Fleiri fréttir Ryanair vill inn á Noregsmarkað Írska lágfargjaldaflugfélagið Ryanair vill komast inn á norskan innanlandsflugmarkað. Í <em>Vegvísi</em> Landsbankans segir að framkvæmdastjóri Ryanair í Evrópu, Sidean Finn, telji innanlandsflugmarkaðinn í Noregi vera stóran - Noregur sé langt land, og margir þurfi að komast fljótt og ódýrt á milli suðurhlutans og norðurhlutans. 30.8.2005 00:01 Olíuverð hækkar vegna Katrínar Áhrifa Katrínar gætir víðar en í New Orleans og nágrenni því olíuverð hefur snarhækkað síðasta sólarhringinn. Verð á fatinu af hráolíu fór yfir 70 bandaríkjadali í Bandaríkjunum í morgun og hefur ekki verið hærra í meira en tvo áratugi. Olíuframleiðendur við Mexíkóflóa hafa þegar þurft að draga úr framleiðslunni um meira en milljón tunnur á dag og ekki er útséð með hvenær starfsemi þar kemst í samt lag á ný. 29.8.2005 00:01 Hátt olíuverð dragi úr vexti Olíuverð er nú komið upp í 70 dollara á fatið á heimsmarkaði og er hækkunin einkum rakin til spennu vegna hugsanlegra áhrifa fellibylsins Katarínu, en nú þegar hefur fjöldi starfsfólks olíuborpalla og olíuhreinsistöðva við Mexíkóflóa verið fluttur á brott í varúðarskyni. Þetta háa olíuverð hefur áhrif á gengi hlutabréfa á markaði og vekjur áhyggjur um að efnahagsvöxtur á heimsvísu gæti dregist saman. 29.8.2005 00:01 Netverslun sækir í sig veðrið Í fréttabréfi KB banka kemur fram að vinsældir netverslunar hafa aukist jafnt og þétt í Bandaríkjunum á síðastliðnum árum, m.a. vegna þess að bandarískir neytendur eru nú viljugri en áður til þess að gefa upp ýmsar upplýsingar er lúta að fjármálum á netinu, eins og t.d. kreditkortanúmer. Til netverslunar flokkast kaup og sala sem eiga sér stað um netið, að flugmiðum og fjármálaþjónustu undanskilinni. 22.8.2005 00:01 Konur betri á hlutabréfamarkaði Konur eru betri fjárfestar en karlar og standa sig betur á hlutabréfamarkaði. Þetta sýnir ný, umfangsmikil rannsókn norska hlutabréfasambandsins, AksjeNorge, sem nær yfir síðustu tíu ár. Á árunum 1995-2000 var hlutabréfasamsetningin hjá körlunum betri en svo sprakk netbólan og þá tóku konurnar forystuna og hafa haldið henni síðan. 20.8.2005 00:01 Fundu gas á botni Norðursjávar Orkufyrirtækið Norsk Hydro hefur fundið gas á botni Norðursjávar sem gæti verið þrjú hundruð milljarða króna virði, ef hægt er að nýta það. 20.8.2005 00:01 Hagnaður SAS þrefaldast Hagnaður SAS, stærsta flugfélags á Norðurlöndunum, rúmlega þrefaldaðist á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaður fjórðungsins nam rétt undir 500 milljónum sænskra króna, en á sama tíma síðasta árs nam hann 145 milljónum. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í dag. 17.8.2005 00:01 Verðbólga ekki meiri í átta ár Verðbólga hefur aukist í Bretlandi og er nú 2,3 prósent, en það er meiri verðbólga en mælst hefur þar í landi á síðustu átta árum. Hækkandi olíuverð er helsta orsök aukins verðbólguþrýstings í hagkerfinu. Íbúðaverð í London hefur lækkað síðustu mánuðina og hafa nýbyggingar í borginni lækkað mest. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka í dag. 16.8.2005 00:01 Góð afkoma Finnair Hagnaður Finnair eftir skatta var um þrír milljarðar á fyrri árshelmingi. Hlutabréf í flugfélaginu hækkuðu yfir átta prósent í finnsku kauphöllinni í gær. Burðarás er annar stærsti hluthafinn með 8,3 prósenta hlut og nemur markaðsvirði hans um fimm milljörðum króna. Finnska ríkið er stærsti hluthafinn með 59 prósent. 16.8.2005 00:01 Ráðgjafi Pútíns Andrei Illarionov, aðalefnahagsráðgjafi Pútins Rússlandsforseta, verður staddur hér á landi í byrjun næstu viku til að sækja fund Mont Pelerin-samtakanna. Samtökin voru á eftirstríðsárunum mikilvægur vettvangur helstu fræðimanna Evrópu og Bandaríkjanna sem vildu í sameiningu takmarka vöxt ríkisvaldsins, stuðla að frjálsu hagkerfi og tryggja athafnafrelsi einstaklingsins. 16.8.2005 00:01 Myndgæðin sigra markaðinnn Nýir farsímar sem eru með 1,3 megapixla myndavél eiga eftir að sigra heiminn á næsta ári að mati rannsóknarfyrirtækisins ABI. Fórnarlömb þessarar sigurgöngu eru að mati ABI núverandi myndavélasímar og einfaldari gerðir af stafrænum myndavélum. 16.8.2005 00:01 Sænskt hugvit í þýskar þotur Sænsk tækni verður væntanlega nýtt í þýsku Tornado-orrustuþoturnar en Saab hefur skrifað undir framleiðslusamning að upphæð einn milljarður sænskra króna, sem samsvarar 8,5 milljörðum íslenskra króna, við þýska hluta flugvélaframleiðandans EADS samkvæmt Vegvísi Landsbankans í dag. 15.8.2005 00:01 Tíu ár frá upphafi netbólunnar Tíu ár eru liðin frá hlutafjárútboði Netscape en það er talið marka upphaf netbólunnar miklu sem sprakk með látum árið 2000. Fram að útboði Netscape höfðu félög sem sóttust eftir skráningu á markað þurft að sýna mikla tekjuaukningu í þrjá ársfjórðunga og aukinn hagnað eða hagnaðarmöguleika áður en hlutafjárútboð fór fram. 12.8.2005 00:01 Hagnaður Alcan lækkaði um 42% Í fréttum frá Greiningardeild Landsbankans er greint frá því að hagnaður Alcan, næst stærsta álframleiðanda í heimi, hafi numið 190 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi og hefur lækkað um 42% frá sama tíma í fyrra, en þá nam hann 330 milljónum dollara. 8.8.2005 00:01 Olíuverðið nálgast sögulegt hámark Olíuverð fór yfir sextíu og tvo dollara á fatið í morgun og nálgast nú metverðið sem náðist fyrr í sumar. Ástæðan er sú að talið er að olíubirgðir Bandaríkjanna séu í lágmarki og frést hefur af töluverðum vandkvæðum hjá olíuhreinsunarstöðvum. 3.8.2005 00:01 Atkins í greiðslustöðvun Atkins Nutritionals, fyrirtækið sem hefur verið einna fremst í að breiða út megrunarkúr sem byggir á því að borða ekki kolefni, hefur farið fram á greiðslustöðvun. 1.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ryanair vill inn á Noregsmarkað Írska lágfargjaldaflugfélagið Ryanair vill komast inn á norskan innanlandsflugmarkað. Í <em>Vegvísi</em> Landsbankans segir að framkvæmdastjóri Ryanair í Evrópu, Sidean Finn, telji innanlandsflugmarkaðinn í Noregi vera stóran - Noregur sé langt land, og margir þurfi að komast fljótt og ódýrt á milli suðurhlutans og norðurhlutans. 30.8.2005 00:01
Olíuverð hækkar vegna Katrínar Áhrifa Katrínar gætir víðar en í New Orleans og nágrenni því olíuverð hefur snarhækkað síðasta sólarhringinn. Verð á fatinu af hráolíu fór yfir 70 bandaríkjadali í Bandaríkjunum í morgun og hefur ekki verið hærra í meira en tvo áratugi. Olíuframleiðendur við Mexíkóflóa hafa þegar þurft að draga úr framleiðslunni um meira en milljón tunnur á dag og ekki er útséð með hvenær starfsemi þar kemst í samt lag á ný. 29.8.2005 00:01
Hátt olíuverð dragi úr vexti Olíuverð er nú komið upp í 70 dollara á fatið á heimsmarkaði og er hækkunin einkum rakin til spennu vegna hugsanlegra áhrifa fellibylsins Katarínu, en nú þegar hefur fjöldi starfsfólks olíuborpalla og olíuhreinsistöðva við Mexíkóflóa verið fluttur á brott í varúðarskyni. Þetta háa olíuverð hefur áhrif á gengi hlutabréfa á markaði og vekjur áhyggjur um að efnahagsvöxtur á heimsvísu gæti dregist saman. 29.8.2005 00:01
Netverslun sækir í sig veðrið Í fréttabréfi KB banka kemur fram að vinsældir netverslunar hafa aukist jafnt og þétt í Bandaríkjunum á síðastliðnum árum, m.a. vegna þess að bandarískir neytendur eru nú viljugri en áður til þess að gefa upp ýmsar upplýsingar er lúta að fjármálum á netinu, eins og t.d. kreditkortanúmer. Til netverslunar flokkast kaup og sala sem eiga sér stað um netið, að flugmiðum og fjármálaþjónustu undanskilinni. 22.8.2005 00:01
Konur betri á hlutabréfamarkaði Konur eru betri fjárfestar en karlar og standa sig betur á hlutabréfamarkaði. Þetta sýnir ný, umfangsmikil rannsókn norska hlutabréfasambandsins, AksjeNorge, sem nær yfir síðustu tíu ár. Á árunum 1995-2000 var hlutabréfasamsetningin hjá körlunum betri en svo sprakk netbólan og þá tóku konurnar forystuna og hafa haldið henni síðan. 20.8.2005 00:01
Fundu gas á botni Norðursjávar Orkufyrirtækið Norsk Hydro hefur fundið gas á botni Norðursjávar sem gæti verið þrjú hundruð milljarða króna virði, ef hægt er að nýta það. 20.8.2005 00:01
Hagnaður SAS þrefaldast Hagnaður SAS, stærsta flugfélags á Norðurlöndunum, rúmlega þrefaldaðist á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaður fjórðungsins nam rétt undir 500 milljónum sænskra króna, en á sama tíma síðasta árs nam hann 145 milljónum. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í dag. 17.8.2005 00:01
Verðbólga ekki meiri í átta ár Verðbólga hefur aukist í Bretlandi og er nú 2,3 prósent, en það er meiri verðbólga en mælst hefur þar í landi á síðustu átta árum. Hækkandi olíuverð er helsta orsök aukins verðbólguþrýstings í hagkerfinu. Íbúðaverð í London hefur lækkað síðustu mánuðina og hafa nýbyggingar í borginni lækkað mest. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka í dag. 16.8.2005 00:01
Góð afkoma Finnair Hagnaður Finnair eftir skatta var um þrír milljarðar á fyrri árshelmingi. Hlutabréf í flugfélaginu hækkuðu yfir átta prósent í finnsku kauphöllinni í gær. Burðarás er annar stærsti hluthafinn með 8,3 prósenta hlut og nemur markaðsvirði hans um fimm milljörðum króna. Finnska ríkið er stærsti hluthafinn með 59 prósent. 16.8.2005 00:01
Ráðgjafi Pútíns Andrei Illarionov, aðalefnahagsráðgjafi Pútins Rússlandsforseta, verður staddur hér á landi í byrjun næstu viku til að sækja fund Mont Pelerin-samtakanna. Samtökin voru á eftirstríðsárunum mikilvægur vettvangur helstu fræðimanna Evrópu og Bandaríkjanna sem vildu í sameiningu takmarka vöxt ríkisvaldsins, stuðla að frjálsu hagkerfi og tryggja athafnafrelsi einstaklingsins. 16.8.2005 00:01
Myndgæðin sigra markaðinnn Nýir farsímar sem eru með 1,3 megapixla myndavél eiga eftir að sigra heiminn á næsta ári að mati rannsóknarfyrirtækisins ABI. Fórnarlömb þessarar sigurgöngu eru að mati ABI núverandi myndavélasímar og einfaldari gerðir af stafrænum myndavélum. 16.8.2005 00:01
Sænskt hugvit í þýskar þotur Sænsk tækni verður væntanlega nýtt í þýsku Tornado-orrustuþoturnar en Saab hefur skrifað undir framleiðslusamning að upphæð einn milljarður sænskra króna, sem samsvarar 8,5 milljörðum íslenskra króna, við þýska hluta flugvélaframleiðandans EADS samkvæmt Vegvísi Landsbankans í dag. 15.8.2005 00:01
Tíu ár frá upphafi netbólunnar Tíu ár eru liðin frá hlutafjárútboði Netscape en það er talið marka upphaf netbólunnar miklu sem sprakk með látum árið 2000. Fram að útboði Netscape höfðu félög sem sóttust eftir skráningu á markað þurft að sýna mikla tekjuaukningu í þrjá ársfjórðunga og aukinn hagnað eða hagnaðarmöguleika áður en hlutafjárútboð fór fram. 12.8.2005 00:01
Hagnaður Alcan lækkaði um 42% Í fréttum frá Greiningardeild Landsbankans er greint frá því að hagnaður Alcan, næst stærsta álframleiðanda í heimi, hafi numið 190 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi og hefur lækkað um 42% frá sama tíma í fyrra, en þá nam hann 330 milljónum dollara. 8.8.2005 00:01
Olíuverðið nálgast sögulegt hámark Olíuverð fór yfir sextíu og tvo dollara á fatið í morgun og nálgast nú metverðið sem náðist fyrr í sumar. Ástæðan er sú að talið er að olíubirgðir Bandaríkjanna séu í lágmarki og frést hefur af töluverðum vandkvæðum hjá olíuhreinsunarstöðvum. 3.8.2005 00:01
Atkins í greiðslustöðvun Atkins Nutritionals, fyrirtækið sem hefur verið einna fremst í að breiða út megrunarkúr sem byggir á því að borða ekki kolefni, hefur farið fram á greiðslustöðvun. 1.8.2005 00:01