Fleiri fréttir Hagnaður Wal-Mart minni en vænst var Hagnaður bandarísku verslanakeðjunnar Wal-Mart á öðrum ársfjórðungi nam tæpum 2,1 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 148 milljarða íslenskra króna. Þetta er 720 milljónum dölum minna en á sama tíma fyrir ári og í fyrsta sinn í áratug sem hagnaður verslanakeðjunnar dregst saman á milli ára. 15.8.2006 15:56 Olíuverð lækkar í kjölfar vopnahlés Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um rúman Bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar vopnahlés Ísraels og Hizbollah-skæruliða, sem tók gildi klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. 14.8.2006 11:27 Mikill hagvöxtur á evrusvæðinu Hagvöxtur jókst um 0,9 prósent á evrusvæðinu á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (ESB). Þetta jafngildir 2,4 prósenta hagvexti á árs grundvelli og hefur hann ekki verið meiri síðastliðin fimm ár. 14.8.2006 11:13 Stærsta farsímafyrirtæki heims í Kína Sætaskipti hafa orðið á stærstu farsímafyrirtækjum í heimi. Breska farsímafyrirtækið Og Vodafone, sem fram til þessa hefur vermt fyrsta sætið, hefur nú vikið fyrir kínverska keppinautinum China Mobile. 14.8.2006 10:16 Benz hagnast en Chrysler tapar Hagnaður bandarísk-þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler nam 1,81 milljarði evra, jafnvirði tæpra 166 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma fyrir ári. 27.7.2006 14:24 Shell skilaði góðum hagnaði Olíurisinn Shell skilaði 6,3 milljarða bandaríkjadala, eða rúmlega 457 milljarða króna, hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 36 prósenta hækkun á milli ára og jafngildir því að fyrirtækið hafi hagnast um tæpar 218 milljónir króna á hverri klukkustund á tímabilinu. 27.7.2006 09:41 Enn eykst tapið hjá GM Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tapaði 3,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 232 milljarða íslenskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 2,2 milljörðum dölum meira tap en á sama tíma fyrir ári. 26.7.2006 13:21 Tekjur Eurostar jukust um 6 prósent Áhugi fólks á sögusviði kvikmyndarinnar Da Vinci lykillinn í París í Frakklandi og HM í knattspyrnu í Þýskalandi urðu til þess að tekjur Eurostar, lestarinnar sem gengur frá Lundúnum í Bretlandi undir Ermarsund og til Parísar í Frakklandi, námu tæpum 260 milljónum punda, eða 34,7 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 6 prósenta aukning á milli ára. 26.7.2006 12:40 Hagnaður Colgate minnkar milli ára Bandaríski snyrtivöru- og tannkremsframleiðandinn Colgate-Palmolive hagnaðist um 283,6 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 21 milljarðs króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er tæplega 60 milljóna dala minni hagnaður en á sama tíma fyrir ári. 26.7.2006 10:55 Studdu gjaldþrot Yukos Meirihluti lánadrottna rússneska olíufyrirtækisins Yukos voru fylgjandi því á fundi þeirra í dag að lýsa fyrirtækið gjaldþrota. Líkur eru á að eignir fyrirtækisins verði seldar upp í gríðarmiklar skuldir Yukos við rússneska ríkið og ríkisolíufyrirtækið Rosneft. 25.7.2006 14:51 Aukinn hagnaður hjá BP Breska olíufélagið BP hagnaðist um 6,1 milljarð punda, jafnvirði rúmra 829 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Þetta er 500 milljón pundum, eða tæpum 68 milljörðum krónum, meira en á sama tímabili á síðasta ári og jafngildir því að fyrirtækið hafi hagnast um 1,4 milljónir punda, 190 milljónir króna, á hverri klukkustund á fyrstu sex mánuðum ársins. 25.7.2006 13:13 Indverjar hækka stýrivexti Indverski seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta. Þetta er þriðja vaxtahækkun bankans á síðastliðnum fjórum mánuðum og standa vextirnir í 6 prósentum. 25.7.2006 11:08 Lánadrottnar ræða örlög Rosneft Lánadrottnar Yukos funda í dag til að skera úr um örlög olíurisans fyrrverandi. Á fundinum verður ákveðið hvort hagrætt verði í starfsemi Yukos, sem eitt sinn var eitt stærsta olíufyrirtæki heims í einkaeigu, eða það verði úrskurðað gjaldþrota. 25.7.2006 10:08 Stjórnendur vinna lengur en aðrir Eigendur og framkvæmdastjórar lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Bretlandi vinna oft frameftir á virkum dögum til að eiga frí um helgar. Í fyrra unnu þeir að meðaltali í um 61,1 klukkustund í hverri viku en það er 23,7 klukkustundum meira en meðal Breti vann á sama tíma. 24.7.2006 18:24 Eldsneytisverð í hámarki Eldsneytisverð á bensínstöðvum í Bandaríkjunum er komið í rúma 3 bandaríkjadali á gallonið og hefur aldrei verið hærra. Þetta jafngildir því að lítrinn af bensíni í Bandaríkjunum kosti um 56 krónur. 24.7.2006 16:21 AMD kaupir ATI Bandaríski örgjörvaframleiðandinn AMD, sem er annar umsvifamesti framleiðandinn á þessu sviði í heiminum, ætlar að kaupa skjákortafyrirtækið ATI Technologies. Kaupverðið nemur 5,4 milljörðum bandaríkjadala, eða 399 milljörðum íslenskra króna. Að sögn forsvarsmanna AMD er markmiðið að auka markaðshlutdeild fyrirtækisins á íhlutamarkaði fyrir tölvur og saxa á forskot keppinautarins Intel. 24.7.2006 10:10 Hagnaður Nintendo jókst á milli ára Hagnaður japanska leikjatölvuframleiðandans Nintendu jókst um 10,2 prósent á öðrum ársfjórðungi vegna aukinnar sölu á Nintendo DS Lite leikjatölvunni. Karlmenn í yngri kantinum hafa fram til þessa hafa verið helstu viðskiptavinir Nintendo. Leikir fyrir Nintendo DS Lite eru sagðir reyna fremur á vitsmuni en hraða og höfða þeir fremur til kvenna. Kaup kvenna eru sögð helsta ástæða hagnaðarins. 24.7.2006 09:42 Olíuverð lækkaði vegna viðbragða Rice Olíuverð lækkaði á markaði í Bretlandi í dag. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fer til ófriðarsvæðanna fyrir botni Miðjarðarhafs í dag en hún hefur krafist þess að Ísraelsmenn og liðsmenn Hizbollah-samtakanna lýsi yfir vopnahléi hið snarasta. 24.7.2006 09:24 Enn hækkar olíuverðið 21.7.2006 15:41 Hagnaður Caterpillar umfram væntingar 21.7.2006 12:44 Sala eykst hjá Airbus 21.7.2006 12:13 Hagnaður Google tvöfaldast 21.7.2006 10:12 Ford tapaði 9 milljörðum króna Bandaríski bílaframleiðandinn Ford tapaði 123 milljónum Bandaríkjadala, rúmum 9 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Helsta ástæða tapsins er samdráttur í sölu á sportjeppum vegna verðhækkana á eldsneyti. 20.7.2006 13:31 Olíuverðið hærra í dag en í gær 20.7.2006 11:44 Forstjóri Yukos sagði upp Steven Theede, forstjóri fallna rússneska olíurisans Yukos, sagði af sér í gær en í dag fundar stjórn fyrirtækisins með lánadrottnum fyrirtækisins. Búist er við að með fundinum færist fyrirtækið nær barmi gjaldþrots en nokkru sinni. 20.7.2006 10:52 Japanir verða að fara varlega Tíu ára kyrrstöðu efnahagslífsins í Japan er senn að ljúka en stjórnvöld verða að fara varlega í stýrivaxtahækkunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um stöðu efnahagsmála í Japan og mælt með því að stjórnvöld bíði eftir frekari hækkun verðlags í landinu áður en þau hækka stýrivexti á nýjan leik. 20.7.2006 09:29 Gengi bréfa í Rosneft undir væntingum Gengi hlutabréfa í rússneska ríkisolíufyrirtæki Rosneft lækkuðu um 1 sent á hlut þegar viðskipti með 10 prósenta hlut í félaginu hófst í kauphöll Lundúna í Bretlandi í dag. 19.7.2006 15:22 EADS landar stórum samningi EADS, móðurfélag flugvélaframleiðandans Airbus, hefur náð samningum um þróun og framleiðslu á ratsjá fyrir þýska herinn. Ekkert hefur verið gefið upp um virði samningsins að öðru leyti en því að hann er sagður nema nálægt einum milljarði evra, jafnvirði tæpra hundrað milljarða íslenskra króna. En vel má vera að hann geti verið hærri. 19.7.2006 14:11 Olíuverðið lækkar 19.7.2006 13:01 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi 19.7.2006 11:48 Gengi Yahoo féll vegna minni hagnaðar Gengi hlutabréfa í bandaríska netleitarfyrirtækinu Yahoo lækkaði um 13 prósent við lokun markaða í gær í kjölfar þess að fyrirtækið greindi frá minni hagnaði á öðrum ársfjórðungi en spár kváðu á um. Ástæðan fyrir því eru tafir á uppfærslu á leitarvél fyrirtækisins sem gera átti á þriðja fjórðungi ársins. Þær dragast fram á þrjá síðustu mánuði ársins. 19.7.2006 09:58 400 milljarða búbót símnotenda Himinháir farsímareikningar Íslendinga á ferðalögum í Evrópu heyra sögunni til ef reglugerð sem Evrópusambandið (ESB) hefur í burðarliðnum verður að veruleika. Áætlað er að reglugerðin taki gildi strax næsta sumar. 19.7.2006 07:00 Coca Cola skilaði methagnaði 18.7.2006 15:54 Olíuverð nálægt 78 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á olíu lá við 78 dali á tunnu í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu mörkuðum og stendur verðið nálægt sögulegu hámarki. Ástæðan fyrir svo háu verði skrifast fyrst og fremst á loftárásir Íslaelsmanna á Líbanon en árásir skæruliðahópa á olíuvinnslustöðvar erlendra fyrirtækja í Nígeríu og vaxandi spenna vegna kjarnorkuáætlunar Írana á einnig hlut að máli. 17.7.2006 10:03 Verðmæti útfluttra sjávarafurða dróst saman Verðmæti sjávarafurða til útflutnings á síðasta ári nam 112 milljörðum króna en það er 5,7 prósentum minna en árið á undan. Verðið hélst lítið breytt á heildina litið í íslenskum krónum og dróst framleiðslan, mæld á föstu verði ársins 2004, því saman um 5,6 prósent. 17.7.2006 09:42 Fasteignaverð lækkar í Danmörku Fasteignaverð í Danmörku lækkaði um 2,6 prósent í Danmörku á öðrum ársfjórðungi, að sögn dönsku fréttastofunnar Ritzau. Hækkun fasteignaverð í landinu hefur var óvenju mikil á fyrstu þremur mánuðum ársins eða 5,6 prósent að meðaltali. Mest var lækkunin í Kaupmannahöfn eða 9,7 prósent. 14.7.2006 16:44 Nýir í Englandsbanka 14.7.2006 12:56 Virðisaukaskattsvik aukast í Bretlandi 14.7.2006 10:56 Olíuverð í nýjum hæðum 14.7.2006 10:12 Stýrivextir hækkuðu í Japan 14.7.2006 09:58 Eurotunnel sekkur í skuldafenið Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna sem liggja undir Ermarsundi frá Bretlandi til Frakklands, hefur farið fram á greiðslustöðvun. Félagið hefur átt við gríðarlegan fjárhagsvanda að stríða allt frá því gangagerðinni lauk árið 1994 og hefur farið þess á leit við lánardrottna að þeir skipti 8,7 milljarða evru skuld Eurotunnel í tvo hluta. 14.7.2006 07:15 Olíuverð í hámarki Olíuverð fór í tæpa 76 Bandaríkjadali á helstu mörkuðum í gær og hefur verðið aldrei verið hærra. Ástæðan fyrir hækkuninni er minni umframbirgðir af olíu í Bandaríkjunum, vaxandi spenna í Mið-Austurlöndum og sprengingar við tvær olíuleiðslur í Nígeríu í gær. 14.7.2006 06:30 Olíuverð í hæstu hæðir Verð á olíu fór í fyrsta sinn í dag yfir 76 dali á tunnu í kjölfar loftárása Ísraelsmanna í Líbanon. Olíuverðið hefur aldrei verið hærra en nú. 13.7.2006 16:10 Hagnaður umfram væntingar 13.7.2006 15:19 Hærri stýrivextir á evrusvæðinu 13.7.2006 10:03 Sjá næstu 50 fréttir
Hagnaður Wal-Mart minni en vænst var Hagnaður bandarísku verslanakeðjunnar Wal-Mart á öðrum ársfjórðungi nam tæpum 2,1 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 148 milljarða íslenskra króna. Þetta er 720 milljónum dölum minna en á sama tíma fyrir ári og í fyrsta sinn í áratug sem hagnaður verslanakeðjunnar dregst saman á milli ára. 15.8.2006 15:56
Olíuverð lækkar í kjölfar vopnahlés Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um rúman Bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar vopnahlés Ísraels og Hizbollah-skæruliða, sem tók gildi klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. 14.8.2006 11:27
Mikill hagvöxtur á evrusvæðinu Hagvöxtur jókst um 0,9 prósent á evrusvæðinu á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (ESB). Þetta jafngildir 2,4 prósenta hagvexti á árs grundvelli og hefur hann ekki verið meiri síðastliðin fimm ár. 14.8.2006 11:13
Stærsta farsímafyrirtæki heims í Kína Sætaskipti hafa orðið á stærstu farsímafyrirtækjum í heimi. Breska farsímafyrirtækið Og Vodafone, sem fram til þessa hefur vermt fyrsta sætið, hefur nú vikið fyrir kínverska keppinautinum China Mobile. 14.8.2006 10:16
Benz hagnast en Chrysler tapar Hagnaður bandarísk-þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler nam 1,81 milljarði evra, jafnvirði tæpra 166 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma fyrir ári. 27.7.2006 14:24
Shell skilaði góðum hagnaði Olíurisinn Shell skilaði 6,3 milljarða bandaríkjadala, eða rúmlega 457 milljarða króna, hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 36 prósenta hækkun á milli ára og jafngildir því að fyrirtækið hafi hagnast um tæpar 218 milljónir króna á hverri klukkustund á tímabilinu. 27.7.2006 09:41
Enn eykst tapið hjá GM Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tapaði 3,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 232 milljarða íslenskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 2,2 milljörðum dölum meira tap en á sama tíma fyrir ári. 26.7.2006 13:21
Tekjur Eurostar jukust um 6 prósent Áhugi fólks á sögusviði kvikmyndarinnar Da Vinci lykillinn í París í Frakklandi og HM í knattspyrnu í Þýskalandi urðu til þess að tekjur Eurostar, lestarinnar sem gengur frá Lundúnum í Bretlandi undir Ermarsund og til Parísar í Frakklandi, námu tæpum 260 milljónum punda, eða 34,7 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 6 prósenta aukning á milli ára. 26.7.2006 12:40
Hagnaður Colgate minnkar milli ára Bandaríski snyrtivöru- og tannkremsframleiðandinn Colgate-Palmolive hagnaðist um 283,6 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 21 milljarðs króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er tæplega 60 milljóna dala minni hagnaður en á sama tíma fyrir ári. 26.7.2006 10:55
Studdu gjaldþrot Yukos Meirihluti lánadrottna rússneska olíufyrirtækisins Yukos voru fylgjandi því á fundi þeirra í dag að lýsa fyrirtækið gjaldþrota. Líkur eru á að eignir fyrirtækisins verði seldar upp í gríðarmiklar skuldir Yukos við rússneska ríkið og ríkisolíufyrirtækið Rosneft. 25.7.2006 14:51
Aukinn hagnaður hjá BP Breska olíufélagið BP hagnaðist um 6,1 milljarð punda, jafnvirði rúmra 829 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Þetta er 500 milljón pundum, eða tæpum 68 milljörðum krónum, meira en á sama tímabili á síðasta ári og jafngildir því að fyrirtækið hafi hagnast um 1,4 milljónir punda, 190 milljónir króna, á hverri klukkustund á fyrstu sex mánuðum ársins. 25.7.2006 13:13
Indverjar hækka stýrivexti Indverski seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta. Þetta er þriðja vaxtahækkun bankans á síðastliðnum fjórum mánuðum og standa vextirnir í 6 prósentum. 25.7.2006 11:08
Lánadrottnar ræða örlög Rosneft Lánadrottnar Yukos funda í dag til að skera úr um örlög olíurisans fyrrverandi. Á fundinum verður ákveðið hvort hagrætt verði í starfsemi Yukos, sem eitt sinn var eitt stærsta olíufyrirtæki heims í einkaeigu, eða það verði úrskurðað gjaldþrota. 25.7.2006 10:08
Stjórnendur vinna lengur en aðrir Eigendur og framkvæmdastjórar lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Bretlandi vinna oft frameftir á virkum dögum til að eiga frí um helgar. Í fyrra unnu þeir að meðaltali í um 61,1 klukkustund í hverri viku en það er 23,7 klukkustundum meira en meðal Breti vann á sama tíma. 24.7.2006 18:24
Eldsneytisverð í hámarki Eldsneytisverð á bensínstöðvum í Bandaríkjunum er komið í rúma 3 bandaríkjadali á gallonið og hefur aldrei verið hærra. Þetta jafngildir því að lítrinn af bensíni í Bandaríkjunum kosti um 56 krónur. 24.7.2006 16:21
AMD kaupir ATI Bandaríski örgjörvaframleiðandinn AMD, sem er annar umsvifamesti framleiðandinn á þessu sviði í heiminum, ætlar að kaupa skjákortafyrirtækið ATI Technologies. Kaupverðið nemur 5,4 milljörðum bandaríkjadala, eða 399 milljörðum íslenskra króna. Að sögn forsvarsmanna AMD er markmiðið að auka markaðshlutdeild fyrirtækisins á íhlutamarkaði fyrir tölvur og saxa á forskot keppinautarins Intel. 24.7.2006 10:10
Hagnaður Nintendo jókst á milli ára Hagnaður japanska leikjatölvuframleiðandans Nintendu jókst um 10,2 prósent á öðrum ársfjórðungi vegna aukinnar sölu á Nintendo DS Lite leikjatölvunni. Karlmenn í yngri kantinum hafa fram til þessa hafa verið helstu viðskiptavinir Nintendo. Leikir fyrir Nintendo DS Lite eru sagðir reyna fremur á vitsmuni en hraða og höfða þeir fremur til kvenna. Kaup kvenna eru sögð helsta ástæða hagnaðarins. 24.7.2006 09:42
Olíuverð lækkaði vegna viðbragða Rice Olíuverð lækkaði á markaði í Bretlandi í dag. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fer til ófriðarsvæðanna fyrir botni Miðjarðarhafs í dag en hún hefur krafist þess að Ísraelsmenn og liðsmenn Hizbollah-samtakanna lýsi yfir vopnahléi hið snarasta. 24.7.2006 09:24
Ford tapaði 9 milljörðum króna Bandaríski bílaframleiðandinn Ford tapaði 123 milljónum Bandaríkjadala, rúmum 9 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Helsta ástæða tapsins er samdráttur í sölu á sportjeppum vegna verðhækkana á eldsneyti. 20.7.2006 13:31
Forstjóri Yukos sagði upp Steven Theede, forstjóri fallna rússneska olíurisans Yukos, sagði af sér í gær en í dag fundar stjórn fyrirtækisins með lánadrottnum fyrirtækisins. Búist er við að með fundinum færist fyrirtækið nær barmi gjaldþrots en nokkru sinni. 20.7.2006 10:52
Japanir verða að fara varlega Tíu ára kyrrstöðu efnahagslífsins í Japan er senn að ljúka en stjórnvöld verða að fara varlega í stýrivaxtahækkunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um stöðu efnahagsmála í Japan og mælt með því að stjórnvöld bíði eftir frekari hækkun verðlags í landinu áður en þau hækka stýrivexti á nýjan leik. 20.7.2006 09:29
Gengi bréfa í Rosneft undir væntingum Gengi hlutabréfa í rússneska ríkisolíufyrirtæki Rosneft lækkuðu um 1 sent á hlut þegar viðskipti með 10 prósenta hlut í félaginu hófst í kauphöll Lundúna í Bretlandi í dag. 19.7.2006 15:22
EADS landar stórum samningi EADS, móðurfélag flugvélaframleiðandans Airbus, hefur náð samningum um þróun og framleiðslu á ratsjá fyrir þýska herinn. Ekkert hefur verið gefið upp um virði samningsins að öðru leyti en því að hann er sagður nema nálægt einum milljarði evra, jafnvirði tæpra hundrað milljarða íslenskra króna. En vel má vera að hann geti verið hærri. 19.7.2006 14:11
Gengi Yahoo féll vegna minni hagnaðar Gengi hlutabréfa í bandaríska netleitarfyrirtækinu Yahoo lækkaði um 13 prósent við lokun markaða í gær í kjölfar þess að fyrirtækið greindi frá minni hagnaði á öðrum ársfjórðungi en spár kváðu á um. Ástæðan fyrir því eru tafir á uppfærslu á leitarvél fyrirtækisins sem gera átti á þriðja fjórðungi ársins. Þær dragast fram á þrjá síðustu mánuði ársins. 19.7.2006 09:58
400 milljarða búbót símnotenda Himinháir farsímareikningar Íslendinga á ferðalögum í Evrópu heyra sögunni til ef reglugerð sem Evrópusambandið (ESB) hefur í burðarliðnum verður að veruleika. Áætlað er að reglugerðin taki gildi strax næsta sumar. 19.7.2006 07:00
Olíuverð nálægt 78 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á olíu lá við 78 dali á tunnu í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu mörkuðum og stendur verðið nálægt sögulegu hámarki. Ástæðan fyrir svo háu verði skrifast fyrst og fremst á loftárásir Íslaelsmanna á Líbanon en árásir skæruliðahópa á olíuvinnslustöðvar erlendra fyrirtækja í Nígeríu og vaxandi spenna vegna kjarnorkuáætlunar Írana á einnig hlut að máli. 17.7.2006 10:03
Verðmæti útfluttra sjávarafurða dróst saman Verðmæti sjávarafurða til útflutnings á síðasta ári nam 112 milljörðum króna en það er 5,7 prósentum minna en árið á undan. Verðið hélst lítið breytt á heildina litið í íslenskum krónum og dróst framleiðslan, mæld á föstu verði ársins 2004, því saman um 5,6 prósent. 17.7.2006 09:42
Fasteignaverð lækkar í Danmörku Fasteignaverð í Danmörku lækkaði um 2,6 prósent í Danmörku á öðrum ársfjórðungi, að sögn dönsku fréttastofunnar Ritzau. Hækkun fasteignaverð í landinu hefur var óvenju mikil á fyrstu þremur mánuðum ársins eða 5,6 prósent að meðaltali. Mest var lækkunin í Kaupmannahöfn eða 9,7 prósent. 14.7.2006 16:44
Eurotunnel sekkur í skuldafenið Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna sem liggja undir Ermarsundi frá Bretlandi til Frakklands, hefur farið fram á greiðslustöðvun. Félagið hefur átt við gríðarlegan fjárhagsvanda að stríða allt frá því gangagerðinni lauk árið 1994 og hefur farið þess á leit við lánardrottna að þeir skipti 8,7 milljarða evru skuld Eurotunnel í tvo hluta. 14.7.2006 07:15
Olíuverð í hámarki Olíuverð fór í tæpa 76 Bandaríkjadali á helstu mörkuðum í gær og hefur verðið aldrei verið hærra. Ástæðan fyrir hækkuninni er minni umframbirgðir af olíu í Bandaríkjunum, vaxandi spenna í Mið-Austurlöndum og sprengingar við tvær olíuleiðslur í Nígeríu í gær. 14.7.2006 06:30
Olíuverð í hæstu hæðir Verð á olíu fór í fyrsta sinn í dag yfir 76 dali á tunnu í kjölfar loftárása Ísraelsmanna í Líbanon. Olíuverðið hefur aldrei verið hærra en nú. 13.7.2006 16:10