Örasta olíuverðlækkun í 13 ár 3. desember 2004 00:01 Bensínverð var lækkað hér á landi í dag. Undanfarna sólarhringa hefur olíuverð lækkað svo ört á heimsmarkaði að leita þarf aftur til ársins 1991 til að finna sambærileg dæmi. Olía og dollar eru í frjálsu falli og því hugsanlegt að verðið geti lækkað enn frekar. Ástæða lækkunarinnar er sögð breytingar á heimsmarkaðsverði og styrking krónunnar gangvart dollarnum. Bæði Skeljungur og Olíufélagið lækkuðu bensínlítrann um 1 krónu og 40 aura og dísel lækkaði um 1 krónu og 50 aura. Hjá Olís segjast menn hafa lækkað verð á nánast hverjum einasta degi í vikunni en senda ekki út tilkynningar um það, enda sé misjafnt verð eftir stöðvum. Það sé stefna félagsins að bjóða samkeppnishæft verð á hverjum tíma. Þeir talsmenn olíufélaganna sem fréttastofan ræddi við í dag sögðu erfitt að segja til um hvort að frekari lækkun væri væntanleg, en töldu þó almennt bjartara framundan. Í ljósi þess að bæði dollar og olíuverð virðast í frjálsu falli gæti þó verið svigrúm til frekari lækkunar, en lækkunin nú er einmitt vegna þróunar olíuverðs á heimsmarkaði. Undanfarna tvo sólarhringa hefur lækkun verið umtalsverð, eða um 12% á markaði í New York. Verðið á fatinu er því rúmlega 42 dollar eftir að hafa náð hámarki í kringum 55 dollara í haust. Þetta er jafnframt mesta lækkun olíuverðs á heimsmarkaði frá því árið 1991, þegar Flóastríðinu lauk. Norðursjávarolía lækkaði líka um rúma tvo dollara í gær og er komin niður í rétt rúma 40 dollara. Hjá samtökum olíuríkja, OPEC, virðist ráðamönnum ekki lítast á blikuna. Olíumálaráðherrar aðildarríkjanna hittast á fundi eftir viku og í dag var haft eftir háttsettum heimildarmanni inna OPEC að allt eins mætti vænta þess að dregið yrði úr offramleiðslu til að hindra verðhrun. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bensínverð var lækkað hér á landi í dag. Undanfarna sólarhringa hefur olíuverð lækkað svo ört á heimsmarkaði að leita þarf aftur til ársins 1991 til að finna sambærileg dæmi. Olía og dollar eru í frjálsu falli og því hugsanlegt að verðið geti lækkað enn frekar. Ástæða lækkunarinnar er sögð breytingar á heimsmarkaðsverði og styrking krónunnar gangvart dollarnum. Bæði Skeljungur og Olíufélagið lækkuðu bensínlítrann um 1 krónu og 40 aura og dísel lækkaði um 1 krónu og 50 aura. Hjá Olís segjast menn hafa lækkað verð á nánast hverjum einasta degi í vikunni en senda ekki út tilkynningar um það, enda sé misjafnt verð eftir stöðvum. Það sé stefna félagsins að bjóða samkeppnishæft verð á hverjum tíma. Þeir talsmenn olíufélaganna sem fréttastofan ræddi við í dag sögðu erfitt að segja til um hvort að frekari lækkun væri væntanleg, en töldu þó almennt bjartara framundan. Í ljósi þess að bæði dollar og olíuverð virðast í frjálsu falli gæti þó verið svigrúm til frekari lækkunar, en lækkunin nú er einmitt vegna þróunar olíuverðs á heimsmarkaði. Undanfarna tvo sólarhringa hefur lækkun verið umtalsverð, eða um 12% á markaði í New York. Verðið á fatinu er því rúmlega 42 dollar eftir að hafa náð hámarki í kringum 55 dollara í haust. Þetta er jafnframt mesta lækkun olíuverðs á heimsmarkaði frá því árið 1991, þegar Flóastríðinu lauk. Norðursjávarolía lækkaði líka um rúma tvo dollara í gær og er komin niður í rétt rúma 40 dollara. Hjá samtökum olíuríkja, OPEC, virðist ráðamönnum ekki lítast á blikuna. Olíumálaráðherrar aðildarríkjanna hittast á fundi eftir viku og í dag var haft eftir háttsettum heimildarmanni inna OPEC að allt eins mætti vænta þess að dregið yrði úr offramleiðslu til að hindra verðhrun.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira