Fleiri fréttir

Vöruskiptahallinn aldrei verið meiri

Vöruskiptahalli var 19,1 milljarður króna í júlí og hefur ekki verið meiri frá því mælingar hófust, samkvæmt Hagstofu Íslands. Fluttar voru inn vörur fyrir 16,2 milljarða króna í mánuðinum og inn fyrir 35,2 milljarða. Tæplega tólf milljarða halli var á vöruskiptum í júlí 2005.

Samdráttur í dagvöruverslun

Dagvöruverslun dróst saman um 3,9 prósent í júlí samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar (RSV). Velta í dagvöruverslun var 0,6 prósentum minni í júlí en á sama tíma í fyrra. Mestur samdráttur varð í áfengiskaupum, eða 18,2 prósent milli ára.

Tap Blaðsins var í takt við áætlanir

Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður Árs og dags, útgefanda Blaðsins, segir að tap félagsins á síðasta rekstrarári hafi verið í takt við þær áætlanir sem lagt var upp með. Það sé eðlilegt fyrir fjölmiðlafyrirtæki sem byrji frá grunni. Sigurður gefur ekki upp nákvæmar tölur.

Síminn og OR ræðast áfram við

Á næstu vikum skýrist hvort verður af samstarfi um rekstur fjarskiptaneta Símans og Orkuveitu Reykjavíkur. Viðræður fyrirtækjanna halda áfram, en Orkuveitan kaupir ekki kerfi Símans.

Taprekstur hjá Nýsi

Fasteignafélagið Nýsir hf. skilaði 937 milljóna króna taprekstri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur frá því í fyrra þegar félagið skilaði 394,7 milljóna króna hagnaði.Helsta ástæða tapsins er óhagstæð gengisþróun vegna erlendra lána.

Minni hagnaður hjá Milestone

Fjárfestingarfélagið Milestone ehf. hagnaðist um 1,9 milljarða krónur á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn hins vegar tæpum 4,1 milljarði króna. Í uppgjöri félagsins kemur fram að stór hluti af eignasafni Milestone samanstandi af félögum sem skráð eru á markað i og mótast afkoman af almennum markaðsaðstæðum.

Tap hjá Flögu

Flaga Group tapaði 1,2 milljónum bandaríkjadala eða tæpum 83 milljónum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði félagið rétt rúmri einni milljón dala eða 69 milljónum króna á núvirði. Tap félagsins á öðrum fjórðungi ársins nemur 368.000 dölum eða rúmum 25,4 milljónum íslenskra króna.

Tap Tæknivals minnkar

Tæknival tapaði 27 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið rétt rúmri 41 milljón króna. Óhagstæð gengisþróun skýrir tapið að miklu leyti.

Nýir stjórnendur hjá Air Atlanta Iceland

Tveir nýir stjórnendur hafa hafið störf hjá Air Atlanta Icelandic. Geir Valur Ágústsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Air Atlanta Icelandic og Stefán Eyjólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri starfsmannamála fyrirtækisins.

Milljarður í hagnað hjá HS

Hitaveita Suðurnesja (HS) skilaði tæplega 1,1 milljarðs krónu hagnaði á fyrri helmingi ársins. Þetta er 357 milljónum krónum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra þegar hann nam 709 milljónum króna. Búist er við að brottför varnarliðsins í lok september muni hafa áhrif á starfsemi félagsins en Varnarliðið hefur verið stærsti einstaki kaupandi heits vatns og raforku af hitaveitunni.

Actavis hækkar tilboð í Pliva

Actavis hefur hækkað tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og hljóðar það nú upp á 795 kúnur á hlut og fengið staðfestingu fjármálaeftirlits Króatíu á því. Tilboðið er 10 prósentum hærra en fyrra tilboð félagsins, sem var 723 kúnur á hlut og jafngildir tilboð félagsins 2,5 milljörðum bandaríkjadala eða um 175 milljörðum íslenskra króna.

Tap hjá Olíufélaginu

Olíufélagið ehf. og dótturfélög þess, Olíudreifing og Egó, tapaði 62,4 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er viðsnúningur hjá félaginu en það hagnaðist um 223,9 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Tapið má rekja til óhagstæðrar gengisþróunar og aukins fjármagnskostnaðar.

Tekjuafgangur eykst á Suðurnesjum

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum skilaði tæplega 2,4 milljóna króna tekjuafgangi á fyrri helmingi ársins sem er rúmlega hálfri milljón króna betri afkoma en á sama tíma í fyrra.

Úrvalsvísitalan yfir 6.000 stig

Úrvalsvísitalan rauf 6.000 stiga múrinn á ný í dag og stóð skömmu eftir klukkan 11 í 6.015 stigum. Vísitalan náði þessum hæðum til skamms tíma í gær en endaði í 5.989,11 stigum við lokun Kauphallarinnar. Hæsta gildi Úrvalsvísitölunnar var 6.925 stig um miðjan febrúar síðastliðinn en lækkaði eftir það.

Hekla skilaði 32,3 milljóna hagnaði

Hekla fasteignir efh. skilaði 32,3 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið 439.000 króna.

Aukinn hagnaður Jarðborana

Hagnaður Jarðborana hf. á fyrri helmingi ársins nam 402 milljónum króna samanborið við 299 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður félagsins á öðrum fjórðungi ársins tæpum 163 milljónum króna sem er 4 milljónum krónum minni hagnaður en á sama tíma í fyrra.

Tap hjá Bolar

Eignarhaldsfélagið Bolar ehf. tapaði 8,5 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur á afkomu félagsins en á sama tíma í fyrra skilaði það 488,4 milljóna króna hagnaði. Í uppgjöri Bola segir að hafa beri í huga að í fyrra seldi félagið verulegan hluta af starfsemi sinni til Promens hf. og var hagnaður af rekstri félagsins í fyrra tilkominn vegna framangreindrar sölu.

Samdráttur í smásölu

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 0,6 prósent í júlí miðað við sama mánuð í fyrra, miðað við fast verðlag. Telst það til verulegra tíðinda að í fyrsta skipti í langan tíma mælist samdráttur í dagvöruveltu á föstu verði. Verslunarmannahelgin á þátt í samdrættinum á milli ára og segir Rannsóknasetur verslunarinnar við Bifröst þetta þó glöggt merki þess að töluvert sé farið að draga úr þenslu í hagkerfinu.

Aldrei meiri vöruskiptahalli

Vöruskipti voru óhagstæð um 19,1 milljarð króna í síðasta mánuði og hefur vöruskiptahallinn aldrei verið meiri í einum mánuði frá því Hagstofan fór að birta upplýsingar um vöruskipti eftir mánuðum. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptahallinn 11,9 milljarðar króna.

Metkaup á erlendum bréfum

Innlendir aðilar keyptu erlend verðbréf fyrir 54 milljarða í síðasta mánuði, samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands. Greiningardeild KB banka segir um metkaup að ræða í einum mánuði síðast mælingar hófust árið 1994.

Minni hagnaður hjá Landsvaka

Landsvaki, dótturfélag Landsbankans sem rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði bankans, skilaði rúmum 3,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn rúmum 42,5 milljörðum króna.

Tífalt minni hagnaður hjá ÍAV

Hagnaður Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) nam 30 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er tífalt verri afkoma en á sama tíma á síðasta ári þegar hagnaður félagsins nam 299 milljónum króna. Gengisfall og verðbólga setti mark sitt á rekstur ÍAV ásamt háum skammtímavöxtum.

Tap hjá Smáralind

Smáralind ehf., rekstraraðili verslunarmiðstöðvarinnar Smáralind í Kópavogi, tapaði 733 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið 36 milljónum króna. Tapið skýrist fyrst og fremst af gengistapi af erlendum skuldum félagsins sem nam 652 milljónum króna. Búist er við að breytingar á gengi krónunnar hafi áfram mikil áhrif á afkomu fyrirtækisins.

OR tapaði 6,2 milljörðum króna

Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði tæpum 6,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur umsnúningur á rekstri OR en hún skilaði tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði á sama tíma í fyrra. Langtímaskuldir OR eru að stærstum hluta í erlendri mynt en gengistap af langtímaskuldum nam 10,8 milljörðum króna á fyrri hluta árs.

Tap hjá Hitaveitu Rangæinga

Hitaveita Rangæinga tapaði 21,4 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði hitaveitan 17 milljónum krónum. Tekjuskattur hitaveitunnar, sem greiddur verður á næsta ári, er ekki inni í árshlutareikningnum.

Stoðir skila 4,2 milljarðs króna hagnaði

Fasteignafélagið Stoðir hf. og dótturfélög þess skiluðu 4,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins en þetta 3,4 milljörðum krónum betri afkoma en á sama tíma fyrir ári.

Hagnaður hjá Atorku Group

Hagnaður fjárfestingarfélagsins Atorku Group, nam 856 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta er nokkur viðsnúningur í rekstri félagsins, sem tapaði 241,4 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður Atorku á fyrri helmingi ársins 4,9 milljörðum króna.

Fitch staðfestir lánshæfi Kaupþings og Glitnis

Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir bæði Kaupþings banka og Glitnis banka. Einkunnn Kaupþings er sögð endurspegla sterka stöðu bankans og einkunn Glitnis góða hagnaðarmyndun í rekstri.

Neytendur bjartsýnir í ágúst

Væntingavísitala Gallup mældist 108 stig í ágúst og er það 22,6 prósenta hækkun frá síðasta mánuði. Niðurstöðurnar benda til að íslenskir neytendur séu almennt bjartsýnir á stöðu mála í hagkerfinu.

Minni hagnaður hjá Sorpu

Hagnaður Sorpu b.s. nam 11,3 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er rúmlega 35 milljóna króna samdráttur á milli ára.

Hagnaður KEA minnkar milli ára

Kaupfélag Eyfirðinga (KEA) skilaði 133 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæplega 64,8 milljónum minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra.

Verðbólgan næstmest á Íslandi

Vísitala neysluverðs mældist 3,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar í júlí. Þetta er 0,1 prósentustigi minna en á sama tíma í fyrra. Verðbólgan er næstmest á Íslandi.

Kjalarvogur hagnaðist um 63 milljónir króna

Kjalarvogur ehf., dótturfélag Húsasmiðjunnar hf., skilaði 63 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæp tvöföldun á milli ára en á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 35 milljónir króna.

Tap hjá Landsvirkjun

Landsvirkjun skilaði tæplega 6,5 milljarða króna taprekstri á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 2 milljörðum króna. Tap fyrir skatta nam tæpum 23 milljörðum króna sem er 25 milljarða króna verri afkoma en á sama tíma fyrir ári. Landsvirkjun greiddi í fyrsta skipti skatt af starfsemi sinni á árinu en tapið skýrist af veikingu krónunnar.

Tap hjá Síldarvinnslunni

Síldarvinnslan í Neskaupstað tapaði 204 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári skilaði fyrirtækið 728,4 milljóna króna hagnaði. Í uppgjöri Síldarvinnslunnar segir að útlit sé fyrir að rekstur félagsins verði þokkalegur á síðari hluta árs.

Mæla með sölu í bréfum HB Granda

Greiningardeild Landsbanks segir afskráningu HB Granda af Aðallista Kauphallarinnar og skráningu á iSEC markað koma til með að hafa mikil áhrif á hluthafa félagsins. Sé hætt við að hluthafar læsist inni og er mælt með sölu á bréfum félagsins.

Dæmi eru um laun í evrum

Bakkavör, Össur og Marel greiða öll fyrir stjórnarsetu í erlendum gjaldmiðli. Að auki hefur Marel samið við hluta starfsmanna hér um evrutengdar launagreiðslur. Hjá ASÍ hafa verið viðraðar hugmyndir um laun í evrum.

Exista nærri yfirtöku í Bakkavör

Exista keypti í gær rúmlega 6,5 prósenta hlut í Bakkavör og á nú tæplega 39 prósenta hlut í félaginu, en það er nærri yfirtökumörkum.

Hagnaður hjá Byggðastofnun

Byggðastofnun skilaði 194 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er viðsnúningur frá sama tíma fyrir ári en þá tapaði stofnunin 40 milljónum króna.

Hagnaður Samson 12,2 milljarðar króna

Eignarhaldsfélagið Samson skilaði tæplega 12,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins en þetta er rúmlega 7,7 milljarða krónu aukning frá sama tíma í fyrra.

Mælir með kaupum í Kaupþingi

Greiningardeild Landsbanks hefur uppfært verðmat sitt á Kaupþingi og Glitni. Deildin mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í Kaupþingi en haldi bréfum sínum í Glitni.

Aukið tap hjá CVC

Fjárfestingarfélagið CVC tapaði tæpum 10,4 milljónum bandaríkjadala eða tæplega 729 milljónum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári skilaði félagið tæplega 4,9 milljóna dala tapi eða 342,5 milljónum króna.

Tap hjá Eyri Invest

Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest tapaði 926 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra skilaði félagið 4,1 milljarðs króna hagnaði. Í tilkynningu frá félaginu segir að niðursveifla á hlutabréfamörkuðum á fyrri hluta ársins hafi haft áhrif á afkomu félagins.

Besta afkoma í sögu SPH

Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) skilaði 311 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 69,6 prósenta aukning miðað við sama tímabil í fyrra og besta rekstrarniðurstaða sparisjóðsins á fyrri hluta árs í 103 ára sögu hans..

Methagnaður hjá SPK

Sparisjóður Kópavogs (SPK) skilaði 222 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 135 milljónum meira en á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn er umfram áætlanir og sá mesti í sögu SPK á einum ársfjórðungi.

Sjá næstu 50 fréttir