Stigi og kælar ónýtir en opnað á tilsettum tíma Haraldur Guðmundsson skrifar 17. október 2017 06:00 Starfsfólk Hagkaups vinnur í kapp við tímann við að fylla á hillur. Tæplega 70 iðnaðarmenn vinna nú að opnuninni í Kringlunni. vísir/eyþór Rúllustigi frá Kína og kælitæki sem verslunarfyrirtækið Hagar hafði pantað frá Evrópu, fyrir enduropnun Hagkaups í Kringlunni og Zöru í Smáralind, skemmdust í flutningum hingað til lands fyrr í haust. Panta þarf nýjan stiga og tæki en uppákoman mun að sögn Finns Árnasonar, forstjóra Haga, ekki seinka opnun. „Við stefnum enn að opnun Hagkaups í Kringlunni næsta laugardag og viku seinna í Zöru. Það hafa verið ýmsar uppákomur en þetta hefur gengið stórslysalaust,“ segir Finnur. Verslun Hagkaups á fyrstu hæð Kringlunnar var lokað um miðjan ágúst en þar stendur til að bæta við þeim vöruflokkum sem voru í verslun fyrirtækisins á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Tískuvöruverslun Zöru í Smáralind var lokað tveimur vikum fyrr en þar er einnig búið að endurnýja verslunarrými. Sú verslun verður á tveimur hæðum en ekki einni líkt og áður og var því pantaður rúllustigi. „Þegar gámarnir voru opnaðir hér uppgötvuðust skemmdirnar. Þetta hefur slegist til í gámunum í einhverju veðri og er ónýtt en þetta er tryggt. Við leysum þetta tímabundið á annan hátt og þetta ætti því ekki að koma að sök. Þetta er svo ekki nema hluti af kælunum í Hagkaupsbúðinni og það verður leyst á annan hátt,“ segir Finnur. Kringlan fagnaði 30 ára afmæli þann 13. ágúst og var afmælishátíð frestað vegna breytinga í verslun Hagkaups og opnunar H&M í september. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við Fréttablaðið að hátíðin muni hefjast á fimmtudag og standa fram yfir helgi. „Þetta er mikill hraði og miklar framkvæmdir en við erum með frábært fólk í þeim og þetta er allt á áætlun,“ segir Finnur, aðspurður hvort ekki sé töluverð pressa á starfsfólki Haga um að náist að opna Hagkaup í Kringlunni á tilsettum tíma. haraldur@frettabladis.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Rúllustigi frá Kína og kælitæki sem verslunarfyrirtækið Hagar hafði pantað frá Evrópu, fyrir enduropnun Hagkaups í Kringlunni og Zöru í Smáralind, skemmdust í flutningum hingað til lands fyrr í haust. Panta þarf nýjan stiga og tæki en uppákoman mun að sögn Finns Árnasonar, forstjóra Haga, ekki seinka opnun. „Við stefnum enn að opnun Hagkaups í Kringlunni næsta laugardag og viku seinna í Zöru. Það hafa verið ýmsar uppákomur en þetta hefur gengið stórslysalaust,“ segir Finnur. Verslun Hagkaups á fyrstu hæð Kringlunnar var lokað um miðjan ágúst en þar stendur til að bæta við þeim vöruflokkum sem voru í verslun fyrirtækisins á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Tískuvöruverslun Zöru í Smáralind var lokað tveimur vikum fyrr en þar er einnig búið að endurnýja verslunarrými. Sú verslun verður á tveimur hæðum en ekki einni líkt og áður og var því pantaður rúllustigi. „Þegar gámarnir voru opnaðir hér uppgötvuðust skemmdirnar. Þetta hefur slegist til í gámunum í einhverju veðri og er ónýtt en þetta er tryggt. Við leysum þetta tímabundið á annan hátt og þetta ætti því ekki að koma að sök. Þetta er svo ekki nema hluti af kælunum í Hagkaupsbúðinni og það verður leyst á annan hátt,“ segir Finnur. Kringlan fagnaði 30 ára afmæli þann 13. ágúst og var afmælishátíð frestað vegna breytinga í verslun Hagkaups og opnunar H&M í september. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við Fréttablaðið að hátíðin muni hefjast á fimmtudag og standa fram yfir helgi. „Þetta er mikill hraði og miklar framkvæmdir en við erum með frábært fólk í þeim og þetta er allt á áætlun,“ segir Finnur, aðspurður hvort ekki sé töluverð pressa á starfsfólki Haga um að náist að opna Hagkaup í Kringlunni á tilsettum tíma. haraldur@frettabladis.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira