Fleiri fréttir

Google of dýrt?

Fjárfestar í Bandaríkjunum er farnir að efast um að hlutafjárútboð fyrirtækisins Google, sem rekur vinsælustu leitarvélina á netinu, sé eins freistandi og áður var talið.

Stærsta bankayfirtaka allra tíma

Santander, stærsti banki Spánar og rómönsku Ameríku, hefur ákveðið að kaupa breska bankann Abbey National Plc. Kaupverðið er 8,3 milljarða punda sem samsvarar um einni billjón íslenskra króna og er þetta stærsta yfirtaka allra tíma á banka milli landa.

Yukos í gjaldþrot?

Sérfræðingar í olíuviðskiptum hafa nú áhyggjur af því að vöruflæði frá rússneska fyrirtækinu Yukos kunni að stöðvast innan skamms og fyrirtækið að verða gjaldþrota.

Bréf í Amazon hríðlækka

Verð hlutabréfa í Amazon.com féll um þrettán prósent þrátt fyrir að fyrirtækið hafi nýlega tilkynnt um hagnað og veltuaukningu á síðasta ársfjórðungi. Hagnaðurinn og veltuaukningin reyndust minni en spáð var og því hríðlækkuðu bréf í félaginu.

Microsoft lætur undan þrýstingi

Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur ákveðið að láta undan þrýstingi hluthafa og nota hluta af peningafjalli sínu til að greiða hluthöfum um 5 þúsund milljarða króna. Arðgreiðslur verða tvöfaldaðar og hluthafar fá eingreiðslu sem nemur þremur dollurum á hlut, eða alls um 2.300 milljörðum króna.

Þreföld smásala vegna EM

Smásala í Bretlandi jókst næstum þrisvar sinnum meira í júní en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir og er aukningin rakin til Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fór mánuðinum. Aukningin nam 1,1% sem er það mesta síðan í janúar en spá sérfræðinga hljóðaði upp á 0,4% aukningu.

Stóru ríkin sleppi ekki

Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að ólöglegt hafi verið að hlífa ríkisstjórnum Frakklands og Þýskalands við sektum vegna brota á Stöðugleikasáttmálanum um fjármál aðildarríkja evrunnar.

Forstjóri Enron ákærður

Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóri orkufyrirtækisins Enrons, var í dag ákærður fyrir að hafa látið falsa bókhald fyrirtækisins og gera leynilega samninga til þess að fela skuldir þess. Rannsóknin á Lay hefur tekið þrjú ár.

Sjá næstu 50 fréttir