Fleiri fréttir

Verðfall vegna jarðskjálftans

Verðfall varð á bréfum í flugfélögum, tryggingafélögum og fyrirtækjum í ferðamannageiranum þegar evrópskir hlutabréfamarkaðir opnuðu í gær. Lækkunin er rakin beint til hamfaranna í Indlandshafi á annan dag jóla en fjölmargir ferðamannastaðir eru á þessum slóðum.

Slegist um Yukos

Lögsókn í Bandaríkjunum getur sett strik í reikninginn vegna fyrirhugaðrar sölu dótturfélaga Yukos upp í skattskuld. Vestrænir fjárfestar óttast að sala eigna Yukos fari fram á alltof lágu verði og hafa því farið fram á lögbann.

Gengi dollarans lækkar á ný

Gengi dollarans lækkaði enn á ný gangvart helstu gjaldmiðlum í morgun eftir að hafa staðið í stað eða hækkað lítillega seinnipart síðustu viku. Á morgun koma upplýsingar um þróun í viðskiptum í Bandaríkjunum sem hafa áhrif á ákvarðanir bandaríska seðlabankans um vaxtastigið.

Sala ákveðin

Baugur hefur komist að samkomulagi um að selja Woodwards-matvælabúðirnar til keppinautarins 3663, eftir því sem fram kom í breska blaðinu Sunday Telegraph í gær.

OPEC dregur úr framleiðslu

OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, munu draga úr olíuframleiðslu strax í byrjun næsta árs til þess að koma í veg fyrir að heimsverð á olíu lækki meira en það hefur gert. Ahmad Fahad Al-Ahmad, olíumálaráðherra Kúvæt, kynnti þetta í gær en í dag funda olíumálaráðherrar ríkjanna í OPEC.

Gengi dollars lækkar enn

Gengi dollarans hefur enn lækkað gagnvart íslensku krónunni og gagnvart evrunni hefur það aldrei verið lægra. Áhrifin hér á landi virðast þó harla lítil.

Olíuverð á heimsmarkaði lækkar enn

Olíuverð á heimsmarkaði lækkar enn. Í gær hækkaði verðið á olíufatinu um 44 sent á markaði í New York en hefur nú þegar lækkað um 62 sent það sem af er degi. Allar líkur eru taldar á því að olíumálaráðherrar OPEC-ríkjanna ákveði að draga úr olíuframleiðslu á fundi sínum á föstudaginn en framleiðslan var aukin mjög þegar olíuverð náði hámarki í haust.

Olíuverð lækkar enn

Olíuverð heldur áfram að lækka hratt á heimsmarkaði. Það hefur lækkað um 12% á tveimur sólarhringum í Bandaríkjunum og kostar tunnan þar rúma 43 dollara. Þar hefur olíuverð ekki verið lægra síðan í september. Norðursjávarolía lækkaði líka um rúma tvo dollara í gær og er komin niður í rétt rúma 40 dollara.

Örasta olíuverðlækkun í 13 ár

Bensínverð var lækkað hér á landi í dag. Undanfarna sólarhringa hefur olíuverð lækkað svo ört á heimsmarkaði að leita þarf aftur til ársins 1991 til að finna sambærileg dæmi. Olía og dollar eru í frjálsu falli og því hugsanlegt að verðið geti lækkað enn frekar. 

Sjá næstu 50 fréttir