Fleiri fréttir

Fjöldi far­þega milli landa tvö­faldast milli mánaða

Fjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair í maí var rúmlega tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Félagið hefur aukið flugframboð sitt að undanförnu í takt við aukna eftirspurn eftir flugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem vísar til flutningatalna sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag.

Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin

Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings.

Skoða að færa KFC nær Akureyri

Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár.

Útlit fyrir líflegt ferðasumar

Um níu af hverjum tíu landsmönnum ætla í ferðalag innanlands í sumar þar sem gist er eina nótt eða lengur og ætlar tæplega helmingur að gista á hóteli. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar á vegum Ferðamálastofu.

„Þetta hefur farið miklu betur en við reiknuðum með“

Tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna hækkaði um 5,7% í fyrra frá árinu 2019 þrátt fyrir mikinn efnahagssamdrátt og stóraukið atvinnuleysi. Er það sama aukning og sást milli áranna 2018 og 2019. Hagfræðiprófessor segir að staðan hafi reynst mun betri en svartar spár gerðu ráð fyrir.

Stærð ferða­þjónustunnar á­stæða lengra bata­ferlis

Prófessor í hag­fræði við Há­skóla Ís­lands gerir ráð fyrir því að hlutur ferða­þjónustunnar í hag­kerfi landsins sé helsta á­stæða þess að OECD spái Ís­landi svo hægum bata úr efna­hags­kreppu far­aldursins.

Nadine fer til Play

Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni hefur ráðið sig til flugfélagsins Play sem samskiptastjóri fyrirtækisins. Hún hættir störfum á fréttastofunni í sumar.

Ráðin ráð­gjafar hjá Expectus

Edda Valdimarsdóttir Blumenstein, Helgi Logason og Hörður Kristinn Örvarsson hafa öll verið ráðin til starfa hjá ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækinu Expectus sem sérfræðingar.

Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum

Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál.

Milljarðaframkvæmdir við Leifsstöð

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20.000 fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að hún verði tekin í notkun árið 2024 og heildarkostnaður verði 20,8 milljarðar króna. 

Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna

Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna.

Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði

Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn.

Bankarnir hækkuðu allir vexti hús­næðis­lána í dag

Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag.

Stofnandi World Class skóla færir sig um set

Magnea Björg Jónsdóttir hefur verið ráðin viðskiptastýra Key of Marketing. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 2018, hjálpar fyrirtækjum að fanga viðskiptavini með sjálfvirkni í markaðssetningu og efnissköpun.

Guðjón keyrir stafrænu málin áfram hjá Póstinum

Guðjón Ingi Ágústsson hefur tekið við sem forstöðumaður Stafrænna lausna og upplýsingatækni hjá Póstinum en hann hefur áður sinnt stöðu tæknirekstrarstjóra fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.

Her­dís og Daði til Orku náttúrunnar

Herdís Skúladóttir og Daði Hafþórsson hafa verið ráðin til Orku náttúrunnar. Herdís hefur starfsheitið fararstjóri stafrænnar forystu og Daði er forstöðumaður virkjanareksturs ON.

Fast­eigna­mat hækkar um 7,4 prósent á árinu

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,4 prósent á árinu og verður 10.340 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár, fyrir árið 2022. Þetta er töluvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 2,1 prósent á landinu öllu.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.