Innheimtubréfin bárust ekki kaffihúsaeigendum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. október 2018 06:00 Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda Kaffi Vest. Fréttablaðið/Valli Það kom eigendum Kaffihúss Vesturbæjar og fasteignarinnar að Melhaga 22 í opna skjöldu í gær þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsti á vef sínum uppboð á fasteigninni. Samkvæmt auglýsingunni átti að bjóða fasteignina upp í dag og var gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg. Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda Vesturbæjar-kaffihúss ehf. sem rekur kaffihúsið og félagsins M22 ehf. sem á húsnæðið, kom af fjöllum þegar Fréttablaðið leitaði skýringa í gær enda vissi hann ekki betur en að félagið væri með allt sitt í skilum. Brugðust forsvarsmenn félagsins skjótt við, gerðu upp skuldina og fengu um leið skýringu á því hvers vegna þeir könnuðust ekki við að hafa verið tilkynnt um skuldina. „Fyrir aftan hús er póstkassi síðan læknastofurnar voru þarna uppi og við höfum aldrei verið með lykil að honum. Þeir segjast hafa troðið bréfinu ofan í hann. Það er meira að segja lím yfir raufinni, þannig að það á ekki að vera hægt,“ segir Pétur sem viðurkennir að hann sé þakklátur fyrir símtalið.Segja má að Fréttablaðið hafi bjargað Kaffi Vest. Fréttablaðið/GVA„Hefðir þú ekki hringt hefðu þeir bara selt ofan af okkur,“ segir Pétur. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Vesturbæjar-kaffihúss ehf. skilaði kaffihúsið vinsæla 270 þúsund króna hagnaði í fyrra. Þrátt fyrir að vera rekið réttum megin við núllið dróst hagnaður þess saman um nær 90 prósent frá því árið áður þegar hann nam rúmum 2,5 milljónum. Félagið Ferdinand ehf. á helmingshlut í Vesturbæ-kaffihúsi ehf. en eigendur þess eru þeir Einar Örn Ólafsson, Pétur Hafliði og sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Marteinn Baldursson. Rekstrartekjur kaffihússins námu 152 milljónum króna í fyrra sem var töluverð aukning frá árinu 2016 þegar tekjurnar námu 136 milljónum. Verri afkomu félagsins milli ára má að mestu rekja til hærri rekstrargjalda og munar þar mestu um aukinn launa- og starfsmannakostnað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Það kom eigendum Kaffihúss Vesturbæjar og fasteignarinnar að Melhaga 22 í opna skjöldu í gær þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsti á vef sínum uppboð á fasteigninni. Samkvæmt auglýsingunni átti að bjóða fasteignina upp í dag og var gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg. Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda Vesturbæjar-kaffihúss ehf. sem rekur kaffihúsið og félagsins M22 ehf. sem á húsnæðið, kom af fjöllum þegar Fréttablaðið leitaði skýringa í gær enda vissi hann ekki betur en að félagið væri með allt sitt í skilum. Brugðust forsvarsmenn félagsins skjótt við, gerðu upp skuldina og fengu um leið skýringu á því hvers vegna þeir könnuðust ekki við að hafa verið tilkynnt um skuldina. „Fyrir aftan hús er póstkassi síðan læknastofurnar voru þarna uppi og við höfum aldrei verið með lykil að honum. Þeir segjast hafa troðið bréfinu ofan í hann. Það er meira að segja lím yfir raufinni, þannig að það á ekki að vera hægt,“ segir Pétur sem viðurkennir að hann sé þakklátur fyrir símtalið.Segja má að Fréttablaðið hafi bjargað Kaffi Vest. Fréttablaðið/GVA„Hefðir þú ekki hringt hefðu þeir bara selt ofan af okkur,“ segir Pétur. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Vesturbæjar-kaffihúss ehf. skilaði kaffihúsið vinsæla 270 þúsund króna hagnaði í fyrra. Þrátt fyrir að vera rekið réttum megin við núllið dróst hagnaður þess saman um nær 90 prósent frá því árið áður þegar hann nam rúmum 2,5 milljónum. Félagið Ferdinand ehf. á helmingshlut í Vesturbæ-kaffihúsi ehf. en eigendur þess eru þeir Einar Örn Ólafsson, Pétur Hafliði og sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Marteinn Baldursson. Rekstrartekjur kaffihússins námu 152 milljónum króna í fyrra sem var töluverð aukning frá árinu 2016 þegar tekjurnar námu 136 milljónum. Verri afkomu félagsins milli ára má að mestu rekja til hærri rekstrargjalda og munar þar mestu um aukinn launa- og starfsmannakostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira