Stigi og kælar ónýtir en opnað á tilsettum tíma Haraldur Guðmundsson skrifar 17. október 2017 06:00 Starfsfólk Hagkaups vinnur í kapp við tímann við að fylla á hillur. Tæplega 70 iðnaðarmenn vinna nú að opnuninni í Kringlunni. vísir/eyþór Rúllustigi frá Kína og kælitæki sem verslunarfyrirtækið Hagar hafði pantað frá Evrópu, fyrir enduropnun Hagkaups í Kringlunni og Zöru í Smáralind, skemmdust í flutningum hingað til lands fyrr í haust. Panta þarf nýjan stiga og tæki en uppákoman mun að sögn Finns Árnasonar, forstjóra Haga, ekki seinka opnun. „Við stefnum enn að opnun Hagkaups í Kringlunni næsta laugardag og viku seinna í Zöru. Það hafa verið ýmsar uppákomur en þetta hefur gengið stórslysalaust,“ segir Finnur. Verslun Hagkaups á fyrstu hæð Kringlunnar var lokað um miðjan ágúst en þar stendur til að bæta við þeim vöruflokkum sem voru í verslun fyrirtækisins á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Tískuvöruverslun Zöru í Smáralind var lokað tveimur vikum fyrr en þar er einnig búið að endurnýja verslunarrými. Sú verslun verður á tveimur hæðum en ekki einni líkt og áður og var því pantaður rúllustigi. „Þegar gámarnir voru opnaðir hér uppgötvuðust skemmdirnar. Þetta hefur slegist til í gámunum í einhverju veðri og er ónýtt en þetta er tryggt. Við leysum þetta tímabundið á annan hátt og þetta ætti því ekki að koma að sök. Þetta er svo ekki nema hluti af kælunum í Hagkaupsbúðinni og það verður leyst á annan hátt,“ segir Finnur. Kringlan fagnaði 30 ára afmæli þann 13. ágúst og var afmælishátíð frestað vegna breytinga í verslun Hagkaups og opnunar H&M í september. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við Fréttablaðið að hátíðin muni hefjast á fimmtudag og standa fram yfir helgi. „Þetta er mikill hraði og miklar framkvæmdir en við erum með frábært fólk í þeim og þetta er allt á áætlun,“ segir Finnur, aðspurður hvort ekki sé töluverð pressa á starfsfólki Haga um að náist að opna Hagkaup í Kringlunni á tilsettum tíma. haraldur@frettabladis.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Rúllustigi frá Kína og kælitæki sem verslunarfyrirtækið Hagar hafði pantað frá Evrópu, fyrir enduropnun Hagkaups í Kringlunni og Zöru í Smáralind, skemmdust í flutningum hingað til lands fyrr í haust. Panta þarf nýjan stiga og tæki en uppákoman mun að sögn Finns Árnasonar, forstjóra Haga, ekki seinka opnun. „Við stefnum enn að opnun Hagkaups í Kringlunni næsta laugardag og viku seinna í Zöru. Það hafa verið ýmsar uppákomur en þetta hefur gengið stórslysalaust,“ segir Finnur. Verslun Hagkaups á fyrstu hæð Kringlunnar var lokað um miðjan ágúst en þar stendur til að bæta við þeim vöruflokkum sem voru í verslun fyrirtækisins á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Tískuvöruverslun Zöru í Smáralind var lokað tveimur vikum fyrr en þar er einnig búið að endurnýja verslunarrými. Sú verslun verður á tveimur hæðum en ekki einni líkt og áður og var því pantaður rúllustigi. „Þegar gámarnir voru opnaðir hér uppgötvuðust skemmdirnar. Þetta hefur slegist til í gámunum í einhverju veðri og er ónýtt en þetta er tryggt. Við leysum þetta tímabundið á annan hátt og þetta ætti því ekki að koma að sök. Þetta er svo ekki nema hluti af kælunum í Hagkaupsbúðinni og það verður leyst á annan hátt,“ segir Finnur. Kringlan fagnaði 30 ára afmæli þann 13. ágúst og var afmælishátíð frestað vegna breytinga í verslun Hagkaups og opnunar H&M í september. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við Fréttablaðið að hátíðin muni hefjast á fimmtudag og standa fram yfir helgi. „Þetta er mikill hraði og miklar framkvæmdir en við erum með frábært fólk í þeim og þetta er allt á áætlun,“ segir Finnur, aðspurður hvort ekki sé töluverð pressa á starfsfólki Haga um að náist að opna Hagkaup í Kringlunni á tilsettum tíma. haraldur@frettabladis.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira