Fleiri fréttir

Asíubréf lækkuðu í morgun

Hlutabréf á asískum mörkuðum lækkuðu í morgun, einkum bréf iðn- og framleiðslufyrirtækja hvers kyns. Bréf alþjóðlega námufyrirtækisins Rio Tinto Group, móðurfélags Alcan í Straumsvík, lækkuðu til að mynda um 5,3 prósentustig og Keppel-fyrirtækið, sem smíðar olíuborpalla, lækkaði um rúmlega sjö prósentustig eftir að stór pöntun til þess var dregin til baka.

Bagger sagður krónískur lygari

Danska lögreglan trúir ekki framburði fjársvikamannsins Stein Baggers. Hann er sagður krónískur lygari og segir aðstoðarsaksóknari allt eins líklegt að Bagger hafi grafið hluta af þýfinu í eyðimörkinni í Nevada meðan hann var á flótta í Bandaríkjunum.

Uppsagnir vegna Icesave

Hrun Icesave og slæmt ástand á fasteignamarkaði varð til þess að fasteignalánveitandinn Newcastle Building Society þarf að segja upp 150 manns. Félagið rekur sögu sína til 1863 en óx hratt á síðasta ári eftir að Northern Rock féll en þá voru 200 nýir starfsmenn ráðnir. Ákveðinn starfsemi Icesave var á hendi félagsins en eftir bankahrunið er hún það ekki lengur. Við það töpuðust 100 störf hjá Newcastle Building Society.

FIH þarf að segja upp fjórðungi starfsmanna

Danska dótturfyrirtæki gamla Kaupþings, FIH banki í Danmörku, mun þurfa að segja upp fjórðungi af starfsfólki sínu, eða um 100 manns. Útlán bankans eru að mestu til fyrirtækja en FIH gerir ráð fyrir verulegum samdrætti á árinu og eru ráðstafirnar til að bregðast við því. Með uppsögnunum mun bankinn spara um 2 milljarða íslenskra króna á þessu ári. Í frétt Reuters um málið kemur fram að gamli Kaupþing hafi reynt síðan í október að selja bankann en efnahagsástandið hafi ekki gert það mögulegt.

Hyggjast niðurgreiða lærlingsstöður

Atvinnulausum nýútskrifuðum námsmönnum í Bretlandi verða boðnar lærlingsstöður þar sem launakostnaður verður niðurgreiddur af ríkinu. Þetta kemur fram í viðtali við John Denham vinnumálaráðherra í Daily Telegraph.

Mótmælt fyrir utan sendiráð Íslands

Um 200 innistæðueigendur Kaupþings mótmæltu fyrir utan íslenska sendiráðið í Brussel í dag. Fólk er óttaslegið um hag sinn og bíður þess að deilan leysist, segir sendiherra Íslands í Brussel. Nú þegar hafa stjórnvöld í Lúxemborg og Belgíu undirritað samkomulag um sölu Kaupþings í Lúxemborg.

Ætla að skapa 2500 ný störf

Iceland verslanirnar, sem eru að stærstum hluta í eigu Baugs, hafa keypt 51 verslun sem áður var í eigu Woolworths keðjunnar.

Snéri aftur úr vopnuðu bankaráni til að borga yfirdrátt sinn

Bankaræningi vopnaður haglabyssu og með lambúshettu til að hylja andlit sitt rændi nær 6 milljónum króna úr banka í Serbíu. Hann kom svo aftur í bankann nokkrum mínútum síðar, án byssunnar og hettunnar, og vildi gera upp yfirdrátt sinn í bankanum.

Hlutabréf japanskrar bruggverksmiðju hækka

Morguninn var mislitur í asískum kauphöllum og var ýmist um lækkun eða hækkun helstu hlutabréfavísitalna að ræða. Þannig lækkaði japanska Nikkei-vísitalan um tæpt hálft prósentustig en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong þokaðist upp um rúmt prósentustig.

Mesta verðfall á olíu í sjö ár

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur fallið um 12% frá því í gærkvöldi og er þetta mesta verðfall á olíu á svo skömmum tíma á síðustu sjö árum. Verðið fór í 50 dollara á tunnuna í gærmorgun en var komið niður fyrir 43 dollara í morgun.

FIH bankinn rekur fimmta hvern starfsmanna sinna

FIH bankinn danski, sem er í eigu íslenska ríkisins, ætlar að reka 90-110 starfsmanna sinna eða fimmta hvern starfsmann hjá bankanum. Einnig mun nokkrum deildum bankans verða lokað.

Lettland er lent í íslenskri kreppu

Lettland er lent í íslenskri kreppu eftir að Moody´s lækkaði lánshæfimatið á ríkissjóði Lettlands úr A3 niður í Baa1. Hið sama gerði Moody´s á ríkissjóði Íslands í lok síðasta árs.

Hlutabréf í Carnegie fljúga upp í verði

Hlutabréf í sænska bankanum Carnegie fljúga upp í verði þessa stundina í Svíþjóð. Bréfin eru í umboðssölu utanmarkaðar hjá HQ Direct og voru í morgun seld á genginu 2,5-2,75 kr. sænskar á hlutinn.

Lækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf lækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun og fann kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo einna mest fyrir þeirri lækkun en bréf fyrirtækisins lækkuðu um 22 prósentustig í kjölfar yfirlýsingar um að tap yrði væntanlega á rekstrinum á nýafstöðnum ársfjórðungi í fyrsta sinn í tæp þrjú ár.

FIH bankinn leggur niður hlutabréfadeild sína

FIH bankinn danski, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, hefur sagt upp Peter Secher forstjóra hlutabréfadeildar sinnar (FIH Capital Markets) og vinnur að því að leggja deildina niður.

Skondin uppákoma á kynningarfundi Debenhams

Financial Times greinir frá skondinni uppákomu á fundi sem Rob Templeman forstjóri Debenhams hélt í gær til að kynna afkomu verslunarkeðjunnar. "Svolítil íslenskur brandari," segir Finnacial Times um það sem gerðist.

Rússar skrúfa fyrir allt gas til Evrópu

Rússar hafa skrúfað fyrir alla gasflutninga til Evrópu að því er úkraníska gasfélagið Naftogaz segir. Þetta gerðist í morgun skömmu fyrir klukkan sex að okkar tíma.

Stjórnir Belgíu og Luxemborgar semja um Kaupþingssjóð

Ríkisstjórnir Belgíu og Luxemborgar muni hefja samningaviðræður um fyrirhugaðan Kaupþingssjóð í þessari viku. Eins og kunnugt er af fréttum samþykkti ríkisstjórn Belgíu og fundi sínum í gær að veita allt að 17 milljörðum kr. til sjóðsins.

Hreiðar Már og Sigurður segja sig úr stjórn FIH bankans

Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson hafa sagt sig úr stjórn FIH bankans í Danmörku. FIH var áður í eigu Kaupþings en er nú í eigu íslenska ríkisins í kjölfar þess að Kaupþing komst í þrot í haust.

Glitnir fær vernd gegn málsóknum í Bandaríkjunum

Dómarinn Stuart Bernstein hjá Gjaldþrotadómstólnum í South District í New York hefur úrskurðað að Glitnir fái vernd gegn málsóknum í Bandaríkjunum. Þar með getur Glitnir samið við lánadrottna sína í friði þar í landi á meðan þrotabú bankans verður gert upp hérlendis.

Bréf Subaru hækkuðu um 20 prósentustig

Hlutabréf hækkuðu í verði í Asíu í morgun og var hækkunin einkum knúin þeirri von að stjórn Baracks Obama muni beita sér af hörku fyrir ýmsum atvinnuskapandi framkvæmdum með tilheyrandi neyslu.

Mál Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum þingfest í dag

Mál Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum verður þingfest í dag fyrir dómstóli (High Court) í London. Lögmenn Kaupþings munu leggja fram ákæruskjal þar sem breska stjórnin er ásökuð um að hafa ekki farið að lögum þegar hún neyddi Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi í þrot þann 8. október s.l..

Kreppir að hjá auðkýfingi

Fjármálakreppan kom illa við skoska auðkýfinginn Sir Tom Hunter á nýliðnu ári. Hunter, sem gjarnan er kallaður ríkasti maður Skotlands og stefnir að því að gefa einn milljarð punda,

Belgíska stjórnin samþykkir Kaupþingssjóð

Ríkisstjórn Belgíu samþykkti í dag að stofna sérstakan tryggingarsjóð fyrir innistæðueigendur hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Munu belgísk stjórnvöld veita 75 til 100 milljónum evra eða allt að tæplega 17 milljörðum kr. til sjóðsins.

Spáir því að 200.000 Danir gætu misst vinnuna

Seðlabanki Danmerkur, Nationalbanken, spáir því að allt að 200.000 Danir gætu misst vinnuna á næstu tveimur árum. Bankinn segir að fari allt á versta veg verði kreppan í landinu í ár sú versta frá lokum seinni heimstryjaldarinnar.

Salan hjá Debenhams minnkaði um 3,3%

Salan hjá verslanakeðjunni Debenhams, sem er að hluta til í eigu Baugs, minnkaði um 3,3% á síðasta ársfjórðungi ársins 2008. Þá tilkynnti verslankeðjan Next að salan hjá þeim hefði minnkað um 7% á síðustu sex mánuðum.

Mikið verðfall á húsnæði í Bretlandi

Verð á húsnæði í Bretlandi lækkaði að meðaltali um 15,9 prósent á nýliðnu ári, samkvæmt upplýsingum breska fasteignalánaveitandans Nationwide.

Gjaldþrot Sterling með því stærsta í Danmörku

Gjaldþrot Sterling flugfélagsins í Danmörku stefnir í að verða eitt það stærsta í Danmörku á síðustu árum. Kröfur í þrotabúið nema nú 870 milljónum danskra kr. eða hátt í 20 milljörðum kr. og fer kröfunum enn fjölgandi.

Japönsk hátæknifyrirtæki rjúka upp

Um helmingur asískra hlutabréfavísitalna sýndi hækkun í morgun, þó ekki alltaf mikla. Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um tæplega hálft prósentustig en hátæknifyrirtæki eiga mestu hækkanir dagsins, til að mynda hækkuðu bréf Samsung-fyrirtækisins um tæplega 4,5 prósentustig.

Olíverð hækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og er nú komið upp í 48 dollara á tunnuna. Það er hækkun um hátt í tíu dollara á skömmum tíma. Ástæðan er meðal annars sögð óróinn í Mið-Austurlöndum og ótryggt ástand í Nígeríu, þar sem uppreisnarmenn sprengdu upp olíuleiðslu um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir