Fleiri fréttir

Fjögur ráðin til Kolibri

Fjórir nýir starfsmenn hafa hafið störf hjá ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækisins Kolibri

Hlutabréf í Icelandair Group rjúka upp

Hlutabréf í Icelandair Group ruku upp í verði í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni, en félagið hækkaði í gærkvöldi afkomuspá sína fyrir árið í heild.

Loksins stór hugmynd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn hafa spilað út stóra spilinu fyrir kosningarnar. Sigmundur vill að ríkið nýti kauprétt sinn að Arion banka og greiði út það umfram eigið fé sem finna má í bankanum.

Komið á óvart hvað forseti Bandaríkjanna er mikið fífl

Brynhildur Pétursdóttir, sem sat á Alþingi fyrir Bjarta framtíð á árunum 2013 til 2016, var í síðasta mánuði ráðin framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur þekkir vel til samtakanna en hún starfaði þar og var ritstjóri Neytendablaðsins frá 2005 til 2013. Hún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.

Að hlaupa hraðar og hraðar í ranga átt

Christian Ørsted, danskur stjórnunarráðgjafi og höfundur metsölubókarinnar um lífshættulega stjórnunarhætti, er staddur hér á landi og gefur íslenskum stjórnendum hollráð.

Tulipop með hundruð milljóna króna sjónvarpsþætti

Íslenska fyrirtækið Tulipop á í viðræðum við alþjóleg stórfyrirtæki um framleiðslu á 52 þátta sjónvarpsseríu. Þættirnir verða að líkindum frumsýndir eftir tvö ár og munu kosta um 500 til 700 milljónir króna.

Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík

Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin.

Tryggingafélag ráðlagði Glitni að fá lögbann

Framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo segir ákvörðun um að fara fram á lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media hafa verið tekna í samráði við tryggingafélag eignarhaldsfélagsins. Stjórnendur Glitnis hafi óttast mögulega skaðabótaskyldu eftir að þeir fengu í síðustu viku upplýsingar um umfang lekans þaðan og að gögnin vörðuðu þúsundir fyrrverandi viðskiptavina bankans.

Tryggingagjaldið hækkað um þrjátíu milljarða

Þrátt fyrir að hafa lækkað um 0,94 prósentustig hefur tryggingagjaldið hækkað um allt að þriðjung í krónum talið á undanförnum fjórum árum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verða tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldinu liðlega 99 milljarðar króna.

MS ætlar að breyta mysu í vín innan tveggja ára

MS og Kaupfélag Skagfirðinga ætla að hefja framleiðslu á etanóli í nýrri verksmiðju á Sauðárkróki. Vilja selja áfengisframleiðendum íslenskan spíra og taka þátt í vöruþróun á víni.

Spá miklum samdrætti hjá Högum

Greiningardeild Arion banka spáir því að hagnaður smásölufélagsins Haga verði 746 milljónir króna á öðrum fjórðungi rekstrarársins og dragist þannig saman um tæplega 39 prósent á milli ára. Félagið mun birta uppgjör fyrir fjórðunginn í næstu viku.

„Þotuliðið“ fær jólabjór á undan öðrum

Bjóráhugamenn sem hafa mikinn áhuga á jólabjór geta tekið forskot á sæluna með því að fara til útlanda og heim aftur. Jólabjórinn er kominn til sölu í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, um þremur vikum áður en hann fer í sölu í verslunum ÁTVR.

Verkefnisstjórnin heldur sínu striki þrátt fyrir kosningar

Verkefnisstjórnin, sem var fyrr á árinu falið að endurskoða peningastefnu Íslands til framtíðar, heldur sínu striki þrátt fyrir stjórnarslit og boðaðar þingkosningar, að sögn Ásgeirs Jónssonar, lektors í hagfræði við Háskóla Íslands, sem á sæti í stjórninni.

Félag Einars Sveinssonar hagnast um 375 milljónir

Eignarhaldsfélag Einars Sveinssonar, fjárfestis og föðurbróður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, skilaði 375 milljóna króna hagnaði í fyrra, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins.

Ekki verið tekin ákvörðun um framtíð ePósts

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald þróunarverkefnis Íslandspósts á sviði rafrænnar dreifingar. ePóstur hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum frá stofnun. Íslandspóstur segir tekjuvöxt félagsins hafa verið undir væntingum.

Davíð Stefánsson til Akta sjóða

Davíð Stefánsson, sem starfaði áður hjá ráðgjafafyrirtækinu PJT Partners í London, hefur verið ráðinn til Akta sjóða.

Gunnar Sveinn til Íslandsbanka

Gunnar Sveinn Magnússon, sem hefur starfað undanfarin ár hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS), hefur verið ráðinn fjárfestatengill Íslandsbanka.

Krónublinda

Enn hefur ekkert eitt mál fangað kosningabaráttuna fyrir komandi kosningar. Meira að segja Sigmundi Davíð hefur ekki tekist að láta allt hverfast um fjármálakerfið og þær umbætur á því sem hann telur nauðsynlegar.

Svipmynd Markaðarins: Nýtur þess að vera með marga bolta á lofti

Anna Þóra Ísfold tók við starfi framkvæmdastjóra Félags viðskipta- og hagfræðinga í síðasta mánuði. Anna á fjölbreyttan feril að baki, hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og sérhæft sig í ráðgjöf og umsjón samfélagsmiðla fyrir stofnanir og fyrirtæki, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.

Sjá næstu 50 fréttir