Fleiri fréttir

Grikkir uppfylla ekki skilyrði IMF

Yfirvöldum í Grikklandi hefur ekki tekist að uppfylla skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins fyrir fjárhagsaðstoð. Stjórnvöld í landinu hafa farið fram á að breytingar verði gerðar á skilyrðunum en talsmaður IMF sagði að slíkar hugleiðingar væru ótímabærar.

Gengi Groupon nær nýjum lægðum

Virði hlutabréfa í tilboðasíðunni Groupon féll um 6.5 prósent í gær og var gengi félagsins skráð á 7.77 dollara þegar Kauphöllin í New York lokaði fyrir viðskipti. Við skráningu var stakur hlutur í síðunni metinn á 20 dollara.

Milljarðamæringar í samstarf

Auðkýfingarnir James Cameron og Richard Branson hafa nú tekið höndum saman. Branson mun sjá nýstofnuðu fyrirtæki Camerons fyrir geimskutlum en sá síðarnefndi hyggst stunda námuvinnslu á fjarlægum smástirnum.

Ítalskir vextir snarlækkuðu í morgun

Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum snarlækkuðu í morgun. Þá var haldið útboð á skuldabréfum til eins árs og reyndust vextir á þeim vera tæplega 2,7%. Til samanburðar voru vextirnir á samsvarandi bréfum í útboði fyrir mánuði síðan tæplega 4%.

Björt framtíð Íslands sem matvælaframleiðenda

Framtíðin er björt fyrir Íslendinga sem fiskveiðiþjóð ef marka má sameiginlega skýrslu OECD og FAO Matvælastofnunnar Sameinuðu þjóðanna um þróun matvælaframleiðslu heimsins til ársins 2021.

Boðar niðurskurð og hækkanir

Ríkisstjórn Spánar kynnti í gær miklar sparnaðaraðgerðir, á meðan þúsundir mótmæltu í Madríd svo að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu.

Blóðugur niðurskurður á Spáni

Ríkisstjórn Spánar kynnti í dag víðfermar niðurskurðaráætlanir og skattahækkanir. Óeirðir og mótmæli urðu á götum landsins og í Madrid kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu.

Spánverjar hækka virðisaukaskatt

Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy tilkynntu í morgun um þriggja prósenta hækkun á virðisaukaskatti í landinu. Aðgerðin er hluti af aðhaldsaðgerðum Spánverja sem ætla sér að skera niður fjárlög landsins um 65 milljarða evra. Þá á söluskattur að hækka auk þess sem sveitarstjórnum verður gert að skera niður um þrjá og hálfan milljarð evra. Aðgerðirnar eru hluti af samkomulagi sem Spánverjar gerðu við ríkin á evrusvæðinu um 30 milljarða evra lán til spænskra banka.

Afsalar sér 4 milljarða króna bónusgreiðslu

Bob Diamond, fyrrverandi forstjóri breska bankans Barclays, mun þiggja 400 milljónir króna í laun fyrir árið. Hann mun hins vegar afsala sér 4 milljarða króna bónusgreiðslu sem hann hafði áunnið sér fyrir störf sín í bankanum. Diamond sagði upp störfum hjá bankanum á dögunum vegna vaxtahneykslis sem skekið hefur Bretland.

Olíuverkfallið í Noregi stöðvað með neyðarlögum

Norska stjórnin greip til neyðarlaga seint í gærkvöldi til að stöðva verkfallið sem verið hefur meðal norskra olíustarfsmanna undanfarnar tvær vikur og koma í veg fyrir boðað verkbann olíuframleiðenda landsins sem átti að hefjast um miðnættið.

Lítilsháttar tap á rekstri Alcoa á öðrum ársfjórðungi

Bandaríski álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls, skilaði lítilsháttar tapi, eða tveimur milljónum dollara, á öðrum ársfjórðungi ársins. Til samanburðar var 322 milljóna dollara hagnaður af rekstri Alcoa á sama tímabili í fyrra.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð á mörkuðum í morgun eftir að ljóst varð að norsk stjórnvöld hefðu komið í veg fyrir að olíuframleiðsla landsins stöðvaðist seint í gærkvöldi.

Fleiri bankahneyksli vegna vaxtasvindls í farvatninu

Fleiri bankar en Barclays munu liggja undir grun um vaxtasvindl. Í blaðinu The Guardian segir að hátt í 20 bankar blandist inn í rannsókn málsins sem unnin er af bæði breska og bandaríska fjármálaeftirlitinu.

Niðursveifla á mörkuðum

Niðursveifla varð á mörkuðum í Asíu í nótt. Nikkei vísitalan í Tókýó lækkaði um 1,4% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,7%.

Apple endurbætir nýjasta iPad

Talið er að tæknirisinn Apple undirbúi nú endurbætta útgáfu af þriðju kynslóð iPad spjaldtölvunnar sem nýlega kom á markað. Notendur hafa margir kvartað yfir því að tækið hitni afar mikið og nú leitast Apple við að lækka hitamyndunina.

Amazon þróar snjallsíma

Talið er að vefverslunarrisinn Amazon sé nú að þróa sinn eigin snjallsíma. Fyrirtækið, sem lengst af seldi rafbækur, og það með góðum árangri, hefur á síðustu árum aukið umsvif sín verulega á raftækjamarkaðinum með vörum eins og Kindle lesbrettinu og Kindle Fire spjaldtölvunni.

Einkennilegasti dúett allra tíma? - Warren Buffett og Jon Bon Jovi

Einkennilegasti dúett í tónlistar- og viðskiptasögunni hefur mögulega verið myndaður. Það gerðist á árlegri ráðstefnu Forbes tímaritsins þar sem kastljósinu er beint að líknarstarfsemi og mannúðarmálum. Þá tóku fjárfestirinn Warren Buffett, sem almennt er álitinn meðal virtustu fjárfesta heimsins, og rokksöngvarinn Jon Bon Jovi, sem mörgum finnst skemmtilegur tónlistarmaður, lagið á blaðamannafundi.

Umfang leikmannaviðskipta minna nú en í fyrra

Knattspyrnufélög á heimsvísu hafa dregið mikið úr viðskiptum með leikmenn á undanförnum mánuðum miðað við árið á undan, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA. Tæplega 10 prósent færri leikmannasamningar vegna kaupa félaga á nýjum leikmönnum voru kláraðir á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við í fyrr. Upphæðirnar sem um ræðir féllu hins vegar um ríflega þriðjun, eða 34 prósent. Heildarupphæðin að baki 4.973 leikmannasamninga nam um 571 milljón dala, eða sem nemur ríflega 70 milljörðum króna, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Upplýsingarnar voru teknar saman í gegnum sérstakt kerfi á vegum FIFA, sem heldur utan um alla leikmannasamninga á heimsvísu, TMS (Transfer Matching System).

Ítalska stjórnin samþykkir mikinn niðurskurð

Ítalska stjórnin samþykkti í nótt umfangsmikinn niðurskurð á ríkisútgjöldum. Alls verður skorið niður um 26 milljarða evra, eða um 4.100 milljarða króna á næstu þremur ár.

Engir innlánsvextir hjá Seðlabanka Evrópu

Seðlabanki Evrópu hefur lækkað stýrivexti úr 1% í 0,75% og hafa stýrivextir aldrei verið lægri. Með þessu er brugðist við þeim mikla slaka sem er á evrusvæðinu. Innlánsvextir hjá seðlabankinn lækkaði líka innlánsvexti úr 0,25% í 0. Þessi stýrivaxtalækkun er í samræmi við aðrar breytingar sem aðrir bankar hafa gert.

Moody's segir horfurnar neikvæðar fyrir Barclays

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's breytti horfum í mati sínu á stöðu Barclays bankans í neikvæðar vegna áhrifa vaxtasvindlsins bankans á starfsemi hans. Bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt, jafnvirði um 57 milljarða króna, vegna lögbrota sem framin voru í október 2008 þegar starfsmenn Barclays fölsuðu vaxtaálag á skuldir bankans með markaðsmisnotkun.

Brent olían rýkur upp eftir verkbannsboðun í Noregi

Tunnan af Brent olíunni hefur hækkað um tæp 2% í morgun og er komin í 101,5 dollara eftir að Landssamtök olíuframleiðenda (OLF) í Noregi boðuðu allsherjar verkbann á öllum olíuborpöllum landsins frá og með næsta mánudegi.

Volkswagen kaupir Porsche að fullu

Bílaframleiðandinn Volkswagen hefur ákveðið að kaupa rétt rúmlega 50% hlut í Porsche og eignast Porsche þar með að fullu. Árið 2009 keypti Volkswagen rúmlega 49% hlut í Porsche.

Daimond: Ég er sorgmæddur, vonsvikinn og reiður

"Ég er sorgmæddur, vonsvikinn og reiður yfir því sem gerðist,“ sagði Bob Diamond, sem sagði upp störfum í gær sem forstjóri Barclays, frammi fyrir breskri þingnefnd í dag sem spurði hann ítarlega út í það hvernig stóð á því að bankinn falsaði vaxtakjör sín haustið 2008 með lögbrotum sem falla undir markaðsmisnotkun. Sérstaklega sagði hann að honum liði illa yfir upplýsingum um það, að miðlarar bankans hefðu rætt um það sín á milli að skála í kampavíni ef þeim tækist "vel upp“ í því að ná niður vöxtum bankans.

Sjá næstu 50 fréttir