Fleiri fréttir Nálgast metverð á laxi Verð á laxi á alþjóðlegum fiskmörkuðum hefur hækkað verulega upp á síðkastið og nálgast nú sögulegt hámark. Kíló af laxi er komið í 40 norskar krónur, jafnvirði rúmra 400 íslenskra króna og hefur það ekki verið hærra í sex ár. Verð á laxi getur umtalsverð áhrif á afkomu Alfesca. 5.4.2006 16:56 NTL kaupir Virgin Mobile Stjórn breska fjárfestingafyrirtækisins Virgin Group hefur samþykkt yfirtökutilboð breska kapalfyrirtækisins NTL á farsímasviði fyrirtækisins, Virgin Mobile. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 962,4 milljónir punda, jafnvirði rúmlega 122 milljarða íslenskra króna. Eftir kaupin verður til fyrsta fyrirtækið á Bretlandseyjum sem býður jafn kapalsjónvarpsstöðvar, netveitu, fastlínusamband og farsímaþjónustu. 5.4.2006 15:52 Gengi bréfa hækkaði í Taílandi Hlutabréfavísitalan í Taílandi hækkaði um tæpt 3,1 prósent eftir að Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra landsins, tilkynnti í gær að hann ætli að segja af sér. Hann lét hann af embætti í morgun. Vísitalan hefur hækkað um 7 prósent á árinu og hefur ekki verið hærri síðan í janúar 2004. 5.4.2006 11:51 Kemur Finnum í opna skjöldu Kaup Roberts Tchenguiz á yfir átta prósenta hlut í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo, fyrir 60 milljarða króna, hafa komið verulega á óvart í finnskum fjármálaheimi, enda Tchenguiz algjörlega óþekkt nafn þarlendis. Hollenska eignarhaldsfélagið Exafin, sem er í eigu Tchenguiz, er þar með orðið þriðji stærsti hluthafinn í Sampo á eftir finnska ríkinu og Varma lífeyrissjóði.. 5.4.2006 00:01 Fjarskiptafyrirtæki samþykkja samruna Bandaríska fjarskiptafyrirtækið Alcatel og franska fyrirtækið Lucent hafa samþykkt samruna fyrirtækjanna en tekjur fyrirtækjanna beggja nema 21 milljarði evra. 3.4.2006 13:40 Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa hækkaði í kauphöllinni í Japan í dag og hefur lokagengi Nikkei-225 hlutabréfavísitölunnar ekki mælst hærra í fimm og hálft ár. 3.4.2006 09:58 Hætti við yfirtökutilboð í LSE Bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq hætti í dag við 2,4 milljarða punda yfirtökutilboð sitt í kauphöll Lundúna, London Stock Exchange (LSE), án nokkurra útskýringa. Ákvörðun Nasdaq að hætta við tilboðið, sem hljóðaði upp á 950 pens á hlut, varð til þess að gengi bréfa í LSE lækkaði um 8,7 prósent í dag. 30.3.2006 10:53 Nýtt met í norsku kauphöllinni Met var slegið í kauphöllinni í Ósló í Noregi í dag þegar vísitalan fór í fyrsta sinn yfir 400 stig. Vísitalan hækkaði um 1,1 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins, sem er hækkun um 4,37 punkta, og endaði hún í 400,03 stigum. Ástæða hækkunarinnar liggur í hærra gengi Statoil og Norsk Hydro, fjarskiptafyrirtækisins Telenor og DnB NOR, sem er stærsti banki Noregs. 30.3.2006 10:21 Hátt lokagengi í Japan Gengi hlutabréfa hækkaði í kauphöllinni í Japan í dag. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan hækkaði um 106,93 punkta, 0,63 prósent, og endaði í 17.045,34 stigum, sem er hæsta lokagildi vísitölunnar í fimm og hálft ár. 30.3.2006 09:58 Bjartsýni í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn eru sagðir bjartsýnir um efnahag þjóðarinnar og hefur væntingavísitala neytenda ekki verið hærri í fjögur ár. Búist var við því að væntingavísitalan færi í 102 stig í þessum mánuði. Hækkunin nam hins vegar 4,5 punktum og endaði hún í 107,2 stigum. Í maí árið 2002 mældist væntingavísitalan í Bandaríkjunum 110,3 stig. 29.3.2006 13:47 Hlutabréf lækkuðu í Ísrael Gengi hlutabréfa lækkaði um rúmlega eitt prósent í Ísrael í dag í kjölfar þess að Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra landsins, lýsti yfir sigri Kadimaflokksins í þingkosningunum í Ísrael í gær. 29.3.2006 10:42 Færeyingar geta sofið rólegir Þær hræringar sem hafa orðið í íslensku efnahagslífi upp á síðkastið hafa vakið mikla athygli í Færeyjum. Færeyski Landsbankinn hefur beðið færeyska fjölmiðla um að sýna stillingu þegar þeir bera saman fréttir af íslensku efnahagslífi og áhrifum þeirra á færeysk verðbréf. 29.3.2006 00:01 Opera Mini í fleiri farsíma Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software greindi frá því í gær að það hefði gert fjóra nýja samninga sem gæti tryggt markaðshlutdeild Opera Mini vafrans um allan heim. 29.3.2006 00:01 Metviðskipti í kauphöll Lundúna Kauphöllin í Lundúnum greindi frá því í dag að rafrænum viðskiptum hafi fjölgað umtalsvert á árinu og sé útlit fyrir að met verði slegið í þessum mánuði. Clara Furse, forstjóri kauphallarinnar, segir horfur á að viðskiptunum haldi áfram að fjölga út árið. 28.3.2006 10:54 Erfitt ár hjá General Motors Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors (GM) hefur viðurkennt að árið í ár verði „krefjandi“. Er búist við að markaðshlutdeild GM minnki í Bandaríkjunum um eitt prósent á fyrsta ársfjórðungi og verði 24 prósent í Bandaríkjunum. 28.3.2006 09:31 Bayer býður í Schering Þýski lyfjarisinn Bayer hefur gert yfirtökutilboð í þýska lyfjafyrirtækið Schering. Tilboðið hljóðar upp á 16,3 milljarða evrur. Stjórn Schering er sögð styðja yfirtökutilboð Bayer en hún var mótfallin óvinveittu yfirtökutilboði frá þýska lyfjafyrirtækinu Merck fyrr í mánuðinum, sem hljóðaði upp á 14,6 milljarða evrur. 24.3.2006 11:30 Jyske Bank fer milliveginn Jyske Bank mælir ekki með kaupum í krónubréfum miðað við núverandi vaxtamun og gengi krónunnar. Bankinn fjallar nokkuð ítarlega um Ísland í gær í riti sínu Emerging Markets Daily. 24.3.2006 00:01 Hagnaður General Mills jókst Hagnaður bandaríska matvælafyrirtækisins General Mills Inc. nam 246 milljónum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi 2005 og er það 7 prósenta hækkun frá árinu á undan. Hagnaðurinn er umfram væntingar fjármálasérfræðinga á Wall Street. 23.3.2006 14:59 Launahækkun hjá Deutsche Bank Deutsche Bank, stærsti banki Þýsklands, greindi frá því í dag að laun stjórnarmanna bankans hefðu numið 28,7 milljón evrum á síðasta ári. Það er 14 prósenta hækkun á milli ára. 23.3.2006 12:08 Hagnaður Bertelsmanns jókst Hagnaður þýsku fjölmiðlasamsteypunnar Bertelsmann AG jókst um 12,7 prósent á síðasta ári. Aukningin er að mestu komnar frá sjónvarpsdeild samsteypunnar, vegna sölu á nýjustu skáldsögu spennusagnahöfundarinnar John Grisham og útgáfu á nýju bílablaði. 22.3.2006 13:03 Hlutabréf lækkuðu lítillega í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag, annan daginn í röð. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 6,11 punkta eða 0,04 prósent. Í gær lækkuðu bréfin hins vegar um 0,78 prósent. 22.3.2006 11:21 Hlutabréf lækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag m.a. vegna óvissu um yfirvofandi hækkun stýrivaxta. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 129,32 punkta eða 0,78 prósent. Síðustu tvo viðskiptadaga hafði vísitalan hækkað um samtals 3,3 prósent. 22.3.2006 09:42 Íslendingar fá 43 milljónir Norræni fjárfestingarbankinn skilaði fjórtán milljarða króna hagnaði á síðasta ári sem samsvarar 165 milljónum evra. Dróst hagnaður saman um sjö milljónir evra frá árinu áður vegna lækkunar á markaðsvirði hlutabréfa í eigu bankans. 22.3.2006 00:01 Volvo kaupir í Nissan Diesel Sænski bílaframleiðandinn Volvo hefur keypt 13 prósenta hlut í japanska fyrirtækinu Nissan Diesel, sem framleiðir vöruflutningabíla. Kaupverðið nemur 1,5 milljörðum sænskra króna, jafnvirði rúmra 13,6 milljarða íslenskra króna. 21.3.2006 15:07 Hráolíuverð lækkaði í dag Hráolía lækkaði í verði á helstu mörkuðum í dag m.a. vegna upplýsinga um að olíubirgðir hafi aukist í Bandaríkjunum og komi í veg fyrir olíuskort vegna minni olíuframleiðslu í Nígeríu. 21.3.2006 14:42 Nýr forstjóri ver bónusgreiðslur Stig Vilhelmsson, nýr forstjóri Carnegie í stað Karin Forseke sem lét af störfum með óvæntum hætti fyrir skemmstu, hefur litlar áhyggjur af þeim fjölda starfsmanna og stjórnenda sem hafa yfirgefið Carnegie að undanförnu, enda sæki 750 manns um hvert starf sem losnar, og ver rausnarlegt bónuskerfi til starfsmanna. 21.3.2006 00:41 Hráolíuverð lækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði á helstu mörkuðum í gær m.a. vegna minni eldsneytisþarfar og aukinna hráolíubirgða í Bandaríkjunum. Sérfræðingar OPEC-ríkjanna spá áframhaldandi lækkun á hráolíuverði á næstu mánuðum. 21.3.2006 00:01 Permira hættir við tilboð í HMV Forsvarsmenn verðbréfasjóðsins Permira hafa ákveðið að draga til baka kauptilboð sitt í bóka- og tónlistarverslunarkeðjunni HMV. Lýstu þeir yfir vonbrigðum vegna þess að stjórn HMV ákvað í síðustu viku að taka ekki yfirtökutilboði sjóðsins upp á 210 pens á hlut, eða 845,4 milljónir punda. 20.3.2006 15:51 Hráolía lækkaði í verði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði á helstu mörkuðum í dag m.a. vegna þess að talið er að eldsneytisþörf muni minnka á næstu mánuðum auk þess sem birgðir af hráolíu hafa aukist mikið í Bandaríkjunum. Sérfræðingar OPEC-ríkjanna spá áframhaldandi lækkun á hráolíuverði á næstu mánuðum vegna þessa. 20.3.2006 11:15 Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag og hefur lokagildi Nikkei-225 hlutabréfavísitölunnar ekki verið hærra í sex vikur. Ástæður fyrir hækkuninni er útgáfa hagtalna í vikunni en búist er við að þar komi fram mikil hagnaðaraukning japanskra fyrirtækja á árinu. 20.3.2006 09:32 Stofnandi Opera í Noregi látinn Geir Ivarsøy sem stofnaði Opera Software með Jóni S. von Tetzchner í Noregi árið 1995 lést fyrir um viku síðan eftir langvinna baráttu við krabbamein. Á vef Opera Software í dag er hans minnst, en Geir verður borinn til grafar í dag frá Grefsen kirkju í Osló. 17.3.2006 12:34 Hlutur í Livedoor seldur Yasuhide Uno, forstjóri japanska kapalfyrirtækisins Usen Corp., ákvað í gær að kaupa sjálfur allan hlut Fuji Television Network í japanska netfyrirtækinu Livedoor fyrir 9,5 milljarða jena, jafnvirði 5,7 milljarða íslenskra króna. Lokað var fyrir öll viðskipti í kauphöllinni í Tókýó í Japan 18. janúar síðastliðinn þegar grunur vaknaði um misferli hjá stjórnendum fyrirtækisins. 17.3.2006 00:01 Fastagjöld hjá Telenor Norska fjarskiptafyrirtækið Telenor hefur innleitt fasta verðskrá fyrir fastlínusímtöl innanlands. Þetta er bylting í 150 ára sögu Telenor, sem aldrei fyrr hefur boðið viðskiptavinum sínum fast gjald fyrir símaþjónustu. Á sama tíma lækkaði fyrirtækið verð á millilandasímtölum um 20 prósent auk þess sem kostnaður við að hringja úr fastlínusíma í farsíma var lækkaður. 17.3.2006 00:01 Hermenn fá gervihné Össurar Fjallað var um nýtt og háþróað gervihné gervilima- og stoðtækjafyrirtækisins Össurar í úttekt Los Angeles Times síðasta föstudag um stuðning stjórnvalda í Bandaríkjunum við hermenn sem tapað hafa útlim í Íraksstríðinu. 17.3.2006 00:01 Meiri krónubréf Þýski ríkisbankinn Rentenbank gaf út krónubréf fyrir 2 milljarða krónur á miðvikudag til tveggja ára og bera bréfin 9 prósenta vexti. Þetta er fyrsta útgáfa krónubréfa í mars og þriðja útgáfan frá því Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. 17.3.2006 00:01 Allianz mótfallið yfirtökutilboði Merck Tryggingafyrirtækið Allianz, sem er stærsti hluthafinn í þýska lyfjafyrirtækinu Schering, sagði í dag að það væri mótfallið yfirtökutilboði samkeppnisaðilans Merck en ætli engu að síður að íhuga það. Þýski lyfjarisinn Merck gerði á mánudag óvinveitt yfirtökutilboð í Schering og nam tilboð fyrirtækisins 77 evrum á hlut. Í heild hljóðaði yfirtökutilboðið upp á 14,6 milljarða evrur. 16.3.2006 16:27 Grísk farsímafyrirtæki höfðu samráð Gríska fjarskiptastofnunin sektaði í dag þrjú stærstu farsímafyrirtæki landsins fyrir að hafa allt frá síðasta ári haft samráð um gjaldskrá smáskilaboða. Sektin sem hvert fyrirtæki verður að greiða nemur einni milljón evra, jafnvirði rúmra 84,4 milljóna íslenskra króna. 16.3.2006 16:00 Stýrivextir hækka í Noregi Stjórn Seðlabanka Noregs ákvað í dag að hækka stýrivexti um 0,25 prósent og standa stýrivextir í landinu nú í 2,5 prósentum. Búist var við hækkuninni og kemur hún ekki á óvart. Í yfirlýsingu frá bankanum kemur fram að stefna bankans sé að hækka stýrivexti í Noregi jafnt og þétt í litlum skrefum. 16.3.2006 13:27 SAS hefur ekki keypt í Icelandair SAS hefur neitað þeirri frétt sem birtist í tímaritinu Travel People að félagið hafi eignast hlut í Icelandair en játar að samstarf félagsins við Icelandair verði haldið áfram. „Það eru engar viðræður yfirhöfuð í gangi um að við verðum eigendur í Icelandair. Þetta eru algjörlega rangar upplýsingar,“ segir Bertil Ternert, upplýsingafulltrúi SAS við Dagens Industri. 16.3.2006 11:01 Usen kaupir í Livedoor Yasuhide Uno, forseti japanska kapalfyrirtækisins, Usen Corp. ákvað í dag að kaupa sjálfur allan hlut Fuji Television Network í japanska netfyrirtækinu Livedoor fyrir 9,5 miljarða jena, jafnvirði 5,7 milljarða íslenskra króna. 16.3.2006 10:32 Stærstu eigendur Livedoor íhuga sölu Forsvarsmenn Fuji Television Network, eins stærsta hluthafa í japanska netfyrirtækinu Livedoor, eru sagðir vera að íhuga að selja 12,5 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Lokað varð fyrir öll viðskipti í kauphöllinni í Tókýó í Japan 18. janúar á þessu ári þegar grunur vaknaði um misferli hjá fyrirtækinu. 16.3.2006 10:07 Hlutabréf lækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Japan í dag í kjölfar þess að fjárfestar settu inn í áætlanir sínar yfirvofandi hækkun stýrivaxta í landinu. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,37 prósent og endaði í 16.096,21 stigi. Í gær hækkaði gengi hlutabréfanna hins vegar um hálf prósent. 16.3.2006 09:35 Snertir rekstur Bakkavarar lítið Breska matvælafyrirtækið Northern Foods sendi frá sér afkomuviðvörun í annað skipti á árinu en félagið er einn helsti samkeppnisaðili Bakkavarar í kældum matvörum í Bretlandi. 16.3.2006 00:01 Hráolíuverð lækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 40 sent á mörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag og endaði í 62,70 dollurum á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 26 sent í kauphöllinni í Lundúnum og endaði í 63,71 dal á tunnu. 15.3.2006 16:58 Tölvuþrjótar herja á Ebay Vírusvarnarfyrirtækið McAfee varaði í dag við tölvuskeytum þar sem fólki er ýmist sagt að það hafi unnið glaðning á uppboðsvefnum Ebay, þurfi að greiða fyrir vöru á uppboðsvefnum og verði að bregðast við. Í póstinum er hlekkur á falsaða útgáfu af uppboðssíðunni á netinu og þarf fólk að gefa þar upp ýmsar persónuupplýsingar. 15.3.2006 15:38 Sjá næstu 50 fréttir
Nálgast metverð á laxi Verð á laxi á alþjóðlegum fiskmörkuðum hefur hækkað verulega upp á síðkastið og nálgast nú sögulegt hámark. Kíló af laxi er komið í 40 norskar krónur, jafnvirði rúmra 400 íslenskra króna og hefur það ekki verið hærra í sex ár. Verð á laxi getur umtalsverð áhrif á afkomu Alfesca. 5.4.2006 16:56
NTL kaupir Virgin Mobile Stjórn breska fjárfestingafyrirtækisins Virgin Group hefur samþykkt yfirtökutilboð breska kapalfyrirtækisins NTL á farsímasviði fyrirtækisins, Virgin Mobile. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 962,4 milljónir punda, jafnvirði rúmlega 122 milljarða íslenskra króna. Eftir kaupin verður til fyrsta fyrirtækið á Bretlandseyjum sem býður jafn kapalsjónvarpsstöðvar, netveitu, fastlínusamband og farsímaþjónustu. 5.4.2006 15:52
Gengi bréfa hækkaði í Taílandi Hlutabréfavísitalan í Taílandi hækkaði um tæpt 3,1 prósent eftir að Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra landsins, tilkynnti í gær að hann ætli að segja af sér. Hann lét hann af embætti í morgun. Vísitalan hefur hækkað um 7 prósent á árinu og hefur ekki verið hærri síðan í janúar 2004. 5.4.2006 11:51
Kemur Finnum í opna skjöldu Kaup Roberts Tchenguiz á yfir átta prósenta hlut í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo, fyrir 60 milljarða króna, hafa komið verulega á óvart í finnskum fjármálaheimi, enda Tchenguiz algjörlega óþekkt nafn þarlendis. Hollenska eignarhaldsfélagið Exafin, sem er í eigu Tchenguiz, er þar með orðið þriðji stærsti hluthafinn í Sampo á eftir finnska ríkinu og Varma lífeyrissjóði.. 5.4.2006 00:01
Fjarskiptafyrirtæki samþykkja samruna Bandaríska fjarskiptafyrirtækið Alcatel og franska fyrirtækið Lucent hafa samþykkt samruna fyrirtækjanna en tekjur fyrirtækjanna beggja nema 21 milljarði evra. 3.4.2006 13:40
Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa hækkaði í kauphöllinni í Japan í dag og hefur lokagengi Nikkei-225 hlutabréfavísitölunnar ekki mælst hærra í fimm og hálft ár. 3.4.2006 09:58
Hætti við yfirtökutilboð í LSE Bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq hætti í dag við 2,4 milljarða punda yfirtökutilboð sitt í kauphöll Lundúna, London Stock Exchange (LSE), án nokkurra útskýringa. Ákvörðun Nasdaq að hætta við tilboðið, sem hljóðaði upp á 950 pens á hlut, varð til þess að gengi bréfa í LSE lækkaði um 8,7 prósent í dag. 30.3.2006 10:53
Nýtt met í norsku kauphöllinni Met var slegið í kauphöllinni í Ósló í Noregi í dag þegar vísitalan fór í fyrsta sinn yfir 400 stig. Vísitalan hækkaði um 1,1 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins, sem er hækkun um 4,37 punkta, og endaði hún í 400,03 stigum. Ástæða hækkunarinnar liggur í hærra gengi Statoil og Norsk Hydro, fjarskiptafyrirtækisins Telenor og DnB NOR, sem er stærsti banki Noregs. 30.3.2006 10:21
Hátt lokagengi í Japan Gengi hlutabréfa hækkaði í kauphöllinni í Japan í dag. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan hækkaði um 106,93 punkta, 0,63 prósent, og endaði í 17.045,34 stigum, sem er hæsta lokagildi vísitölunnar í fimm og hálft ár. 30.3.2006 09:58
Bjartsýni í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn eru sagðir bjartsýnir um efnahag þjóðarinnar og hefur væntingavísitala neytenda ekki verið hærri í fjögur ár. Búist var við því að væntingavísitalan færi í 102 stig í þessum mánuði. Hækkunin nam hins vegar 4,5 punktum og endaði hún í 107,2 stigum. Í maí árið 2002 mældist væntingavísitalan í Bandaríkjunum 110,3 stig. 29.3.2006 13:47
Hlutabréf lækkuðu í Ísrael Gengi hlutabréfa lækkaði um rúmlega eitt prósent í Ísrael í dag í kjölfar þess að Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra landsins, lýsti yfir sigri Kadimaflokksins í þingkosningunum í Ísrael í gær. 29.3.2006 10:42
Færeyingar geta sofið rólegir Þær hræringar sem hafa orðið í íslensku efnahagslífi upp á síðkastið hafa vakið mikla athygli í Færeyjum. Færeyski Landsbankinn hefur beðið færeyska fjölmiðla um að sýna stillingu þegar þeir bera saman fréttir af íslensku efnahagslífi og áhrifum þeirra á færeysk verðbréf. 29.3.2006 00:01
Opera Mini í fleiri farsíma Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software greindi frá því í gær að það hefði gert fjóra nýja samninga sem gæti tryggt markaðshlutdeild Opera Mini vafrans um allan heim. 29.3.2006 00:01
Metviðskipti í kauphöll Lundúna Kauphöllin í Lundúnum greindi frá því í dag að rafrænum viðskiptum hafi fjölgað umtalsvert á árinu og sé útlit fyrir að met verði slegið í þessum mánuði. Clara Furse, forstjóri kauphallarinnar, segir horfur á að viðskiptunum haldi áfram að fjölga út árið. 28.3.2006 10:54
Erfitt ár hjá General Motors Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors (GM) hefur viðurkennt að árið í ár verði „krefjandi“. Er búist við að markaðshlutdeild GM minnki í Bandaríkjunum um eitt prósent á fyrsta ársfjórðungi og verði 24 prósent í Bandaríkjunum. 28.3.2006 09:31
Bayer býður í Schering Þýski lyfjarisinn Bayer hefur gert yfirtökutilboð í þýska lyfjafyrirtækið Schering. Tilboðið hljóðar upp á 16,3 milljarða evrur. Stjórn Schering er sögð styðja yfirtökutilboð Bayer en hún var mótfallin óvinveittu yfirtökutilboði frá þýska lyfjafyrirtækinu Merck fyrr í mánuðinum, sem hljóðaði upp á 14,6 milljarða evrur. 24.3.2006 11:30
Jyske Bank fer milliveginn Jyske Bank mælir ekki með kaupum í krónubréfum miðað við núverandi vaxtamun og gengi krónunnar. Bankinn fjallar nokkuð ítarlega um Ísland í gær í riti sínu Emerging Markets Daily. 24.3.2006 00:01
Hagnaður General Mills jókst Hagnaður bandaríska matvælafyrirtækisins General Mills Inc. nam 246 milljónum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi 2005 og er það 7 prósenta hækkun frá árinu á undan. Hagnaðurinn er umfram væntingar fjármálasérfræðinga á Wall Street. 23.3.2006 14:59
Launahækkun hjá Deutsche Bank Deutsche Bank, stærsti banki Þýsklands, greindi frá því í dag að laun stjórnarmanna bankans hefðu numið 28,7 milljón evrum á síðasta ári. Það er 14 prósenta hækkun á milli ára. 23.3.2006 12:08
Hagnaður Bertelsmanns jókst Hagnaður þýsku fjölmiðlasamsteypunnar Bertelsmann AG jókst um 12,7 prósent á síðasta ári. Aukningin er að mestu komnar frá sjónvarpsdeild samsteypunnar, vegna sölu á nýjustu skáldsögu spennusagnahöfundarinnar John Grisham og útgáfu á nýju bílablaði. 22.3.2006 13:03
Hlutabréf lækkuðu lítillega í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag, annan daginn í röð. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 6,11 punkta eða 0,04 prósent. Í gær lækkuðu bréfin hins vegar um 0,78 prósent. 22.3.2006 11:21
Hlutabréf lækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag m.a. vegna óvissu um yfirvofandi hækkun stýrivaxta. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 129,32 punkta eða 0,78 prósent. Síðustu tvo viðskiptadaga hafði vísitalan hækkað um samtals 3,3 prósent. 22.3.2006 09:42
Íslendingar fá 43 milljónir Norræni fjárfestingarbankinn skilaði fjórtán milljarða króna hagnaði á síðasta ári sem samsvarar 165 milljónum evra. Dróst hagnaður saman um sjö milljónir evra frá árinu áður vegna lækkunar á markaðsvirði hlutabréfa í eigu bankans. 22.3.2006 00:01
Volvo kaupir í Nissan Diesel Sænski bílaframleiðandinn Volvo hefur keypt 13 prósenta hlut í japanska fyrirtækinu Nissan Diesel, sem framleiðir vöruflutningabíla. Kaupverðið nemur 1,5 milljörðum sænskra króna, jafnvirði rúmra 13,6 milljarða íslenskra króna. 21.3.2006 15:07
Hráolíuverð lækkaði í dag Hráolía lækkaði í verði á helstu mörkuðum í dag m.a. vegna upplýsinga um að olíubirgðir hafi aukist í Bandaríkjunum og komi í veg fyrir olíuskort vegna minni olíuframleiðslu í Nígeríu. 21.3.2006 14:42
Nýr forstjóri ver bónusgreiðslur Stig Vilhelmsson, nýr forstjóri Carnegie í stað Karin Forseke sem lét af störfum með óvæntum hætti fyrir skemmstu, hefur litlar áhyggjur af þeim fjölda starfsmanna og stjórnenda sem hafa yfirgefið Carnegie að undanförnu, enda sæki 750 manns um hvert starf sem losnar, og ver rausnarlegt bónuskerfi til starfsmanna. 21.3.2006 00:41
Hráolíuverð lækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði á helstu mörkuðum í gær m.a. vegna minni eldsneytisþarfar og aukinna hráolíubirgða í Bandaríkjunum. Sérfræðingar OPEC-ríkjanna spá áframhaldandi lækkun á hráolíuverði á næstu mánuðum. 21.3.2006 00:01
Permira hættir við tilboð í HMV Forsvarsmenn verðbréfasjóðsins Permira hafa ákveðið að draga til baka kauptilboð sitt í bóka- og tónlistarverslunarkeðjunni HMV. Lýstu þeir yfir vonbrigðum vegna þess að stjórn HMV ákvað í síðustu viku að taka ekki yfirtökutilboði sjóðsins upp á 210 pens á hlut, eða 845,4 milljónir punda. 20.3.2006 15:51
Hráolía lækkaði í verði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði á helstu mörkuðum í dag m.a. vegna þess að talið er að eldsneytisþörf muni minnka á næstu mánuðum auk þess sem birgðir af hráolíu hafa aukist mikið í Bandaríkjunum. Sérfræðingar OPEC-ríkjanna spá áframhaldandi lækkun á hráolíuverði á næstu mánuðum vegna þessa. 20.3.2006 11:15
Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag og hefur lokagildi Nikkei-225 hlutabréfavísitölunnar ekki verið hærra í sex vikur. Ástæður fyrir hækkuninni er útgáfa hagtalna í vikunni en búist er við að þar komi fram mikil hagnaðaraukning japanskra fyrirtækja á árinu. 20.3.2006 09:32
Stofnandi Opera í Noregi látinn Geir Ivarsøy sem stofnaði Opera Software með Jóni S. von Tetzchner í Noregi árið 1995 lést fyrir um viku síðan eftir langvinna baráttu við krabbamein. Á vef Opera Software í dag er hans minnst, en Geir verður borinn til grafar í dag frá Grefsen kirkju í Osló. 17.3.2006 12:34
Hlutur í Livedoor seldur Yasuhide Uno, forstjóri japanska kapalfyrirtækisins Usen Corp., ákvað í gær að kaupa sjálfur allan hlut Fuji Television Network í japanska netfyrirtækinu Livedoor fyrir 9,5 milljarða jena, jafnvirði 5,7 milljarða íslenskra króna. Lokað var fyrir öll viðskipti í kauphöllinni í Tókýó í Japan 18. janúar síðastliðinn þegar grunur vaknaði um misferli hjá stjórnendum fyrirtækisins. 17.3.2006 00:01
Fastagjöld hjá Telenor Norska fjarskiptafyrirtækið Telenor hefur innleitt fasta verðskrá fyrir fastlínusímtöl innanlands. Þetta er bylting í 150 ára sögu Telenor, sem aldrei fyrr hefur boðið viðskiptavinum sínum fast gjald fyrir símaþjónustu. Á sama tíma lækkaði fyrirtækið verð á millilandasímtölum um 20 prósent auk þess sem kostnaður við að hringja úr fastlínusíma í farsíma var lækkaður. 17.3.2006 00:01
Hermenn fá gervihné Össurar Fjallað var um nýtt og háþróað gervihné gervilima- og stoðtækjafyrirtækisins Össurar í úttekt Los Angeles Times síðasta föstudag um stuðning stjórnvalda í Bandaríkjunum við hermenn sem tapað hafa útlim í Íraksstríðinu. 17.3.2006 00:01
Meiri krónubréf Þýski ríkisbankinn Rentenbank gaf út krónubréf fyrir 2 milljarða krónur á miðvikudag til tveggja ára og bera bréfin 9 prósenta vexti. Þetta er fyrsta útgáfa krónubréfa í mars og þriðja útgáfan frá því Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. 17.3.2006 00:01
Allianz mótfallið yfirtökutilboði Merck Tryggingafyrirtækið Allianz, sem er stærsti hluthafinn í þýska lyfjafyrirtækinu Schering, sagði í dag að það væri mótfallið yfirtökutilboði samkeppnisaðilans Merck en ætli engu að síður að íhuga það. Þýski lyfjarisinn Merck gerði á mánudag óvinveitt yfirtökutilboð í Schering og nam tilboð fyrirtækisins 77 evrum á hlut. Í heild hljóðaði yfirtökutilboðið upp á 14,6 milljarða evrur. 16.3.2006 16:27
Grísk farsímafyrirtæki höfðu samráð Gríska fjarskiptastofnunin sektaði í dag þrjú stærstu farsímafyrirtæki landsins fyrir að hafa allt frá síðasta ári haft samráð um gjaldskrá smáskilaboða. Sektin sem hvert fyrirtæki verður að greiða nemur einni milljón evra, jafnvirði rúmra 84,4 milljóna íslenskra króna. 16.3.2006 16:00
Stýrivextir hækka í Noregi Stjórn Seðlabanka Noregs ákvað í dag að hækka stýrivexti um 0,25 prósent og standa stýrivextir í landinu nú í 2,5 prósentum. Búist var við hækkuninni og kemur hún ekki á óvart. Í yfirlýsingu frá bankanum kemur fram að stefna bankans sé að hækka stýrivexti í Noregi jafnt og þétt í litlum skrefum. 16.3.2006 13:27
SAS hefur ekki keypt í Icelandair SAS hefur neitað þeirri frétt sem birtist í tímaritinu Travel People að félagið hafi eignast hlut í Icelandair en játar að samstarf félagsins við Icelandair verði haldið áfram. „Það eru engar viðræður yfirhöfuð í gangi um að við verðum eigendur í Icelandair. Þetta eru algjörlega rangar upplýsingar,“ segir Bertil Ternert, upplýsingafulltrúi SAS við Dagens Industri. 16.3.2006 11:01
Usen kaupir í Livedoor Yasuhide Uno, forseti japanska kapalfyrirtækisins, Usen Corp. ákvað í dag að kaupa sjálfur allan hlut Fuji Television Network í japanska netfyrirtækinu Livedoor fyrir 9,5 miljarða jena, jafnvirði 5,7 milljarða íslenskra króna. 16.3.2006 10:32
Stærstu eigendur Livedoor íhuga sölu Forsvarsmenn Fuji Television Network, eins stærsta hluthafa í japanska netfyrirtækinu Livedoor, eru sagðir vera að íhuga að selja 12,5 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Lokað varð fyrir öll viðskipti í kauphöllinni í Tókýó í Japan 18. janúar á þessu ári þegar grunur vaknaði um misferli hjá fyrirtækinu. 16.3.2006 10:07
Hlutabréf lækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Japan í dag í kjölfar þess að fjárfestar settu inn í áætlanir sínar yfirvofandi hækkun stýrivaxta í landinu. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,37 prósent og endaði í 16.096,21 stigi. Í gær hækkaði gengi hlutabréfanna hins vegar um hálf prósent. 16.3.2006 09:35
Snertir rekstur Bakkavarar lítið Breska matvælafyrirtækið Northern Foods sendi frá sér afkomuviðvörun í annað skipti á árinu en félagið er einn helsti samkeppnisaðili Bakkavarar í kældum matvörum í Bretlandi. 16.3.2006 00:01
Hráolíuverð lækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 40 sent á mörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag og endaði í 62,70 dollurum á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 26 sent í kauphöllinni í Lundúnum og endaði í 63,71 dal á tunnu. 15.3.2006 16:58
Tölvuþrjótar herja á Ebay Vírusvarnarfyrirtækið McAfee varaði í dag við tölvuskeytum þar sem fólki er ýmist sagt að það hafi unnið glaðning á uppboðsvefnum Ebay, þurfi að greiða fyrir vöru á uppboðsvefnum og verði að bregðast við. Í póstinum er hlekkur á falsaða útgáfu af uppboðssíðunni á netinu og þarf fólk að gefa þar upp ýmsar persónuupplýsingar. 15.3.2006 15:38