allir landsmenn horfðu á hana í sjónvarpi allra landsmanna þegar engin önnur sjónvarpsstöð var á landinu. Síðan þá eru þónokkur ár en Svanhildur virðist ekki eldast neitt. Og svo skoðaði Vala aðeins feril dóttur Svanhildar hinnar litríku Önnu Mjallar sem hefur verið að slá í gegn í Los Angeles.

3239
10:22

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.