Þessar tíu hugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. október 2017 16:22 Fyrsta sætið hlýtur 1 milljón króna í verðlaun. Anton Brink Alls bárust 82 viðskiptahugmyndir til keppni í frumkvöðlakeppnina Gulleggið í ár. Auk þess skráðu 19 manns sig án hugmyndar og áttu kost á því að komast inn í teymi. Þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin á árinu, svo nú hafa borist yfir 200 hugmyndir í keppnina árið 2017. Úrslit í Gullegginu ráðast laugardaginn 28. október þegar teymin tíu sem keppa til úrslita kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefnd sem skipuð er fjárfestum og stjórnendum sem velja sigurvegara keppninnar. Fyrsta sætið hlýtur 1 milljón króna í verðlaun, annað sætið 500 þúsund krónur og þriðja sætið 300 þúsund krónur. Þar að auki eru margskonar aukaverðlaun sem samstarfsaðilar keppninnar veita. Hugmyndirnar tíu sem keppa til úrslita eru eftirfarandiAtmonia:Umhverfisvæn framleiðsla á ammóníaki.Freebee:Hugbúnaður sem veitir neytendum aðgang að ókeypis vöru og þjónustu og fyrirtækjum aðgang að rýnihópum.Genki Instruments:Wave, fyrsta vara fyrirtækisins, er hringur hannaður fyrir tónlistarfólk. Wave nemur hreyfingar handarinnar, snúning og slátt og þannig getur tónlistarfólk stjórnað hljóði og sett af stað skipanir í rauntíma með einföldum hætti. Reykjavík Roller CoasterUpplifun í sýndarverkuleika þar sem notandinn þeytist um í rússíbanahermi í gegnum undur íslenskrar náttúru.Spontant:Hugbúnaður sem hjálpar hvatvísum ferðamönnum að finna ævintýri og afþreyingu á síðustu stundu og ferðaþjónustufyrirtækjum að hámarka nýtingu.Munndropinn:Dropalaga munnstykki sem þrýstir tungunni niður og kemur þar með í veg fyrir að hægt sé að gnísta tönnum.Myrkur:Framleiðsla á leikjaseríu sem notar allra nýjustu tækni til að lágmarka kostnað og auka gæði.Taktikal:Hugbúnaðarlausn sem gerir einstaklingum og lögaðilum mögulegt að stofna til viðskipta á örfáum mínútum og í kjölfarið heimila ýmsar sjálfvirkar þjónustur er krefjast viðskiptasambands. Tasty Rook:Stafrænir samkvæmisleikir fyrir snjallsíma sem notendur spila augliti til auglitis með fjölskyldu og vinum hvar og hvenær sem er. Fyrirtækið hefur þegar gefið út leikinn Triple Agent.Ylhýra:Hugbúnaður sem kennir íslensku á samtalsformi.Frá því í september hafa þátttakendur sótt vinnusmiðjur þar sem þeir hafa fengið leiðsögn og fræðslu til að þróa hugmyndir sínar áfram þannig að eftir standi raunhæfar og vandaðar áætlanir. Við framkvæmd Gulleggsins nýtur Icelandic Startups liðsinnis tólf sjálfboðaliða úr röðum nemenda samstarfsháskólanna; HR, HÍ, Bifröst og LHÍ. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Alls bárust 82 viðskiptahugmyndir til keppni í frumkvöðlakeppnina Gulleggið í ár. Auk þess skráðu 19 manns sig án hugmyndar og áttu kost á því að komast inn í teymi. Þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin á árinu, svo nú hafa borist yfir 200 hugmyndir í keppnina árið 2017. Úrslit í Gullegginu ráðast laugardaginn 28. október þegar teymin tíu sem keppa til úrslita kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefnd sem skipuð er fjárfestum og stjórnendum sem velja sigurvegara keppninnar. Fyrsta sætið hlýtur 1 milljón króna í verðlaun, annað sætið 500 þúsund krónur og þriðja sætið 300 þúsund krónur. Þar að auki eru margskonar aukaverðlaun sem samstarfsaðilar keppninnar veita. Hugmyndirnar tíu sem keppa til úrslita eru eftirfarandiAtmonia:Umhverfisvæn framleiðsla á ammóníaki.Freebee:Hugbúnaður sem veitir neytendum aðgang að ókeypis vöru og þjónustu og fyrirtækjum aðgang að rýnihópum.Genki Instruments:Wave, fyrsta vara fyrirtækisins, er hringur hannaður fyrir tónlistarfólk. Wave nemur hreyfingar handarinnar, snúning og slátt og þannig getur tónlistarfólk stjórnað hljóði og sett af stað skipanir í rauntíma með einföldum hætti. Reykjavík Roller CoasterUpplifun í sýndarverkuleika þar sem notandinn þeytist um í rússíbanahermi í gegnum undur íslenskrar náttúru.Spontant:Hugbúnaður sem hjálpar hvatvísum ferðamönnum að finna ævintýri og afþreyingu á síðustu stundu og ferðaþjónustufyrirtækjum að hámarka nýtingu.Munndropinn:Dropalaga munnstykki sem þrýstir tungunni niður og kemur þar með í veg fyrir að hægt sé að gnísta tönnum.Myrkur:Framleiðsla á leikjaseríu sem notar allra nýjustu tækni til að lágmarka kostnað og auka gæði.Taktikal:Hugbúnaðarlausn sem gerir einstaklingum og lögaðilum mögulegt að stofna til viðskipta á örfáum mínútum og í kjölfarið heimila ýmsar sjálfvirkar þjónustur er krefjast viðskiptasambands. Tasty Rook:Stafrænir samkvæmisleikir fyrir snjallsíma sem notendur spila augliti til auglitis með fjölskyldu og vinum hvar og hvenær sem er. Fyrirtækið hefur þegar gefið út leikinn Triple Agent.Ylhýra:Hugbúnaður sem kennir íslensku á samtalsformi.Frá því í september hafa þátttakendur sótt vinnusmiðjur þar sem þeir hafa fengið leiðsögn og fræðslu til að þróa hugmyndir sínar áfram þannig að eftir standi raunhæfar og vandaðar áætlanir. Við framkvæmd Gulleggsins nýtur Icelandic Startups liðsinnis tólf sjálfboðaliða úr röðum nemenda samstarfsháskólanna; HR, HÍ, Bifröst og LHÍ.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira