Stigi og kælar ónýtir en opnað á tilsettum tíma Haraldur Guðmundsson skrifar 17. október 2017 06:00 Starfsfólk Hagkaups vinnur í kapp við tímann við að fylla á hillur. Tæplega 70 iðnaðarmenn vinna nú að opnuninni í Kringlunni. vísir/eyþór Rúllustigi frá Kína og kælitæki sem verslunarfyrirtækið Hagar hafði pantað frá Evrópu, fyrir enduropnun Hagkaups í Kringlunni og Zöru í Smáralind, skemmdust í flutningum hingað til lands fyrr í haust. Panta þarf nýjan stiga og tæki en uppákoman mun að sögn Finns Árnasonar, forstjóra Haga, ekki seinka opnun. „Við stefnum enn að opnun Hagkaups í Kringlunni næsta laugardag og viku seinna í Zöru. Það hafa verið ýmsar uppákomur en þetta hefur gengið stórslysalaust,“ segir Finnur. Verslun Hagkaups á fyrstu hæð Kringlunnar var lokað um miðjan ágúst en þar stendur til að bæta við þeim vöruflokkum sem voru í verslun fyrirtækisins á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Tískuvöruverslun Zöru í Smáralind var lokað tveimur vikum fyrr en þar er einnig búið að endurnýja verslunarrými. Sú verslun verður á tveimur hæðum en ekki einni líkt og áður og var því pantaður rúllustigi. „Þegar gámarnir voru opnaðir hér uppgötvuðust skemmdirnar. Þetta hefur slegist til í gámunum í einhverju veðri og er ónýtt en þetta er tryggt. Við leysum þetta tímabundið á annan hátt og þetta ætti því ekki að koma að sök. Þetta er svo ekki nema hluti af kælunum í Hagkaupsbúðinni og það verður leyst á annan hátt,“ segir Finnur. Kringlan fagnaði 30 ára afmæli þann 13. ágúst og var afmælishátíð frestað vegna breytinga í verslun Hagkaups og opnunar H&M í september. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við Fréttablaðið að hátíðin muni hefjast á fimmtudag og standa fram yfir helgi. „Þetta er mikill hraði og miklar framkvæmdir en við erum með frábært fólk í þeim og þetta er allt á áætlun,“ segir Finnur, aðspurður hvort ekki sé töluverð pressa á starfsfólki Haga um að náist að opna Hagkaup í Kringlunni á tilsettum tíma. haraldur@frettabladis.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Rúllustigi frá Kína og kælitæki sem verslunarfyrirtækið Hagar hafði pantað frá Evrópu, fyrir enduropnun Hagkaups í Kringlunni og Zöru í Smáralind, skemmdust í flutningum hingað til lands fyrr í haust. Panta þarf nýjan stiga og tæki en uppákoman mun að sögn Finns Árnasonar, forstjóra Haga, ekki seinka opnun. „Við stefnum enn að opnun Hagkaups í Kringlunni næsta laugardag og viku seinna í Zöru. Það hafa verið ýmsar uppákomur en þetta hefur gengið stórslysalaust,“ segir Finnur. Verslun Hagkaups á fyrstu hæð Kringlunnar var lokað um miðjan ágúst en þar stendur til að bæta við þeim vöruflokkum sem voru í verslun fyrirtækisins á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Tískuvöruverslun Zöru í Smáralind var lokað tveimur vikum fyrr en þar er einnig búið að endurnýja verslunarrými. Sú verslun verður á tveimur hæðum en ekki einni líkt og áður og var því pantaður rúllustigi. „Þegar gámarnir voru opnaðir hér uppgötvuðust skemmdirnar. Þetta hefur slegist til í gámunum í einhverju veðri og er ónýtt en þetta er tryggt. Við leysum þetta tímabundið á annan hátt og þetta ætti því ekki að koma að sök. Þetta er svo ekki nema hluti af kælunum í Hagkaupsbúðinni og það verður leyst á annan hátt,“ segir Finnur. Kringlan fagnaði 30 ára afmæli þann 13. ágúst og var afmælishátíð frestað vegna breytinga í verslun Hagkaups og opnunar H&M í september. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við Fréttablaðið að hátíðin muni hefjast á fimmtudag og standa fram yfir helgi. „Þetta er mikill hraði og miklar framkvæmdir en við erum með frábært fólk í þeim og þetta er allt á áætlun,“ segir Finnur, aðspurður hvort ekki sé töluverð pressa á starfsfólki Haga um að náist að opna Hagkaup í Kringlunni á tilsettum tíma. haraldur@frettabladis.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira