Fleiri fréttir Minni fjárlagahalli í Bandaríkjunum Stjórnvöld í Bandaríkjunum spá því að fjárlagahalli landsins lækki um 22 milljarða Bandaríkjadali eða sem nemur 1.600 milljörðum íslenskra króna á yfirstandandi fjárlagaári sem lýkur í september. Fjárlagahallinn vestra nam 318 milljörðum dala, jafnvirði tæpra 30.000 milljarða íslenskra króna, á síðasta fjárlagaári. 12.7.2006 06:15 AP3 íhugar sölu í Yahoo Sænski ríkislífeyrissjóðurinn AP3 hefur til skoðunar að selja öll hlutabréf sín í Yahoo, alls þrjú hundruð þúsund hluti, vegna grunsemda um að Yahoo hafi framið mannréttindabrot. Bandaríska félagið er sakað um að hafa komið gögnum til kínverskra stjórnvalda er áttu þátt í því að andófsmaðurinn, Shi Tao, var dæmdur til tíu ára tukthúsvistar. 12.7.2006 05:45 Enginn pantaði risaþotu á árinu 11.7.2006 13:56 Tveir starfsmenn flugfélagsins Excel Airways láta af störfum Rekstarstjóri og fjármálastjóri flugfélagsins Excel Airways, sem er dótturfélag Avion Group, létu af störfum í gær. Jafnframt hafa tveir Íslendingar verið ráðnir til stjórnunarstarfa hjá félaginu. 11.7.2006 07:10 Vöruskiptajöfnuður hagstæður í Kína 10.7.2006 16:26 Mikill áhugi á bréfum Standard Life 10.7.2006 13:07 Fjárfestir í föðurlandinu 7.7.2006 10:07 Engar stýrivaxtabreytingar í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað að loknum mánaðarlegum fundi sínum í dag að fylgja fordæmi evrópska seðlabankans og hækka ekki stýrivexti í dag. Þeir eru 4,5 prósent og hafa staðið óbreyttir í 11 mánuði. 6.7.2006 12:43 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Stjórn seðlabanka Evrópu ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 2,75 prósentum. Búist er við að Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, muni boða hækkanir stýrivaxta í næsta mánuði. 6.7.2006 12:09 GM gegn samvinnu 6.7.2006 11:06 Olíuverð fór í sögulegt hámark Heimsmarkaðsverð á olíu náði sögulegu hámarki í gær í kjölfar tilraunaeldflaugaskots Norður-Kóreumanna á þriðjudag og vaxandi spennu vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Tilraunir Norður-Kóreumanna urðu þess valdandi að fjárfestar héldu að sér höndum og lækkaði gengi hlutabréfa á helstu mörkuðum í Asíu og Evrópu. 6.7.2006 09:51 Fyrrum forstjóri Enron látinn Kenneth Lay, stofnandi og fyrrum forstjóri bandaríska orkurisans Enron, lést í morgun af völdum hjartaáfalls. Hann var 64 ára. Kviðdómur í Texas fann Lay og Jeffrey Skilling, fyrrum samstarfsfélaga hans, seka um stórfelld fjár- og bókhaldsbrot í lok maí og áttu þeir yfir höfði sér áratuga fangelsisvist. 5.7.2006 14:22 Tilraunaskot skekur markaðinn Tilraunaskot Norður-Kóreumanna í gærkvöldi skók hlutabréfamarkaði í Suður-Kóreu, Japan og í Evrópu. Fjárfestar seldu hlutabréf sín og tryggðu fjármuni sína með kaupum á gulli með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa á mörkuðunum lækkaði nokkuð. Tilraunaskotið er sagt geta haft áhrif á ákvörðun seðlabanka landanna um hækkun stýrivaxta. 5.7.2006 10:21 Fagnar samstarfi Renault, Nissan og GM Franski bílaframleiðandinn Renault og japanski keppinautur þess, Nissan, ætla að hefja formlegar viðræður við bandaríska bílarisann General Motors (GM) um samstarf. Francois Loos, iðnaðarráðherra Frakklands, fagnaði samstarfinu í dag en setti fyrirvara við það vegna þeirra gríðarmiklu fjárhagsörðugleika sem GM stendur frammi fyrir. 4.7.2006 15:27 Búast við mikilli eftirspurn eftir olíu Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 73 Bandaríkjadali á tunnu í framvirkum samningum á markaði í Lundúnum í Bretlandi. Þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna er í dag, 4. júlí, og hafa aldrei jafn margir verið á faraldsfæti frá því fyrir helgi og nú. Í kvöld og á morgun fara menn til síns heima og eykst eftirspurn eftir eldsneyti mikið vegna þessa. 4.7.2006 10:50 Rætt um stýrivexti í Japan Japanskir ráðamenn ræddu um næstu skref japanska Seðlabankans á þinginu í dag. Kaoru Yosano, banka- og efnahagsmálaráðherra landsins, sagði markaðsaðstæður vera komnar á þann veg að Seðlabankinn geti hækkað stýrivexti um 25 punkta í næstu viku. Vextir hafa staðið óbreyttir í núlli síðastliðin fimm ár. 4.7.2006 09:31 Minni framleiðni í Bandaríkjunum Framleiðni í Bandaríkjunum jókst minna í síðasta mánuði en búist var við. Ástæðan er hátt eldsneytis- raforku- og hrávöruverð. Fjármálafræðingar segja að þrátt fyrir þetta séu væntingar góðar því ofhitnunar gætir ekki í bandarísku efnahagslífi. 3.7.2006 19:45 Virði hlutar BAE í Airbus rýr Fjárfestingarbankinn Rothschild metur 20 prósenta hlut breska hergagnaframleiðandans BAE Systems í flugvélaframleiðandanum Airbus á 2,75 milljarða evrur, jafnvirði 268,.5 milljarða íslenskra króna. BAE Systems hafði vonast til að mat hlutarins yrði tvöfalt hærra. 3.7.2006 10:11 Þrýst á hærri vexti Mervyn King, seðlabankastjóri Englands, sagði á fundi með breskum þingmönnum í Bretlandi á fimmtudag að hættan sem stafar af verðbólguhækkunum á heimsvísu hafi skapað óvissu í efnahagslífi margra landa. 1.7.2006 06:00 Hluthafar styðja yfirtökutilboð Mittal Steel Rúmur helmingur hluthafa í evrópska stálframleiðandanum Arcelor var mótfallinn samruna við rússneska stálfyrirtækið Severstal á hluthafafundi fyrirtækisins í dag. Meirihluti hluthafa er hins vegar fylgjandi yfirtökutilboði Mittal Steel í fyrirtækið. 30.6.2006 13:06 Bauð hæst í mat með Buffett Kvöldverðarboð með bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett fór á 620.100 Bandaríkjadali, jafnvirði 47,6 milljónir íslenskra króna, á uppboðsvefnum e-bay í gær. Þetta er hæsta boð sem einstaklingur hefur greitt fyrir að snæða með „vitringnum frá Omaha“, sem á dögunum ákvað að láta 85 prósent af auðæfum sínum renna til góðgerðarmála. 30.6.2006 12:18 Stýrivextir hækka í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa á Wall Street í Bandaríkjunum hækkaði talsvert í kjölfar þess að Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti í gær um 25 punkta í 5,25 prósentur. Þetta er 17. stýrivaxtahækkunin í Bandaríkjunum en Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, gaf til kynna að hækkanaferlið væri brátt á enda. 30.6.2006 10:10 EADS kærir dagblaðið Le Monde EADS, móðurfélag evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus, hefur lagt fram kvörtun vegna leka á upplýsingum til franska dagblaðsins Le Monde þess efnis að stjórn EADS hafi verið kunnugt um tafir á framleiðslu Airbus A380 risaþota mánuði áður en tafirnar voru formlega tilkynntar. 29.6.2006 14:03 Verðbólgan skapar óvissu Mervyn King, seðlabankastjóri Englands, sagði á fundi með breskum þingmönnum í Bretlandi í dag að hættan sem stafi af verðbólguhækkunum á heimsvísu hafi skapað óvissu í efnahagslífi margra þjóða. 29.6.2006 11:53 Mecom kaupir Orkla Media Breska fjárfestingarfélagið Mecom Group hefur keypt útgáfufélagið Orkla Media, sem gefur út fjölda dagblaða og tímarita, m.a á Norðurlöndum og í Póllandi. Á meðal dagblaðanna er danska dagblaðið Berlingske Tidende, sem greinir frá kaupunum í dag. 28.6.2006 15:24 HM eykur væntingar Þjóðverja Svo virðist sem heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu (HM), sem nú fer fram í Þýskalandi, hafi aukið væntingar þýskra neytenda umtalsvert. Þetta eru niðurstöður alþjóðlega markaðsrannsóknafyrirtækisins Gfk. Væntingavísitalan, sem gildir fyrir júlí, hækkaði um 7,8 punkta og hefur hækkun milli mánaða ekki verið meiri í fimm ár. 28.6.2006 11:33 Arcelor styður tilboð Mittal Steel Stjórnvöld í Lúxemborg, sem eiga 5,6 prósent í evrópska stálrisanum Arcelor, og eignarhaldsfélagið Carla Tassara International, sem á 7,8 prósenta hlut í stálfyrirtækinu, eru fylgjandi endurskoðuðu yfirtökutilboði Mittal Steel í fyrirtækið. Mittal Steel gerði yfirtökutilboð í Arcelor í janúarlok á þessu ári en andstaða hluthafa í Arcelor varð til þess að gengið var til samninga við rússneska stálrisann Severstal um sameiningu. 28.6.2006 10:33 Moskva er dýrust borga Moskva er dýrasta borg heims samkvæmt nýrri könnun ráðgjafafyrirtækisins Mercer Human Resource. Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, varð í öðru sæti, Tókýó í því þriðja og Hong Kong í fjórða. Lundúnir eru fimmta dýrasta borg heims. 28.6.2006 06:00 Buffett setur auð sinn í styrktarsjóð Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett ætlar að gefa 37 milljarða dollara, jafnvirði 2.800 milljarða íslenskra króna, til velgjörðasjóðs Bill Gates, stofnanda hugbúnaðarrisans Microsoft. Þetta er meirihluti auðæfa Buffetts en eigur hans eru metnar á 44 milljarða dali eða rúma 3.300 milljarða króna. 26.6.2006 10:33 Airbus hækkar verðið Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hækka verð á A380 risafarþegaþotunum. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins hækkaði verð á öllum gerðum flugvéla fyrirtækisins fyrir hálfum mánuði líkt og gerist á hverju ári. Franska ríkið á stóran hlut í EADS, móðurfélagi Airbus. Hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að hún skipti um yfirstjórn fyrirtækisins vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu risaþotanna. 23.6.2006 10:51 Handtekinn fyrir innherjasvik Lögregluyfirvöld í Japan handtóku í dag Yoshiaki Murakami, einn helsta fjármálamann landsins, og ákært vegna vafasamra verðbréfaviðskipta. Murakami hefur viðurkennt að hafa keypt bréf í japanska fyrirtækinu Nippon Broadcasting System á síðasta ári. 23.6.2006 10:06 Meðlimur peningamálanefndar Englandsbanka látinn David Walton, sá eini meðlimur peningamálanefndar Englandsbanka sem í tvígang hefur verið fylgjandi hækkun stýrivaxta í Bretlandi, lést í gærkvöldi eftir skammvinn veikindi. Greint var frá því í gær að bankinn hefði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í júní en þeir standa í 4,5 prósentum. 22.6.2006 11:24 Allianz segir upp 7.500 manns Þýski fjármálarisinn Allianz hefur ákveðið að setja upp 7.500 manns um allan heim með það fyrir augum að lækka útjöld og auka þjónustuna. Tæpum 2.500 starfsmönnum verður sagt upp í þýska bankanum Dresdner Bank en um 5.000 manns verður sagt upp í tryggingararmi fyrirtækisins, Allianz. 22.6.2006 10:34 Hagnaður Hennes & Mauritz jókst um 12 prósent Hagnaður sænsku tískuvörukeðjunnar Hennes & Mauritz jókst um 12 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið ætlar í útrás til Kína á næsta ári og mun setja á laggirnar verslanir með föt fyrir bæði kynin. Verlsanirnar munu ekki verða reknar í nafni sænska fyrirtækisins. 21.6.2006 13:11 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn seðlabanka Bretlands ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum í landinu óbreyttum. Stýrivextir í Bretlandi eru 4,5 prósent og hafa haldist óbreyttir í 10 mánuði í röð. 21.6.2006 10:59 Abramovitsj kaupir í Rússlandi Millhouse Capital, fjárfestingafélag rússneska milljarðamæringsins Romans Abramovitsj, eiganda breska knattspyrnufélagsins Chelsea, hefur samþykkt að kaupa allt að 41 prósents hlut í rússneska námu- og stálfyrirtækin Evraz Group. Hluturinn metinn á 3,2 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði rúmlega 240 milljarða íslenskra króna. 19.6.2006 19:34 Allt í háaloft hjá Airbus Stjórn EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, ætlar að hittast til fundar og fjalla um stöðu mála. Tvisvar hefur verið tilkynnt um tafir á framleiðslu Airbus A380 risaþota frá fyrirtækinu nú síðast í liðinni viku. Margir væntanlegir kaupendur hafa vegna þessa snúið sér annað og gengi hlutabréfa í EADS hefur fallið um heil 26 prósent vegna þessa. 19.6.2006 12:31 Ný kauphöll í Bretlandi? Samruni kauphallarinnar í New York (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext gæti leitt til þess að nýr hlutabréfamarkaður verði stofnaður í Lundúnum í Bretlandi til höfuðs kauphöllinni sem fyrir er í borginni. Þetta segir John Thain, forstjóri NYSE í samtali við breska blaðið Financial Times. 19.6.2006 11:23 Slóvenar taka upp evru á næsta ári Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur samþykkt að leyfa Slóveníu að ganga í myntbandalag sambandsins og taka upp evru sem gjaldmiðil í janúar á næsta ári. Slóvenía verður 13. landið á evrusvæðinu. 16.6.2006 14:26 Mikil hækkun á hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hækkaði um allt að 2,8 prósent á mörkuðum í Bandaríkjunum og í Evrópu í gær í kjölfar þess að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, kvaddi niður fréttir þess efnis að verðbólgudraugurinn væri á leiðinni vestra. 16.6.2006 09:27 Vill evrópska risakauphöll Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, segist frekar vilja að evrópska kauphallarsamstæðan Euronext sameinist Þýsku kauphöllinni, Deutsche Boerse, en Kauphöllinni í New York (NYSE). Forsvarsmenn Euronext hafa nú þegar tilkynnt að sameining við NYSE sé í burðarliðnum. 16.6.2006 08:30 Verðbólgan eykst vestra Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,4 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þetta jafngildir 4,2 prósenta verðbólgu á ársgrundvelli. 16.6.2006 08:15 Núll prósent vextir Japanski seðlabankinn hefur tilkynnt að stýrivextir verði enn um sinn núll prósent. 16.6.2006 06:45 Lítil verðbólga í EMU Verðbólgan mældist 2,5 prósent á evrusvæðinu í maí, samkvæmt útreikningum Evrópusambandsins (ESB). Þetta er 0,1 prósenti meiri verðbólga en mældist á svæðinu í apríl. 16.6.2006 06:30 Methækkun hlutabréfa á Indlandi Gengi hlutabréfa hækkaði um 6,9 prósent á mörkuðum á Indlandi í dag og er það methækkun hlutabréfa á einum degi. Gengi bréfanna hafði lækkað mikið síðastliðna þrjá daga og því var hækkuninni tekið fagnandi, að sögn sérfræðinga. 15.6.2006 11:23 Sjá næstu 50 fréttir
Minni fjárlagahalli í Bandaríkjunum Stjórnvöld í Bandaríkjunum spá því að fjárlagahalli landsins lækki um 22 milljarða Bandaríkjadali eða sem nemur 1.600 milljörðum íslenskra króna á yfirstandandi fjárlagaári sem lýkur í september. Fjárlagahallinn vestra nam 318 milljörðum dala, jafnvirði tæpra 30.000 milljarða íslenskra króna, á síðasta fjárlagaári. 12.7.2006 06:15
AP3 íhugar sölu í Yahoo Sænski ríkislífeyrissjóðurinn AP3 hefur til skoðunar að selja öll hlutabréf sín í Yahoo, alls þrjú hundruð þúsund hluti, vegna grunsemda um að Yahoo hafi framið mannréttindabrot. Bandaríska félagið er sakað um að hafa komið gögnum til kínverskra stjórnvalda er áttu þátt í því að andófsmaðurinn, Shi Tao, var dæmdur til tíu ára tukthúsvistar. 12.7.2006 05:45
Tveir starfsmenn flugfélagsins Excel Airways láta af störfum Rekstarstjóri og fjármálastjóri flugfélagsins Excel Airways, sem er dótturfélag Avion Group, létu af störfum í gær. Jafnframt hafa tveir Íslendingar verið ráðnir til stjórnunarstarfa hjá félaginu. 11.7.2006 07:10
Engar stýrivaxtabreytingar í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað að loknum mánaðarlegum fundi sínum í dag að fylgja fordæmi evrópska seðlabankans og hækka ekki stýrivexti í dag. Þeir eru 4,5 prósent og hafa staðið óbreyttir í 11 mánuði. 6.7.2006 12:43
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Stjórn seðlabanka Evrópu ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 2,75 prósentum. Búist er við að Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, muni boða hækkanir stýrivaxta í næsta mánuði. 6.7.2006 12:09
Olíuverð fór í sögulegt hámark Heimsmarkaðsverð á olíu náði sögulegu hámarki í gær í kjölfar tilraunaeldflaugaskots Norður-Kóreumanna á þriðjudag og vaxandi spennu vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Tilraunir Norður-Kóreumanna urðu þess valdandi að fjárfestar héldu að sér höndum og lækkaði gengi hlutabréfa á helstu mörkuðum í Asíu og Evrópu. 6.7.2006 09:51
Fyrrum forstjóri Enron látinn Kenneth Lay, stofnandi og fyrrum forstjóri bandaríska orkurisans Enron, lést í morgun af völdum hjartaáfalls. Hann var 64 ára. Kviðdómur í Texas fann Lay og Jeffrey Skilling, fyrrum samstarfsfélaga hans, seka um stórfelld fjár- og bókhaldsbrot í lok maí og áttu þeir yfir höfði sér áratuga fangelsisvist. 5.7.2006 14:22
Tilraunaskot skekur markaðinn Tilraunaskot Norður-Kóreumanna í gærkvöldi skók hlutabréfamarkaði í Suður-Kóreu, Japan og í Evrópu. Fjárfestar seldu hlutabréf sín og tryggðu fjármuni sína með kaupum á gulli með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa á mörkuðunum lækkaði nokkuð. Tilraunaskotið er sagt geta haft áhrif á ákvörðun seðlabanka landanna um hækkun stýrivaxta. 5.7.2006 10:21
Fagnar samstarfi Renault, Nissan og GM Franski bílaframleiðandinn Renault og japanski keppinautur þess, Nissan, ætla að hefja formlegar viðræður við bandaríska bílarisann General Motors (GM) um samstarf. Francois Loos, iðnaðarráðherra Frakklands, fagnaði samstarfinu í dag en setti fyrirvara við það vegna þeirra gríðarmiklu fjárhagsörðugleika sem GM stendur frammi fyrir. 4.7.2006 15:27
Búast við mikilli eftirspurn eftir olíu Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 73 Bandaríkjadali á tunnu í framvirkum samningum á markaði í Lundúnum í Bretlandi. Þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna er í dag, 4. júlí, og hafa aldrei jafn margir verið á faraldsfæti frá því fyrir helgi og nú. Í kvöld og á morgun fara menn til síns heima og eykst eftirspurn eftir eldsneyti mikið vegna þessa. 4.7.2006 10:50
Rætt um stýrivexti í Japan Japanskir ráðamenn ræddu um næstu skref japanska Seðlabankans á þinginu í dag. Kaoru Yosano, banka- og efnahagsmálaráðherra landsins, sagði markaðsaðstæður vera komnar á þann veg að Seðlabankinn geti hækkað stýrivexti um 25 punkta í næstu viku. Vextir hafa staðið óbreyttir í núlli síðastliðin fimm ár. 4.7.2006 09:31
Minni framleiðni í Bandaríkjunum Framleiðni í Bandaríkjunum jókst minna í síðasta mánuði en búist var við. Ástæðan er hátt eldsneytis- raforku- og hrávöruverð. Fjármálafræðingar segja að þrátt fyrir þetta séu væntingar góðar því ofhitnunar gætir ekki í bandarísku efnahagslífi. 3.7.2006 19:45
Virði hlutar BAE í Airbus rýr Fjárfestingarbankinn Rothschild metur 20 prósenta hlut breska hergagnaframleiðandans BAE Systems í flugvélaframleiðandanum Airbus á 2,75 milljarða evrur, jafnvirði 268,.5 milljarða íslenskra króna. BAE Systems hafði vonast til að mat hlutarins yrði tvöfalt hærra. 3.7.2006 10:11
Þrýst á hærri vexti Mervyn King, seðlabankastjóri Englands, sagði á fundi með breskum þingmönnum í Bretlandi á fimmtudag að hættan sem stafar af verðbólguhækkunum á heimsvísu hafi skapað óvissu í efnahagslífi margra landa. 1.7.2006 06:00
Hluthafar styðja yfirtökutilboð Mittal Steel Rúmur helmingur hluthafa í evrópska stálframleiðandanum Arcelor var mótfallinn samruna við rússneska stálfyrirtækið Severstal á hluthafafundi fyrirtækisins í dag. Meirihluti hluthafa er hins vegar fylgjandi yfirtökutilboði Mittal Steel í fyrirtækið. 30.6.2006 13:06
Bauð hæst í mat með Buffett Kvöldverðarboð með bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett fór á 620.100 Bandaríkjadali, jafnvirði 47,6 milljónir íslenskra króna, á uppboðsvefnum e-bay í gær. Þetta er hæsta boð sem einstaklingur hefur greitt fyrir að snæða með „vitringnum frá Omaha“, sem á dögunum ákvað að láta 85 prósent af auðæfum sínum renna til góðgerðarmála. 30.6.2006 12:18
Stýrivextir hækka í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa á Wall Street í Bandaríkjunum hækkaði talsvert í kjölfar þess að Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti í gær um 25 punkta í 5,25 prósentur. Þetta er 17. stýrivaxtahækkunin í Bandaríkjunum en Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, gaf til kynna að hækkanaferlið væri brátt á enda. 30.6.2006 10:10
EADS kærir dagblaðið Le Monde EADS, móðurfélag evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus, hefur lagt fram kvörtun vegna leka á upplýsingum til franska dagblaðsins Le Monde þess efnis að stjórn EADS hafi verið kunnugt um tafir á framleiðslu Airbus A380 risaþota mánuði áður en tafirnar voru formlega tilkynntar. 29.6.2006 14:03
Verðbólgan skapar óvissu Mervyn King, seðlabankastjóri Englands, sagði á fundi með breskum þingmönnum í Bretlandi í dag að hættan sem stafi af verðbólguhækkunum á heimsvísu hafi skapað óvissu í efnahagslífi margra þjóða. 29.6.2006 11:53
Mecom kaupir Orkla Media Breska fjárfestingarfélagið Mecom Group hefur keypt útgáfufélagið Orkla Media, sem gefur út fjölda dagblaða og tímarita, m.a á Norðurlöndum og í Póllandi. Á meðal dagblaðanna er danska dagblaðið Berlingske Tidende, sem greinir frá kaupunum í dag. 28.6.2006 15:24
HM eykur væntingar Þjóðverja Svo virðist sem heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu (HM), sem nú fer fram í Þýskalandi, hafi aukið væntingar þýskra neytenda umtalsvert. Þetta eru niðurstöður alþjóðlega markaðsrannsóknafyrirtækisins Gfk. Væntingavísitalan, sem gildir fyrir júlí, hækkaði um 7,8 punkta og hefur hækkun milli mánaða ekki verið meiri í fimm ár. 28.6.2006 11:33
Arcelor styður tilboð Mittal Steel Stjórnvöld í Lúxemborg, sem eiga 5,6 prósent í evrópska stálrisanum Arcelor, og eignarhaldsfélagið Carla Tassara International, sem á 7,8 prósenta hlut í stálfyrirtækinu, eru fylgjandi endurskoðuðu yfirtökutilboði Mittal Steel í fyrirtækið. Mittal Steel gerði yfirtökutilboð í Arcelor í janúarlok á þessu ári en andstaða hluthafa í Arcelor varð til þess að gengið var til samninga við rússneska stálrisann Severstal um sameiningu. 28.6.2006 10:33
Moskva er dýrust borga Moskva er dýrasta borg heims samkvæmt nýrri könnun ráðgjafafyrirtækisins Mercer Human Resource. Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, varð í öðru sæti, Tókýó í því þriðja og Hong Kong í fjórða. Lundúnir eru fimmta dýrasta borg heims. 28.6.2006 06:00
Buffett setur auð sinn í styrktarsjóð Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett ætlar að gefa 37 milljarða dollara, jafnvirði 2.800 milljarða íslenskra króna, til velgjörðasjóðs Bill Gates, stofnanda hugbúnaðarrisans Microsoft. Þetta er meirihluti auðæfa Buffetts en eigur hans eru metnar á 44 milljarða dali eða rúma 3.300 milljarða króna. 26.6.2006 10:33
Airbus hækkar verðið Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hækka verð á A380 risafarþegaþotunum. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins hækkaði verð á öllum gerðum flugvéla fyrirtækisins fyrir hálfum mánuði líkt og gerist á hverju ári. Franska ríkið á stóran hlut í EADS, móðurfélagi Airbus. Hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að hún skipti um yfirstjórn fyrirtækisins vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu risaþotanna. 23.6.2006 10:51
Handtekinn fyrir innherjasvik Lögregluyfirvöld í Japan handtóku í dag Yoshiaki Murakami, einn helsta fjármálamann landsins, og ákært vegna vafasamra verðbréfaviðskipta. Murakami hefur viðurkennt að hafa keypt bréf í japanska fyrirtækinu Nippon Broadcasting System á síðasta ári. 23.6.2006 10:06
Meðlimur peningamálanefndar Englandsbanka látinn David Walton, sá eini meðlimur peningamálanefndar Englandsbanka sem í tvígang hefur verið fylgjandi hækkun stýrivaxta í Bretlandi, lést í gærkvöldi eftir skammvinn veikindi. Greint var frá því í gær að bankinn hefði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í júní en þeir standa í 4,5 prósentum. 22.6.2006 11:24
Allianz segir upp 7.500 manns Þýski fjármálarisinn Allianz hefur ákveðið að setja upp 7.500 manns um allan heim með það fyrir augum að lækka útjöld og auka þjónustuna. Tæpum 2.500 starfsmönnum verður sagt upp í þýska bankanum Dresdner Bank en um 5.000 manns verður sagt upp í tryggingararmi fyrirtækisins, Allianz. 22.6.2006 10:34
Hagnaður Hennes & Mauritz jókst um 12 prósent Hagnaður sænsku tískuvörukeðjunnar Hennes & Mauritz jókst um 12 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið ætlar í útrás til Kína á næsta ári og mun setja á laggirnar verslanir með föt fyrir bæði kynin. Verlsanirnar munu ekki verða reknar í nafni sænska fyrirtækisins. 21.6.2006 13:11
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn seðlabanka Bretlands ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum í landinu óbreyttum. Stýrivextir í Bretlandi eru 4,5 prósent og hafa haldist óbreyttir í 10 mánuði í röð. 21.6.2006 10:59
Abramovitsj kaupir í Rússlandi Millhouse Capital, fjárfestingafélag rússneska milljarðamæringsins Romans Abramovitsj, eiganda breska knattspyrnufélagsins Chelsea, hefur samþykkt að kaupa allt að 41 prósents hlut í rússneska námu- og stálfyrirtækin Evraz Group. Hluturinn metinn á 3,2 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði rúmlega 240 milljarða íslenskra króna. 19.6.2006 19:34
Allt í háaloft hjá Airbus Stjórn EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, ætlar að hittast til fundar og fjalla um stöðu mála. Tvisvar hefur verið tilkynnt um tafir á framleiðslu Airbus A380 risaþota frá fyrirtækinu nú síðast í liðinni viku. Margir væntanlegir kaupendur hafa vegna þessa snúið sér annað og gengi hlutabréfa í EADS hefur fallið um heil 26 prósent vegna þessa. 19.6.2006 12:31
Ný kauphöll í Bretlandi? Samruni kauphallarinnar í New York (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext gæti leitt til þess að nýr hlutabréfamarkaður verði stofnaður í Lundúnum í Bretlandi til höfuðs kauphöllinni sem fyrir er í borginni. Þetta segir John Thain, forstjóri NYSE í samtali við breska blaðið Financial Times. 19.6.2006 11:23
Slóvenar taka upp evru á næsta ári Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur samþykkt að leyfa Slóveníu að ganga í myntbandalag sambandsins og taka upp evru sem gjaldmiðil í janúar á næsta ári. Slóvenía verður 13. landið á evrusvæðinu. 16.6.2006 14:26
Mikil hækkun á hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hækkaði um allt að 2,8 prósent á mörkuðum í Bandaríkjunum og í Evrópu í gær í kjölfar þess að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, kvaddi niður fréttir þess efnis að verðbólgudraugurinn væri á leiðinni vestra. 16.6.2006 09:27
Vill evrópska risakauphöll Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, segist frekar vilja að evrópska kauphallarsamstæðan Euronext sameinist Þýsku kauphöllinni, Deutsche Boerse, en Kauphöllinni í New York (NYSE). Forsvarsmenn Euronext hafa nú þegar tilkynnt að sameining við NYSE sé í burðarliðnum. 16.6.2006 08:30
Verðbólgan eykst vestra Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,4 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þetta jafngildir 4,2 prósenta verðbólgu á ársgrundvelli. 16.6.2006 08:15
Núll prósent vextir Japanski seðlabankinn hefur tilkynnt að stýrivextir verði enn um sinn núll prósent. 16.6.2006 06:45
Lítil verðbólga í EMU Verðbólgan mældist 2,5 prósent á evrusvæðinu í maí, samkvæmt útreikningum Evrópusambandsins (ESB). Þetta er 0,1 prósenti meiri verðbólga en mældist á svæðinu í apríl. 16.6.2006 06:30
Methækkun hlutabréfa á Indlandi Gengi hlutabréfa hækkaði um 6,9 prósent á mörkuðum á Indlandi í dag og er það methækkun hlutabréfa á einum degi. Gengi bréfanna hafði lækkað mikið síðastliðna þrjá daga og því var hækkuninni tekið fagnandi, að sögn sérfræðinga. 15.6.2006 11:23