Fleiri fréttir

Níu Íslendingar kynna Ísland frá A til Ö

Íslandsstofa kynnir herferðina "Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland.

Netflix sagt blekkja þeldökka áhorfendur

Streymisþjónustan Netflix hefur verið sökuð um að blekkja þeldökka áhorfendur sína með því að varpa upp misvísandi myndum þegar farið er í gegnum úrval sjónvarpsþátta og kvikmynda þjónustunnar.

Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör

Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd.

Veiking krónunnar endurspeglar lakari væntingar

Aðalástæða fyrir veikingu krónunnar að undaförnu er endurmat á efnahagshorfunum á Íslandi en væntingar benda til þess að hægja muni á hjólum atvinnulífsins á næstunni. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri.

Hægir á hagvexti í Kína

Það hægir á hagvextinum í Kína og frá júlí og fram í september mældist hann 6,5 prósent miðað við sama tímabil í fyrra.

Veiking því einhverjir Íslendingar hafa komið sparnaði í skjól

Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans.

Ógilda samruna apóteka

Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf.

Krónan spyrnir við fótum

Eftir eftirtektarverða lækkunarhrinu undanfarnar vikur hefur gengi íslensku krónunnar styrkst í dag.

Kornið lokar þremur bakaríum

Forsvarsmenn Bakarískeðjunnar Kornið hafa í hyggju að loka þremur útibúum fyrirtækisins á næstu mánuðum

Innnes hækkar verð vegna gengisþróunar

Gengisveiking íslensku krónunnar og kostnaðarhækkanir hafa brotist fram í verðlagningu íslenskra heildverslana. Innnes, sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins, sendi tilkynningu þess efnis til viðskiptavina sinna í síðustu viku.

Málefni sem snerta alla heimskringluna

Arctic Circle þingið hefst á morgun í Hörpu. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á heimsbyggðina eru helsta umfjöllunarefni þingsins en það sækja yfir 2000 manns frá 50 til 60 löndum. Dagfinnur Sveinbjörnsson, forstjóri Arctic Circle segir þingið sameina vísindin, stjórnmál og umhverfisvernd.

Krónan ekki veikari í meira en tvö ár

Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur.

Ekkert okur hjá H&M

Lítill munur er á vöruverði H&M hér og í nágrannalöndum. Ísland ekki einu sinni dýrast samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Verð virðast samkeppnishæf.

Vísbendingar um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík

Ákveðinn markaðsbrestur er á húsnæðismarkaði í Reykjavík því það er lítið sem ekkert framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði en mikið framboð af dýru húsnæði sem selst ekki. Þetta segir Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Hann segir að ekkert bendi til að snörp lækkun sé framundan á íbúðamarkaði þótt framboð nýbygginga sé að nálgast fyrri hæðir.

Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu

Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu.

Nordea dregst inn í peningaþvottarhneykslið

Í kæru til sænskra og norskra yfirvalda er því haldið fram að ágóði af stórfelldu fjársvikamáli í Rússlandi hafi verið þveginn í stærsta banka Norðurlandanna.

Þarf kraftaverk til að spá Sýnar rætist

Greinendur ráðgjafarfyrir-tækisins Capacent telja að "ekkert annað en kraftaverk“ þurfi til þess að afkoma Sýnar í ár verði í samræmi við áætlanir stjórn- enda þess

Að geta talað allan daginn hentar vel

Pétur Ívarsson hefur starfað sem verslunarstjóri Boss búðarinnar í Kringlunni í 19 ár. Hann segir að sölumennskan í herrafatageiranum snúist um að mynda einstakt viðskiptasamband sem nær jafnvel frá einni kynslóð til annarrar.

Lítil virkni háir hlutabréfamarkaðinum

Sókn lífeyrissjóða erlendis er skynsamleg en hefur skilið eftir tómarúm á íslenska hlutabréfamarkaðinum. Lítil velta hjá stórum fjárfestum bjagar verðmyndun skráðra félaga í Kauphöllinni að mati hagfræðings.

Attestor selur og Eaton Vance kaupir í Arion

Breski vogunarsjóðurinn Att­estor Capital seldi um 0,3 prósenta eignarhlut í Arion banka í síðasta mánuði og fór í lok mánaðarins með 8,58 prósenta hlut í bankanum.

Félag Svanhildar hagnast um 464 milljónir

Félag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur fjárfestis skilaði ríflega 464 milljóna króna hagnaði í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, K2B fjárfestinga ehf

GAMMA með um 270 milljónir í útboði WOW

Tveir sjóðir GAMMA fjárfestu fyrir 2 milljónir evra í skuldabréfaútboði félagsins. Samkvæmt yfirliti frá Pareto keyptu íslenskir aðilar um 37 prósent af útgáfunni.

Unnt að nota símann sem greiðslukort

Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér.

Innheimtubréfin bárust ekki kaffihúsaeigendum

Símtal frá Fréttablaðinu bjargaði eigendum Kaffihúss Vesturbæjar frá því að missa húsnæðið á uppboð hjá sýslumanni í dag. Tilkynningum um skuld við borgina hafði verið troðið í læstan póstkassa.

Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast

Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar.

Sjá næstu 50 fréttir