Skotsilfur Markaðarins: Þögn WOW air Ritstjórn Markaðarins skrifar 20. október 2017 11:30 Athygli hefur vakið að flugfélagið WOW air hefur ekki birt neinar upplýsingar um rekstur og afkomu félagsins á þessu ári. Það er mikil breyting frá því sem áður var, en sem dæmi sendu forsvarsmenn WOW air frá sér fréttatilkynningar ársfjórðungslega í fyrra þar sem ítarlega var greint frá uppgjöri félagsins og afkomuhorfum þess. Flugfélag Skúla Mogensen er vitaskuld ekki skráð á hlutabréfamarkað og ber því þess vegna ekki skylda til þess senda reglulega frá sér uppgjörstilkynningar, en þessi þögn félagsins hefur engu að síður vakið athygli manna.Ekki auglýstMarta Jónsdóttir var í ágúst ráðin framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) þegar Kjartan Þór Eiríksson neyddist til að segja starfi sínu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Starfið var ekki auglýst og ráðningin sögð tímabundin enda væri endurskipulagning á rekstri Kadeco að hefjast. Stjórn félagsins er pólitískt skipuð en það er alfarið í eigu ríkisins. Nú eru kosningar fram undan og alls óljóst hvaða stefna verður tekin varðandi framtíð Kadeco.Marta Jónsdóttir var í ágúst ráðin framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco).Gengin í gegn Útgáfufélagið Myllusetur, sem gefur út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir, eignaðist í lok síðasta mánaðar Frjálsa verslun, elsta viðskiptatímarit landsins. Forsvarsmenn Heims, börn Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, höfðu um nokkurt skeið leitað nýrra eigenda að Frjálsri verslun og hófust í sumar viðræður á milli þeirra og forsvarsmanna Mylluseturs, en Pétur Árni Jónsson er stærsti eigandi síðarnefnda félagsins. Með sölunni á Frjálsri verslun lýkur Heimur sölu á tímaritum sínum, en félagið gaf meðal annars út Vísbendingu, Iceland Review og Ský. Jón G. Hauksson, sem hefur ritstýrt Frjálsri verslun síðustu 25 ár, er hættur störfum og kominn með sinn eigin vikulega sjónvarpsþátt á ÍNN.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Athygli hefur vakið að flugfélagið WOW air hefur ekki birt neinar upplýsingar um rekstur og afkomu félagsins á þessu ári. Það er mikil breyting frá því sem áður var, en sem dæmi sendu forsvarsmenn WOW air frá sér fréttatilkynningar ársfjórðungslega í fyrra þar sem ítarlega var greint frá uppgjöri félagsins og afkomuhorfum þess. Flugfélag Skúla Mogensen er vitaskuld ekki skráð á hlutabréfamarkað og ber því þess vegna ekki skylda til þess senda reglulega frá sér uppgjörstilkynningar, en þessi þögn félagsins hefur engu að síður vakið athygli manna.Ekki auglýstMarta Jónsdóttir var í ágúst ráðin framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) þegar Kjartan Þór Eiríksson neyddist til að segja starfi sínu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Starfið var ekki auglýst og ráðningin sögð tímabundin enda væri endurskipulagning á rekstri Kadeco að hefjast. Stjórn félagsins er pólitískt skipuð en það er alfarið í eigu ríkisins. Nú eru kosningar fram undan og alls óljóst hvaða stefna verður tekin varðandi framtíð Kadeco.Marta Jónsdóttir var í ágúst ráðin framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco).Gengin í gegn Útgáfufélagið Myllusetur, sem gefur út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir, eignaðist í lok síðasta mánaðar Frjálsa verslun, elsta viðskiptatímarit landsins. Forsvarsmenn Heims, börn Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, höfðu um nokkurt skeið leitað nýrra eigenda að Frjálsri verslun og hófust í sumar viðræður á milli þeirra og forsvarsmanna Mylluseturs, en Pétur Árni Jónsson er stærsti eigandi síðarnefnda félagsins. Með sölunni á Frjálsri verslun lýkur Heimur sölu á tímaritum sínum, en félagið gaf meðal annars út Vísbendingu, Iceland Review og Ský. Jón G. Hauksson, sem hefur ritstýrt Frjálsri verslun síðustu 25 ár, er hættur störfum og kominn með sinn eigin vikulega sjónvarpsþátt á ÍNN.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira