Fleiri fréttir

Hagnaður Ericsson eykst um 22%

Hagnaður sænska tæknifyrirtækisins Ericsson nam rúmlega 50 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi og jókst því hagnaðurinn um 22% miðað við sama tímabil í fyrra. Ericsson er stærsti framleiðandi þráðlauss fjarskiptabúnaðar í heimi og hafa viðskiptavinir verið að uppfæra búnað sinn að undanförnu.

Hráolía lækkar fimmta daginn í röð

Verð á hráolíu lækkaði í gær, fimmta daginn í röð, og er nú komið niður í rétt rúmlega sextíu og einn dollara á fatið. Í lok ágúst kostaði fatið af hráolíu meira en sjötíu dollara.

Stýrivextir óbreyttir í Evrópu

Evrópski Seðlabankinn ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum en þeir eru tvö prósent á evrusvæðinu. Hér á landi eru þeir tíu prósent en 4,5 prósent í Bretlandi. Þetta er hvati til spákaupmennsku útlendinga með verðbréf í íslenskum krónum, sem færst hefur í vöxt síðustu vikurnar.

Verð á hráolíu hríðlækkaði

Verð á hráolíu hríðlækkaði í Bandaríkjunum í gær. Fatið lækkaði um meira en tvo dollara og er nú komið niður fyrir sextíu og fjóra dollara en var rétt um sjötíu dollarar í aðdraganda fellibylsins Rítu.

Olíuverð hækkar aftur í dag

Verð á hráolíu hefur hækkað í dag eftir að það hríðlækkaði í Bandaríkjunum í gær. Ástæðan fyrir hækkuninni í dag mun vera minnkandi birgðir af bæði hráolíu og gasolíu en lækkunin í gær var til komin vegna þess að fellibylurinn Ríta hafði minni áhrif á olíuframleiðslu en óttast var.

Sjá næstu 50 fréttir