Fleiri fréttir

Abramovítsj selur hlut í Sibneft

Roman Abramovítsj, eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, hefur selt 73 prósenta hlut sinn í rússneska olíurisanum Sibneft. Kaupandinn er ríkisrekna gasfyrirtækið Gazprom og eru kaupin liður í stefnu Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta að koma náttúruauðlindum landsins aftur í eigu ríkisins. Abramovítsj fær andvirði tæpra 830 milljarða króna fyrir hlutabréfin.

FTSE-vísitalan yfir 5500 stig

Breska FTSE-hlutabréfavísitalan fór yfir 5500 stig skömmu eftir að markaðir opnuðu í morgun og er það í fyrsta skipti síðan í ágúst 2001 sem vísitalan mælist svo há. FTSE lækkaði svo eftir því sem leið á morguninn, einkum vegna þess að hlutabréf í lyfjafyrirtækjum lækkuðu.

Olíuverð lækkar

Olíuverð lækkaði lítils háttar í Bandaríkjunum í dag þar sem ekki er talið að Ríta muni valda skaða á olíulindum í Texas og við Mexíkóflóa. Fatið af olíu er nú á sextíu og sex dali. Olíuverð hefur hækkað töluvert undanfarið og þá bæði vegna þess usla sem fellibylurinn Katrín olli og hræðslu við fellibylinn Rítu.

Hyggst segja upp 10 þúsund manns

Raftækjarisinn Sony hyggst segja upp tíu þúsund manns á næstu þremur árum. Aðgerðirnar eru liður í endurskipulagningu fyrirtækisins sem hefur farið halloka á raftækjamarkaði undanfarin árin, en bréf í fyrirtækinu hafa lækkað um tvo þriðju á síðustu fimm árum og búist er við að tap fyrirtækisins ár árinu muni nema 5,4 milljörðum.

Aukning um 2 milljónir fata á dag

OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja, ákváðu á fundi sínum í dag að auka framboð á olíu um tvær milljónir fata á dag næstu þrjá mánuðina. Ætlunin er að auka framboð með því að selja hluta af varaforða aðildarríkjanna en ekki með því að auka framleiðslu.

Skortur hreinsunarstöðva skýringin

Samtök olíuframleiðsluríkja segja að það sé ekki skortur á olíu sem valdi háu bensínverði heldur skortur á hreinsunarstöðvum. OPEC ríkin eru nú á fundi í Austurríki um hvað þau geti gert til þess að ná eldsneytisverði niður í einhver þolanleg mörk.

Vildi framskækið fyrirtæki

James Liu fór til Hollands með tvær hendur tómar. Þegar hann sneri þaðan til Kína var hann starfsmaður flutningafyrirtækis sem hafði keypt hans eigið fyrirtæki. Honum fanns vanta kraft og áræðni í gamla fyrirtækið og tók því fegins hendi þegar Eimskip falaðist eftir kröftum hans og viðskiptasamböndum.

Lego flytur störf til Tékklands

Danska leikfangafyrirtækið Lego hefur tilkynnt að verksmiðja félagsins í Sviss ásamt fimm dreifingarstöðvum víðs vegar um Evrópu verði flutt til Tékklands. Þetta kemur fram í <em>Vegvísi</em> KB banka. Um 540 starfsmenn munu missa vinnu sína vegna skipulagsbreytinganna en ástæða þess að verksmiðjunni verður lokað í Sviss er hár launa- og framleiðslukostnaður þar í landi.

Sjá næstu 50 fréttir